Ferill 72. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


1991. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 72 . mál.


73. Frumvarp til barnalaga.



(Lagt fyrir Alþingi á 115. löggjafarþingi 1991.)



I. KAFLI

Gildissvið laganna.

1. gr.

    Lög þessi taka til allra barna, en um kjörbörn eru einnig sérlög. Einstök ákvæði laganna ná til stjúpbarna og fósturbarna samkvæmt því er í þeim segir.
    Réttarstaða barna er í hvívetna hin sama nema lög mæli annan veg.

II. KAFLI

Um faðerni barna.

A. Feðrunarreglur um börn giftra foreldra og sambúðarforeldra.

2. gr.

    Eiginmaður móður barns telst faðir þess, ef það er alið í hjúskap þeirra eða svo skömmu eftir hjúskaparslit að það sé hugsanlega getið í hjúskapnum. Þetta gildir þó ekki ef hjónin voru skilin að borði og sæng á getnaðartíma barnsins.
    Nú giftist móðir barns eftir fæðingu þess manni er hún hefur kennt barnið og telst hann þá faðir þess.
    Ef móðir barns og maður, sem hún lýsir föður þess, búa saman við fæðingu þess sam kvæmt því er greinir í þjóðskrá eða öðrum ótvíræðum gögnum telst hann faðir barnsins. Sama er ef móðir barns og maður, er hún lýsir föður þess, taka upp sambúð samkvæmt framan sögðu, enda sé barn þá ófeðrað.

3. gr.

    Eiginmaður eða sambúðarmaður, sem samþykkt hefur skriflega og við votta að tækni frjóvgun fari fram á eiginkonu eða sambúðarkonu hans með sæði úr öðrum manni, telst faðir barns sem þannig er getið.

B. Viðurkenning á faðerni barns er ákvæði 2. og 3. gr. taka ekki til.


4. gr.

    Ef feðrunarreglur 2. og 3. gr. eiga ekki við verður barn feðrað með faðernisviðurkenningu manns er móðir lýsir föður þess, sbr. 5. og 6. gr., eða með dómsúrlausn, sbr. VII. kafla A.

5. gr.

    Nú gengst karlmaður, sem kona kennir barn sitt, sbr. 4. gr., við faðerni þess með skriflegri yfirlýsingu sinni fyrir presti eða sýslumanni eða bréflega og vottfast og telst hann þá faðir barnsins.
    Ef barnsfaðir er yngri en 18 ára þegar yfirlýsing er uppi látin skal hún styrkt með staðfest ingu lögráðamanns.
    Nú er þann veg háttað sálrænum högum lýsts barnsföður að varhugavert er að taka mark á yfirlýsingu hans og skal dómur þá ganga á mál.
    Hið sama er ef upp kemur að fleiri menn en hinn lýsti faðir hafa haft samfarir við móður á getnaðartíma barnsins, enda verði eigi talið fyrir fram að faðerni annarra en þess er gangast vill við faðerni sé útilokað.

6. gr.

    Dómsmálaráðuneytið getur mælt svo fyrir að faðernisviðurkenning, sem fengin er erlend is, sé jafngild faðernisviðurkenningu sem fengist hefur hér á landi.

C. Skráning á faðerni barns.


7. gr.

    Læknir eða ljósmóðir, sem tekur á móti barni, skal þegar skrá á fæðingarskýrslu öll þau atriði er af má ráða um þroska barnsins, svo og spyrja móður um faðerni þess og rita á skýrsl una frásögn hennar þar um. Sá sem móðir lýsir föður barns verður ekki skráður faðir þess, nema barnið sé feðrað samkvæmt lögum þessum.

D. Dómsmál varðandi faðerni barns.


8. gr.

    Um dómsmál til feðrunar barns fer samkvæmt ákvæðum VII. kafla A, en um dómsmál til vefengingar faðernis og ógildingar faðernisviðurkenningar fer samkvæmt ákvæðum VII. kafla B.

III. KAFLI

Framfærsla barna.

A. Framfærsluskylda foreldra.

9. gr.

    Skylt er foreldrum, báðum saman og hvoru um sig, að framfæra barn sitt. Framfærslu barns skal haga með hliðsjón af högum foreldra og þörfum barns. Ákvæði þetta á einnig við um kjörbarn og kjörforeldra.
    Skylt er stjúpforeldri að framfæra stjúpbarn sitt, svo sem eigið barn þess væri. Sama á við um sambúðarforeldri.
    Nú er barn í fóstri og er þá fósturforeldri skylt að framfæra fósturbarn sitt með sama hætti og væri það eigið barn þess.

B. Úrskurður um framfærslueyri.


10. gr.

    Nú fullnægir foreldri ekki framfærsluskyldu sinni gagnvart barni og getur sýslumaður þá úrskurðað það til greiðslu framfærslueyris með því. Framlög þessi verða þó ekki ákvörðuð lengra aftur í tímann en eitt ár frá því að krafa var sett fram, nema alveg sérstakar ástæður leiði til annars.
    Framfærslueyri skal ákveða með hliðsjón af þörfum barnsins og fjárhagsaðstöðu og öðr um högum beggja foreldra, þar á meðal aflahæfi þeirra.
    Nú hefur faðir barns sætt dómi fyrir brot skv. XXII. kafla almennra hegningarlaga gagn vart móður þess og telja verður að barn sé getið við þessa háttsemi og skal þá úrskurða barns föður til að kosta framfærslu barns að öllu leyti.

11. gr.

    Í meðlagsúrskurði skal, auk fulls nafns meðlagsskylds foreldris, tilgreina kennitölu þess, heimilisfang, stöðu og atvinnustað á þeim tíma sem meðlagsúrskurður er gefinn út.
    Í meðlagsúrskurði má aldrei ákveða lægri meðlagsgreiðslu en barnalífeyri nemur, eins og hann er ákveðinn á hverjum tíma samkvæmt lögum um almannatryggingar, né heldur takmarka meðlagsskyldu meðlagsskylds foreldris við lægri lágmarksaldur en þann er greinir í 13. gr. laga þessara. Frá gildistöku laga þessara skal greiða meðlag með barni þar til það nær framan greindum aldri þótt annað aldurstakmark hafi verið ákveðið í meðlagsúrskurði.

12. gr.

    Nú hefur verið sett fram krafa um framfærslueyri með barni, en fyrirsjáanlegt er að mál muni dragast á langinn þar sem foreldri, sem krafa beinist gegn, er búsett erlendis eða sérstök um örðugleikum er bundið að ná til þess og getur þá sýslumaður kveðið upp bráðabirgðaúr skurð um framfærslueyri með barninu á hendur Tryggingastofnun ríkisins. Ríkissjóður endur greiðir þessar fjárhæðir, en Innheimtustofnun sveitarfélaga innheimtir þær hjá hinu meðlags skylda foreldri í samræmi við úrskurð sýslumanns á hendur því.

C. Lok framfærsluskyldu.


13. gr.

    Framfærsluskyldu lýkur er barn verður 18 ára. Skyldu til greiðslu meðlags lýkur fyrir þann tíma ef barn giftist, nema sýslumaður ákveði annað. Framlag til menntunar eða starfsþjálfunar ungmennis er heimilt að ákveða samkvæmt kröfu þess allt til þess er það nær 20 ára aldri. 2. málsl. 1. mgr. 10. gr. á hér við að sínu leyti.
    Ákvæði 1. mgr. 16. gr. eiga við um ákvarðanir sýslumanns skv. 1. mgr.

D. Greiðsla meðlags.


14. gr.

    Meðlag skal greiða mánaðarlega fyrir fram, nema annað sé löglega ákveðið.

E. Úrskurður vegna sérstakra útgjalda.


15. gr.

    Heimilt er að úrskurða framfærsluskyldan (meðlagsskyldan) aðila til að inna af hendi sér stök framlög vegna útgjalda við skírn barns, fermingu, vegna sjúkdóms eða greftrunar eða af öðru sérstöku tilefni.
    Framlög skv. 1. mgr. verða því aðeins úrskurðuð að krafa um það sé uppi höfð við sýslu mann innan þriggja mánaða frá því að svara varð til útgjalda, nema eðlileg ástæða hafi verið til að bíða með slíka kröfu.

F. Breyting á meðlagsúrskurði.


16. gr.

    Sýslumaður getur breytt meðlagsúrskurði ef rökstudd krafa kemur fram um það, enda sé sýnt fram á að hagir foreldra eða barns hafi breyst.
    Ákvörðun um framfærslueyri, sem eindagaður er áður en krafa er uppi höfð, verður þó ekki breytt, nema alveg sérstakar ástæður leiði til þess.

G. Samningur um framfærslueyri.


17. gr.

    Samningur um framfærslueyri með barni er því aðeins gildur að sýslumaður staðfesti hann. Eigi er heimilt að semja um lægra meðlag en barnalífeyri eins og hann er ákveðinn á hverjum tíma samkvæmt lögum um almannatryggingar og eigi má takmarka meðlagsgreiðslu við lægri aldur barna en þann sem greinir í 13. gr.

18. gr.

    Staðfestur samningur um framfærslueyri, sbr. 17. gr., er því ekki til fyrirstöðu að sýslu maður skipi máli annan veg en samningur kveður á um ef rökstudd krafa kemur fram um það, enda telji hann að aðstæður hafi breyst verulega eða samningur gangi í berhögg við þarfir barns.
    Ákvæði 2. mgr. 16. gr. á hér við að sínu leyti.

H. Hverjir geti krafist framfærslueyris o.fl.


19. gr.

    Framfærslueyrir samkvæmt ákvæðum þessa kafla tilheyrir barni. Nú er greidd af hendi fúlga til þess að fullnægja framfærsluskyldu og skal þá varðveita fúlguféð með þeim hætti, sem fyrir er mælt almennt um fé ófjárráða í lögræðislögum eða í verðtryggðum ríkisskulda bréfum.
    Sá sem stendur straum af útgjöldum vegna framfærslu barns getur krafist þess að fram færslueyrir sé ákveðinn og innheimtur, enda hafi viðkomandi forsjá barns eða barnið búi hjá honum samkvæmt lögmætri skipan. Nú hefur verið innt af hendi framfærsluframlag af hálfu hins opinbera og hefur þá viðkomandi stjórnvald eða stofnun rétt þann sem greinir í þessari málsgrein.

I. Framfærslueyrir barna er foreldrar skilja.


20. gr.

    Sé samkomulag milli foreldra við skilnað um framfærslueyri með börnum staðfestir sýslu maður eða dómstóll, sem skilnaðarmál hefur til meðferðar, samning foreldra þar að lútandi, enda fullnægi samningur þeim skilyrðum sem kveðið er á um í 17. gr. Að öðrum kosti úrskurð ar sýslumaður um framfærslueyri að kröfu annars hvors foreldris samkvæmt ákvæðum þessa kafla.

IV. KAFLI

Greiðslur er standa í tengslum við barnsburð og meðgöngu.

21. gr.

    Sýslumaður getur úrskurðað föður barns til að greiða framfærslueyri með konu samtals í þrjá mánuði fyrir og eftir fæðingu barns.
    Nú sýkist kona vegna meðgöngu eða barnsfara og er sýslumanni þá rétt að úrskurða barns föður til að greiða henni mánaðarlega styrk til hjúkrunar og framfærslu, þó ekki lengur en níu mánuði eftir fæðingu.
    Skylda má mann til greiðslu framlaga samkvæmt þessari grein þótt barn fæðist andvana.

22. gr.

    Hafi barnsfaðir orðið sannur að slíku tilræði við barnsmóður sem um getur í 3. mgr. 10. gr. skal sýslumaður úrskurða hann til að greiða allan kostnað er af meðgöngu og barnsförum staf ar.
    Sýslumaður getur enn fremur úrskurðað þann sem valdur er að þunga konu til að greiða út gjöld vegna lögmætrar eyðingar á fóstri hennar.

23. gr.

    Framlög þau, sem greind eru í 21. gr. og 1. mgr. 22. gr., eru gjaldkræf þegar við ákvörðun á þeim, ef barn er þá fætt, og endranær á því tímamarki, er sýslumaður ákveður. Framlög skv. 2. mgr. 22. gr. eru gjaldkræf við úrskurð þeirra.
    Framlög skv. 1. mgr. verða ekki ákvörðuð lengra aftur í tímann en eitt ár frá því að krafa var sett fram, nema alveg sérstakar ástæður leiði til annars.
    Framlög skv. 21. og 22. gr. tilheyra móður barns eða þeirri opinberu stofnun er staðið hefur straum af útgjöldum þeim sem hér getur verið um að ræða.

V. KAFLI

Greiðsla framfærslueyris og innheimtuúrræði.

24. gr.

    Framfærslueyrir (meðlag) með barni, sem sýslumaður hefur úrskurðað, er kræfur með fjár námi. Hinu sama gegnir um greiðslur sem sýslumaður úrskurðar skv. 13., 15., 21. og 22. gr., sbr. 23. gr.
    Greiðslur skv. 1 mgr., sem samningur aðila tekur til, staðfestur af sýslumanni, eru einnig kræfar með fjárnámi.

25. gr.

    Tryggingastofnun ríkisins er skylt að greiða foreldri barns, sem á framfærslurétt hér á landi, og öðrum þeim aðilum, er greinir í 27. gr., framfærslueyri (meðlag) með barni sam kvæmt lögmætum úrskurði eða staðfestum samningi, þó innan þeirra marka um fjárhæð og aldur barns er greinir í almannatryggingalögum, svo sem þau mæla fyrir um þetta atriði á hverjum tíma.
    Kröfu foreldris til Tryggingastofnunar ríkisins skal fylgja meðlagsúrskurður löglega birtur eða samningur um meðlagsgreiðslur staðfestur af sýslumanni.
    Hafi foreldrar barns fengið skilnað erlendis og svo háttar til að því foreldri, sem ekki hefur forsjá barns, hefur verið gert að greiða lægra meðlag með því en nemur barnalífeyri almanna trygginga eða hefur ekki verið gert að greiða meðlag með því getur sýslumaður úrskurðað meðlag til forsjárforeldris á hendur Tryggingastofnun ríkisins á grundvelli erlends skilnaðar leyfis, skilnaðardóms eða úrskurðar. Ríkissjóður endurgreiðir þessar fjárhæðir, en Innheimtu stofnun sveitarfélaga innheimtir þær eftir því sem fært reynist.
    Um kröfu skv. 2. mgr., svo og endurgreiðslu hennar gilda að öðru leyti ákvæði laga um al mannatryggingar, þar á meðal um endurgreiðslu ríkissjóðs á meðlögum er Tryggingastofnun ríkisins greiðir vegna barnsfeðra sem framfærslurétt eiga erlendis.

26. gr.

    Um aðgang barnsmóður að Tryggingastofnun ríkisins vegna framfærslueyris skv. 1. mgr. 21. gr. fer svo sem segir í lögum um almannatryggingar.
    Foreldri á aðgang að Tryggingastofnun ríkisins um þær greiðslur, sem greinir í 15. gr., og barnsmóðir um greiðslur skv. 2. mgr. 21. gr. og 1. mgr. 22. gr. þessara laga. Ungmenni, sem í hlut á, hefur aðgang að Tryggingastofnun ríkisins vegna úrskurðaðra framlaga skv. 13. gr. eftir því sem almannatryggingalög mæla fyrir um.
    Með reglugerð, sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið setur, má ákveða hámarks greiðslur sem Tryggingastofnun ríkisins innir af hendi skv. 1. og 2. mgr.

27. gr.

    Þeir sem annast framfærslu barns að foreldri látnu eða af öðrum lögmæltum ástæðum, þar með talin sveitarstjórn í framfærslusveit barnsins hafi hún greitt fé til framfærslu þess, eiga sama rétt og foreldri skv. 24.–26. gr.

28. gr.

    Um skyldu foreldris til að greiða Innheimtustofnun sveitarfélaga meðlög og um innheimtu úrræði þeirrar stofnunar segir í lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga.

VI. KAFLI

Foreldraskyldur, forsjá barns og umgengnisréttur.

A. Inntak forsjár.

29. gr.

    Foreldrum ber að sýna barni sínu umhyggju og nærfærni og gegna forsjár- og uppeldis skyldum sínum, svo sem best hentar hag barns og þörfum. Foreldrum ber að afla barni sínu lögmæltrar fræðslu og ala með því iðjusemi og siðgæði.
    Barnið á rétt á forsjá foreldra sinna uns það verður sjálfráða og eru þeir forsjárskyldir við það. Einstakar forsjárskyldur geta þó haldist lengur ef þarfir barns krefjast þess. Foreldri, sem fer eitt með forsjá barns síns, er skylt að stuðla að því að barn njóti umgengni við hitt foreldri sitt, nema umgengni sé andstæð hag og þörfum barns að mati lögmælts stjórnvalds.
    Forsjá barns felur í sér rétt og skyldu fyrir forsjáraðila til að ráða persónulegum högum barnsins og gegna öðrum foreldraskyldum. Þeir sem hafa forsjá barns á hendi hafa rétt og skyldu til að vera fjárráðamenn barnsins, sbr. ákvæði lögræðislaga.
    Foreldrum ber að stuðla eftir mætti að því að barn þeirra fái menntun og starfsþjálfun í samræmi við hæfileika þess og áhugamál.
    Foreldrum ber að hafa samráð við barn sitt áður en persónulegum málefnum þess er ráðið til lykta eftir því sem gerlegt er, þar á meðal með tilliti til þroska barns.
    Ákvæði þessarar greinar eiga við um kynforeldri, kjörforeldri, stjúpforeldri og fósturfor eldri, sbr. 3. mgr. 9. gr., svo og um sambúðarforeldri, þ.e. karl eða konu, sem er í sambúð við kynmóður barns eða kynföður samkvæmt því er greinir í þjóðskrá eða samkvæmt öðrum ótví ræðum gögnum.

B. Lögbundin forsjá.


30. gr.

    Ósjálfráða barn á rétt á forsjá beggja foreldra sinna, sem eru í hjúskap, sbr. þó 1. mgr. 32. gr., eða búa saman, sbr. 3. mgr. 2. gr.
    Nú eru foreldrar barns hvorki í hjúskap né búa saman við fæðingu barns og fer móðir þá ein með forsjá þess, sbr. þó 1. mgr. 33. gr.
    Taki ógift foreldri, sem fer með forsjá barns síns, upp sambúð eða gangi í hjúskap er forsjá barns einnig hjá stjúpforeldri eða sambúðarforeldri.

C. Forsjá við andlát forsjárforeldris.


31. gr.

    Nú fara foreldrar sameiginlega með forsjá barns og annað þeirra andast og fer þá eftirlif andi foreldri eitt með forsjána, ásamt maka sínum eða sambúðaraðila, ef því er að skipta. Fela má maka eða sambúðaraðila hins látna foreldris, sem einnig hefur farið með forsjá barnsins, forsjá þess að kröfu hans, ef það er talið barninu fyrir bestu.
    Nú hefur annað foreldri farið með forsjá barns og fer þá stjúpforeldri eða sambúðarfor eldri, sem einnig hefur farið með forsjána, áfram með forsjá eftir andlát forsjárforeldris. Fela má hinu foreldrinu forsjá barnsins að kröfu þess foreldris, ef það er talið barninu fyrir bestu.
    Við andlát foreldris, sem farið hefur eitt með forsjá barns, hverfur forsjá þess til hins for eldrisins. Fela má öðrum forsjá barnsins, komi fram ósk um það og sé það álitið barninu fyrir bestu.
    Um mál skv. 1.–3. mgr. fer eftir því sem kveðið er á um í 33., 34. og 36. gr.
    Verði barn forsjárlaust vegna andláts forsjárforeldra hverfur forsjá þess til barnaverndar nefndar samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga.

D. Forsjá við skilnað eða samvistaslit foreldra.


32. gr.

    Nú slíta giftir foreldrar samvistir án þess að hjúskap ljúki og geta þeir þá ákveðið að annað þeirra fari með forsjá barns. Ákvæði 33. gr. 4. mgr. á við um samninga samkvæmt þessari málsgrein.
    Forsjá barns skal ávallt skipa við skilnað foreldra að borði og sæng og við lögskilnað, svo og við slit óvígðrar sambúðar foreldra, sbr. 2. gr. 3. mgr. og 29. gr. 6. mgr. Skipan forsjár við skilnað að borði og sæng skal gilda óbreytt við lögskilnað, sbr. þó ákvæði 35. gr. 1. mgr.
    Foreldrar geta samið svo um að forsjá barns þeirra verði hjá þeim báðum (sameiginleg for sjá) eftir skilnað eða sambúðarslit, eða í höndum annars hvors. Ákvæði 33. gr. 4. mgr. á við um samninga samkvæmt þessari málsgrein.
    Ef ágreiningur rís um forsjá barns við slit hjúskapar eða við sambúðarslit giftra eða ógiftra foreldra, fer um það mál eftir því sem kveðið er á um í 34. gr.

E. Samningar foreldra um forsjá.


33. gr.

    Foreldrar, sem ekki fara sameiginlega með forsjá barns síns, geta samið um að forsjáin verði sameiginleg.
    Foreldrar geta samið um breytingu á forsjá barns, þannig að forsjá flytjist frá öðru foreldri til hins eða að samningur um sameiginlega forsjá falli niður og forsjá verði í höndum annars foreldris.
    Foreldrar geta falið þriðja manni forsjá barns síns með samningi, enda mæli barnaverndar nefnd með þeirri skipan. Ef forsjá barns er í höndum annars foreldris skal leitað umsagnar hins foreldrisins.
    Samningur um forsjá barns öðlast gildi við staðfestingu sýslumanns. Sýslumaður skal leið beina aðilum um réttaráhrif samnings. Hann getur synjað um staðfestingu samnings, ef hann er andstæður hag og þörfum barnsins.

F. Ágreiningsmál um forsjá.


34. gr.

    Þegar foreldra greinir á um forsjá barns sker dómstóll úr ágreiningsmálinu. Dómsmála ráðuneytið getur skorið úr ágreiningi um forsjá, séu aðilar sammála um að fela ráðuneytinu úrskurðarvald. Þegar skilnaðar er leitað fyrir dómi, leysir sami dómstóll úr ágreiningi um for sjá, nema aðilar séu á einu máli um að leita úrlausnar dómsmálaráðuneytisins í forsjármálinu. Þótt sýslumaður leysi úr kröfu um skilnað, er unnt að leggja ágreining um forsjá barns fyrir dómstól. Hraða skal meðferð þessara mála.
    Dómstóll eða dómsmálaráðuneytið kveða í úrlausnum sínum á um hjá hvoru foreldri forsjá barns verði, eftir því sem barni er fyrir bestu. Eigi verður mælt fyrir um sameiginlega forsjá barns, nema foreldrar séu sammála um þá skipan. Nú þykir hvorugt foreldra hæft til að fara með forsjá barns, og tekur barnaverndarnefnd þá við forsjá þess samkvæmt ákvæðum barna verndarlaga.
    Dómsmálaráðuneytið skal að jafnaði leita umsagnar barnaverndarnefndar áður en forsjár máli er ráðið til lykta. Dómari leitar umsagnar barnaverndarnefndar, ef hann telur þörf á því.
    Veita skal barni, sem náð hefur 12 ára aldri, kost á að tjá sig um forsjármál, nema telja megi, að slíkt geti haft skaðvænleg áhrif á barnið eða sé þýðingarlaust fyrir úrslit málsins. Rétt er einnig að ræða við yngra barn, eftir því sem á stendur, miðað við aldur þess og þroska. Dómstóll eða dómsmálaráðuneyti getur falið sérfróðum manni eða mönnum að kynna sér við horf barnsins og gefa skýrslu um það.
    Skipa má barni talsmann til að gæta hagsmuna þess við úrlausn forsjármáls, ef sérstök þörf er á því, og er þóknun hans greidd úr ríkissjóði.
    Nánari ákvæði um meðferð þessara mála eru í VIII. og IX. kafla laganna.

35. gr.

    Nú krefst annað foreldra þess, að samningi eða úrlausn dómstóls eða dómsmálaráðuneytis um forsjá verði breytt og leysir dómstóll þá úr málinu skv. VIII. kafla, en dómsmálaráðuneyt ið, ef aðilar eru á einu máli um þá málsmeðferð. Krafa samkvæmt þessari málsgrein verður því aðeins tekin til greina, að breyting þyki réttmæt vegna breyttra aðstæðna og með tilliti til hags og þarfa barnsins. Um kröfu foreldris til niðurfellingar samkomulags um sameiginlega forsjá, fer þó samkvæmt næstu málsgrein.
    Foreldrar, er fara sameiginlega með forsjá barns samkvæmt samningi, geta hvenær sem er krafist þess, bæði eða annað, að hann verði felldur úr gildi. Staðfestir sýslumaður þá nýtt sam komulag foreldranna, ef því er að skipta, sbr. 33. gr. 4. mgr., en ágreiningsmál fara til úrlausn ar dómstóls eða dómsmálaráðuneytisins, sbr. 34. gr. og 36. gr.
    Nú fer móðir með forsjá barns skv. 30. gr. 2. mgr. og má þá fela föður forsjá barnsins að ósk hans, enda þyki sú forsjárskipan koma barni best. Við úrlausn máls samkvæmt þessari málsgrein skal m. a. tekið tillit til tengsla barns við föður. Ákvæði 34. gr., 1. mgr., 1. og 2. málsl. eiga við um mál samkvæmt þessari málsgrein.

G. Bráðabirgðaúrlausn um forsjá.


36. gr.

    Í ágreiningsmáli út af forsjá barns getur dómstóll eða dómsmálaráðuneytið, eftir því hvar forsjármál er til meðferðar, ákveðið til bráðabirgða hvernig fara skuli um forsjá þess, eftir því sem barni er fyrir bestu. Breyta má þessari ákvörðun vegna verulega breyttra aðstæðna. Ákvörðun um skipan forsjár til bráðabirgða bindur ekki hendur úrskurðarvalds þegar ákvarða skal forsjá til frambúðar, enda verður sá aðili, sem kveður á um bráðabirgðaforsjá, ekki van hæfur til að leysa úr forsjármálinu að öðru leyti.

H. Um umgengnisrétt.


37. gr.

    Nú er forsjá barns í höndum annars foreldris, og á barnið þá rétt á umgengni við hitt for eldra sinna og gagnkvæmt. Foreldri er skylt að rækja umgengni og samneyti við barn og hlíta nánari skilmálum, er að því lúta.
    Ef foreldrar verða sammála um, hvernig skipa skuli umgengnisrétti, skal eftir því farið, nema sú skipan komi í bága við hag og þarfir barnsins að mati sýslumanns.
    Ef foreldra greinir á um umgengni úrskurðar sýslumaður, að kröfu foreldris, um inntak þess réttar og hversu honum verði beitt. Sýslumaður getur hafnað því að ákvarða inntak umgengn isréttar og getur einnig breytt eða fellt úr gildi úrskurð eða samning foreldra um umgengni, ef slík úrlausn þykir barni fyrir bestu. Ef sérstök atvik valda því að mati sýslumanns, að um gengni barns við foreldri sé andstæð hag barns og þörfum, getur hann kveðið svo á, að um gengnisréttar njóti ekki við.
    Meðan forsjármál er til meðferðar getur sýslumaður að kröfu þess foreldris, sem barn býr ekki hjá, ákveðið umgengni barns við það til bráðabirgða samkvæmt meginreglum 1. og 3. mgr., uns forsjármálinu hefur verið ráðið til lykta.
    Nú er annað foreldra barns látið eða bæði, og geta þá nánir vandamenn látins foreldris krafist þess, að sýslumaður mæli fyrir um umgengni þeirra við barn. Ræður hann máli til lykta eftir því sem barni þykir koma best.
    Leita skal umsagnar barnaverndarnefndar, þegar ástæða þykir til, svo og liðsinnis hennar eða sérstaklega tilnefnds tilsjónarmanns í sambandi við framkvæmd umgengnisréttarins. Ákvæði 34. gr. 4. mgr. á hér við að breyttu breytanda.

38. gr.

    Nú tálmar foreldri, sem hefur forsjá barns, hinu foreldrinu að njóta umgengnisréttar við barnið, er úrskurðaður hefur verið, og getur sýslumaður þá að kröfu þess skyldað þann, sem með forsjá barnsins fer, til að láta af tálmunum, að viðlögðum dagsektum að fjárhæð allt að 5.000 krónum. Dagsektir verða eigi lagðar á fyrr en að liðnum málskotsfresti þeim er greinir í 74. gr. eða fyrr en úrskurður ráðuneytisins um umgengni er genginn, ef máli hefur verið skot ið þangað. Dagsektir skal ákveða með úrskurði, en gefa skal þeim sem með forsjá barnsins fer kost á að tala máli sínu áður en hann er kveðinn upp. Dagsektir skulu ákveðnar til allt að þriggja mánaða í senn fyrir hvern dag, sem líður frá uppkvaðningu úrskurðar, þar til látið er af tálmunum. Dagsektir falla niður þegar sýslumaður telur að látið hafi verið af tálmunum. Dagsektir má innheimta með fjárnámi samkvæmt kröfu þess, sem tálmað er að njóta umgengn isréttar og renna þær í ríkissjóð. Hámarksfjárhæð dagsekta samkvæmt framansögðu skal taka breytingum í samræmi við lánskjaravísitölu, sem í gildi verður 1. júlí 1992. Öðrum lagaúrræð um verður ekki beitt til framdráttar umgengnisrétti.

I. Fyrirhugaður flutningur barns úr landi.


39. gr.

    Nú hefur forsjármáli eigi verið ráðið til lykta, og getur dómstóll eða dómsmálaráðuneytið, eftir því hvar forsjármál er til úrlausnar, lagt svo fyrir að ósk annars foreldris, að eigi megi að svo vöxnu fara með barnið úr landi. Dómstóll eða dómsmálaráðuneytið leysa úr málinu með úrskurði. Úrskurð dómara má kæra til Hæstaréttar. Kæra frestar ekki réttaráhrifum úrskurðar.
    Nú á annað foreldra umgengnisrétt við barn, og má hitt foreldra þá eigi flytjast með barnið úr landi, nema því foreldri, sem umgengnisréttinn á, sé veitt færi á að tjá sig um málið og þar á meðal bera mál undir sýslumann.

J. Foreldrar fela öðrum barn til umönnunar og uppeldis.


40. gr.

    Foreldrar geta falið öðrum barn sitt til umönnunar og uppeldis. Þeir geta þó hvenær sem er fengið barnið til sín að nýju, nema barnaverndaryfirvöld telji barninu fyrir bestu að ráðstöf un haldist. Ákvæði þetta á ekki við um ættleiðingu.

VII. KAFLI

Dómsmál vegna faðernis barna.

A. Faðerni barns sem 2.–6. gr. taka ekki til.

1. Lögsaga.

41. gr.

    Dómsmál um faðerni barns er unnt að höfða hér á landi ef:
     a.     varnaraðili er búsettur hér á landi,
     b.     dánarbú varnaraðila sætir eða hefur sætt skiptameðferð hér á landi,
     c.     móðir barns er búsett hér á landi,
     d.     barn er búsett hér á landi.
    Víkja má frá reglum þessarar greinar með samningum við erlend ríki.

2. Varnarþing.


42. gr.

    Faðernismál má höfða á heimilisvarnarþingi móður eða varnaraðila, sbr. og 2. mgr.
    Nú á móðir ekki varnarþing hér á landi, og má þá höfða mál á varnarþingi varnaraðila eða því varnarþingi, sem hann átti síðast hér á landi, ef hann er farinn af landi eða ókunnugt er, hvar hann er niður kominn, eða á varnarþingi, þar sem með bú hans er farið.
    Höfða má mál á varnarþingi barns, ef varnarþingi hér á landi skv. 1. og 2. mgr. er ekki til að dreifa, eða fyrir öðrum dómstóli hér á landi samkvæmt ákvörðun dómsmálaráðuneytis.

3. Málsaðild.


43. gr.

    Sóknaraðili faðernismáls er móðir barns eða barnið sjálft. Nú hefur móðir barns höfðað mál, og hún andast, áður en máli er lokið, og getur þá einstaklingur eða það sveitarfélag, sem við framfærslu barns hefur tekið að nokkru eða öllu, haldið áfram málinu.
    Varnaraðili máls er sá maður eða þeir menn, sem eru taldir hafa haft samfarir við barns móður á getnaðartíma barns. Nú er varnaraðili látinn, áður en mál er höfðað, og má þá höfða það á hendur búi hans.
    Ef víst má þykja eða líklegt, að fleiri hafi haft samfarir við móður á getnaðartíma barns, skal stefna þeim báðum eða öllum.

4. Málsmeðferð.


44. gr.

    Faðernismál eru rekin og dæmd í héraðsdómi.
    Mál þessi sæta almennri meðferð einkamála, nema annan veg sé mælt fyrir um í lögum.


45. gr.

    Meðan á meðferð faðernismáls stendur á barnsmóðir kröfu á liðsinni barnaverndarnefndar, eftir því sem dómari telur þörf á. Sama er um barn, ef það er sóknaraðili.
    Sóknaraðili faðernismáls skal hafa gjafsókn í héraði og fyrir Hæstarétti.

46. gr.

    Dómari fylgist með öflun sönnunargagna.
     Hann getur lagt fyrir aðila eða lögmenn þeirra að afla nánar tilgreindra gagna.
     Dómari getur enn fremur, ef nauðsynlegt þykir, aflað sjálfur sönnunargagna.
     Ákvæði laga um meðferð einkamála um útivist málsaðila eða áhrif þess að ekki er hreyft andmælum við staðhæfingum gilda ekki um mál samkvæmt þessum kafla.

47. gr.

    Aðilum máls er skylt, eftir kröfu dómara, að mæta fyrir dómi og gefa skýrslu, konunni þó ekki ef hún er sóknaraðili máls, enda skal vísa máli frá dómi, ef hún neitar að gefa skýrslu, sem henni er unnt að gefa fyrir dómi, eða neitar að leggja sig eða barnið undir blóðrannsókn eða aðra sérfræðilega rannsókn sem dómari mælir fyrir um.

48. gr.

    Dómari getur mælt fyrir um, að blóðrannsókn sé gerð á móður barns og barninu svo og varnaraðilum, og enn fremur aðrar sérfræðilegar kannanir, þar á meðal mannerfðafræðilegar rannsóknir. Eru þeir sem í hlut eiga skyldir til að hlíta blóðtöku, svo og annarri rannsókn í þágu sérfræðilegra kannana. Dómari getur kveðið svo á, að blóðrannsókn og mannerfðafræði leg rannsókn skuli fram fara á foreldrum og eftir atvikum systkinum barnsmóður og varnarað ila, svo og á öðrum börnum barnsmóður og öðrum börnum lýsts barnsföður.

49. gr.

    Dómþing í faðernismálum skulu háð fyrir luktum dyrum. Fulltrúi barnaverndarnefndar get ur sótt dómþing með barnsmóður eða barni.

50. gr.

    Dómari er ekki bundinn af kröfum þeim, sem uppi eru hafðar í faðernismáli.
     Í máli samkvæmt framanskráðum ákvæðum skal sá maður teljast faðir barns, sem sannað er, að hafi haft samfarir við móður þess á getnaðartíma þess, nema gögnum sé til að dreifa, sem geri það lítt sennilegt, að hann sé faðir barnsins.
     Nú sannast að móðir barns hefur haft samfarir við fleiri menn en einn á getnaðartíma þess, og verður varnaraðili í faðernismáli þá því aðeins dæmdur faðir þess, að verulega meiri líkur séu á, að hann sé faðir barnsins en annar eða aðrir, sem til greina hafa komið.

5. Birting dóms.


51. gr.

    Nú er dómur í faðernismáli prentaður eða birtur með öðrum hætti opinberlega, og skal þá gæta leyndar um nöfn þeirra, stöðu og heimili sem greindir eru í dóminum.

B. Mál til vefengingar á faðerni barns og ógildingar á faðernisviðurkenningu.


1. Vefenging á faðerni barns skv. 2. og 3. gr.


52. gr.


    Mál til vefengingar á faðerni barns skv. 2. og 3. gr., geta höfðað eiginmaður og sambúðar maður móður barns, móðir þess, barnið sjálft og lögráðamaður barns, sem sérstaklega er skip aður, ef því er að skipta. Enn fremur að eiginmanni eða sambúðarmanni látnum sá erfingi hans, er gengur jafnhliða eða næst barninu að erfðum.
     Mál skal höfða innan eins árs frá því að sóknaraðili fékk vitneskju um atvik, sem orðið get ur efni til þess að vefengja faðerni barns og þó eigi síðar en innan fimm ára frá fæðingu þess. Nú er eiginmaður eða sambúðarmaður látinn, en málshöfðunarfrestur þó ekki liðinn, og getur þá sá, er gengur jafnhliða eða næst barninu að erfðum eftir hinn látna, höfðað vefengingarmál ið innan 6 mánaða frá því, að hann fékk vitneskju um fæðingu barnsins og dauða eiginmanns ins eða sambúðarmannsins. Ofangreindir tímafrestir eiga ekki við, þegar barn höfðar mál.

2. Ógilding á faðernisviðurkenningu skv. 4.–6. gr.


53. gr.

    Mál til ógildingar á faðernisviðurkenningu, sbr. 4.– 6. gr., er unnt að höfða, ef fram koma nýjar upplýsingar um faðernið eða upplýsingar, sem sýna að sá sem viðurkenndi faðernið geti ekki verið faðir barnsins.
     Aðild að málssókn samkvæmt þessari grein eiga sá sem viðurkennt hefur faðerni barnsins, móðir þess og barnið sjálft.
     52. gr. 2. mgr. á við um mál samkvæmt þessari grein að breyttu breytanda.

3. Málsmeðferð.


54. gr.

    Mál skv. 52. og 53. gr. skulu rekin að hætti einkamála. Ákvæði 48. gr., 49. gr. og 51. gr. eiga við um mál þessi.
     Nú er lögð fram í vefengingarmáli skrifleg yfirlýsing, staðfest fyrir dómara frá öðrum manni en eiginmanni eða sambúðarmanni móður barnsins um, að hann sé faðir þess, og móðir in og eiginmaður eða sambúðarmaður hennar lýsa því með sama hætti, að þau telji mann þenn an föður barnsins og getur dómari þá kveðið upp dóm um, að eiginmaður eða sambúðarmaður móður barns sé eigi faðir þess, enda telji hann yfirlýsinguna studda nægjanlegum gögnum. Þessi háttur verður þó eigi á hafður, ef barn er orðið sjálfráða, nema samþykki þess til breyttr ar feðrunar komi til.
     Nú er barn sóknaraðili vefengingarmáls og á þá 45. gr. 2. mgr. við um mál.
     Ef eiginmaður eða sambúðarmaður móður barns er látinn, áður en mál skv. 52. gr. 2. mgr. er höfðað, má beina því gegn búi hans.

4. Vefenging á faðerni barns sem getið er við tæknifrjóvgun.


55. gr.

    Nú hefur maður samþykkt að tæknifrjóvgun fari fram á eiginkonu eða sambúðarkonu sinni, sbr. 3. gr., og er þá í máli skv. 52. gr. því aðeins unnt að taka til greina kröfu um vefengingu á faðerni barnsins, að ljóst sé að það sé ekki getið við tæknifrjóvgunina.

VIII. KAFLI

Dómsmál vegna ágreinings um forsjá barna.

A. Lögsaga.

56. gr.

    Dómsmál vegna ágreinings um forsjá barns er unnt að höfða hér á landi ef:
     a.     stefndi er búsettur hér á landi,
     b.     barn eða börn sem málið varðar eru búsett hér á landi,
     c.     stefnandi er íslenskur ríkisborgari og leitt er í ljós, að hann geti ekki vegna ríkisfangs síns höfðað mál í því landi sem hann býr eða þar sem stefndi eða börn búa,
     d.     báðir foreldrar eru íslenskir ríkisborgarar og stefndi lýsir sig eigi andvígan því, að mál sé höfðað hér á landi.
     Ákvæði milliríkjasamninga, sem Ísland er aðili að, skulu þó ganga framar ákvæði 1. mgr.
     Nú er krafa um forsjá þáttur í hjúskaparmáli og gilda þá þær reglur um lögsögu og varnar þing, sem greinir í hjúskaparlögum. Um forsjárþáttinn skal gæta ákvæða þessa kafla.
     Íslenskur dómstóll getur, ef alveg sérstaklega stendur á, leyst úr kröfu um forsjárskipan til bráðabirgða, ef stefndi eða barnið dvelst hér á landi.

B. Varnarþing.


57. gr.

    Mál skal höfða á heimilisvarnarþingi barns eða á heimilisvarnarþingi stefnda að öðrum kosti. Ef hvorugt þeirra á heimilisvarnarþing hér á landi má höfða mál á heimilisvarnarþingi stefnanda.
     Nú er eigi til að dreifa varnarþingi skv. 1. mgr. og skal þá höfða mál fyrir dómstóli, er dómsmálaráðuneyti kveður á um.

C. Málsmeðferð.


1. Almenn meðferð einkamála og frávik.


58. gr.

    Um rekstur máls vegna forsjár barna fer að hætti einkamála nema um frávik sé mælt í lög um.

2. Sáttaumleitun.


59. gr.

    Dómari leitar um sættir í forsjármálum.
     Dómari getur ákveðið, að sáttatilraun í stofnun um fjölskylduráðgjöf komi í stað sátta skv. 1. mgr. að nokkru eða öllu.

3. Sönnunargögn.


60. gr.

    Dómari fylgist með öflun sönnunargagna.
     Hann getur lagt fyrir aðila eða lögmenn þeirra að afla nánar tilgreindra gagna svo sem kannana sérfróðra manna um hagi foreldra og barns.
     Dómari getur enn fremur, ef nauðsynlegt þykir, aflað sjálfur sönnunargagna, þar á meðal með yfirheyrslu vitna og öflun sérfræðilegra álitsgerða. Hann getur einnig lagt fyrir aðila að gefa skýrslu í dómi samkvæmt reglum þeim, sem gilda um vitni. Dómari leysir úr því í dómi, hvort kostnaður vegna gagnaöflunar samkvæmt þessari málsgrein verði greiddur úr ríkissjóði.

61. gr.

    Dómari getur ákveðið, að öðrum málsaðila eða báðum sé óheimilt að vera viðstaddur er viðhorf barns er kannað skv. 34. gr. 4. mgr. Kynna skal aðilum hvað fram hafi komið um af stöðu barns áður en mál er flutt, nema slíkt þyki varhugavert vegna hagsmuna barnsins.

4. Um dómkröfur og málsástæður.


62. gr.

    Aðilar geta gert nýjar dómkröfur og flutt fram nýjar málsástæður og ný andmæli allt til þess að mál er flutt, enda þarf ekki að leita sátta að nýju vegna nýrra dómkrafna, nema dómari telji ástæðu til þess.
     Dómari er ekki bundinn af málsástæðum og kröfum aðila.

5. Um þinghöld.


63. gr.

    Forsjármál skulu sótt og varin og aðilar og vitni spurð fyrir luktum dyrum, nema dómari kveði öðruvísi á með samþykki málsaðila.

D. Nafnleynd o.fl.


64. gr.

    Eigi má án leyfis dómara birta almenningi á nokkurn hátt annað af því sem gerst hefur í slíkum málum en dóminn. Brot gegn ákvæði þessu varðar sektum.
     Nú er dómur í slíku máli birtur, þar á meðal að tilstuðlan dómsins, og skal þá gæta leyndar á nöfnum og upplýsingum sem bent geti til þess, hverjir séu aðilar máls eða hvert barn eða börn dómurinn varði.

IX. KAFLI

Um meðferð og úrlausn stjórnvalda á málum samkvæmt lögum þessum.

A. Lögsaga.

65. gr.

    Stjórnvöld geta leyst úr þeim málum er tengjast öðrum ríkjum í eftirfarandi tilvikum:
     a.     ef barn, sem málið varðar, er búsett hér á landi,
     b.     ef sá, sem krafa beinist gegn, er búsettur hér á landi,
     c.     hafi úrskurður eða dómur í forsjár- eða faðernismáli gengið hér á landi, má einnig leysa úr meðlagsmáli varðandi það barn, enda komi fram krafa þar að lútandi innan eins árs frá því að úrskurður eða dómur gekk.
     Ákvæði milliríkjasamninga, sem Ísland er aðili að, skulu þá ganga framar ákvæðum 1. mgr.

B. Úrskurðarumdæmi.


66. gr.

    Úrskurða skal ágreiningsmál er sæta úrlausn sýslumanns eftir lögum þessum í umdæmi þar sem barn býr.
     Sé barn ekki búsett hér á landi, skal úrskurða mál, þar sem sá er krafa beinist gegn er bú settur.
     Séu samtímis rekin samkynja mál, er varða systkin, sem ekki eru búsett í sama úrskurðar umdæmi, skal sameina málin og úr þeim leysa í því umdæmi, þar sem úrskurða átti um þá kröfu er kom fyrr fram.
     Dómsmálaráðuneytið ákvarðar úrskurðarumdæmi, ef hvorki barn né sá sem krafan beinist gegn eru búsett hér á landi, eða ef annars leikur vafi á því hvar leysa skuli úr máli samkvæmt framangreindu.

C. Leiðbeiningarskylda.


67. gr.

    Sýslumaður skal leiðbeina aðilum ágreiningsmáls um réttindi þeirra og skyldur er málið varða.

D. Sáttaumleitan.


68. gr.

    Sýslumaður leitar sátta með báðum aðilum áður en hann tekur ákvörðun í ágreiningsmáli, nema sáttaumleitan sé bersýnilega þýðingarlaus eða aðili sinni ekki ítrekuðum kvaðningum sýslumanns. Ef aðilar máls búa eða dvelja hvor í sínu umdæmi, má leita sátta þar sem hvor að ila býr eða dvelst.
     Hafi sáttaumleitan í forsjár- eða umgengnismáli farið fram í stofnun um fjölskyldu- ráðgjöf er eigi þörf sáttaumleitana sýslumanns.

E. Kröfur aðila og gagnaöflun.


69. gr.

    Aðilum máls ber að setja fram skýrar kröfur fyrir stjórnvaldi og afla þeirra gagna sem stjórnvald telur þörf á til úrlausnar máls. Enn fremur getur stjórnvald aflað gagna að eigin frumkvæði, ef þörf krefur.
     Ef úrskurðarbeiðandi sinnir eigi ítrekuðum kvaðningum eða tilmælum stjórnvalds um framlagningu gagna er stjórnvaldi heimilt að synja um úrlausn.
     Nú sinnir gagnaðili máls eigi ítrekuðum kvaðningum eða tilmælum stjórnvalds um gagna öflun og skal þá veita úrlausn á grundvelli þeirra krafna og gagna, sem fyrir liggja.

F. Réttur aðila til að kynna sér gögn máls.


70. gr.

    Aðilum máls er heimilt að kynna sér skjöl og önnur gögn sem málið varða. Réttur þessi nær ekki til vinnuskjala, sem rituð hafa verið hjá stjórnvaldi til eigin afnota í sambandi við meðferð málsins.
     Stjórnvaldi er heimilt að takmarka aðgang aðila að gögnum er veita upplýsingar um af stöðu barns, ef hagsmunir barnsins krefjast þess.

G. Réttur aðila til að tjá sig um mál.


71. gr.

    Aðilar skulu eiga þess kost að tjá sig um mál áður en ákvörðun er tekin og getur stjórnvald sett þeim ákveðinn frest til þess.

H. Form og efni úrskurða.


72. gr.

    Úrskurður stjórnvalds skal vera skriflegur. Þar skal greina úrlausnarefni, niðurstöðu og rökstuðning fyrir henni, þar á meðal lagaatriði er niðurstaða byggist á og önnur atriði er máli skipta, þar á meðal kæruheimild og þvingunarúrræði, ef því er að skipta.

I. Tilkynning um úrskurð.


73. gr.

    Úrskurð stjórnvalds skal senda aðilum máls með ábyrgðarbréfi, hann birtur af einum stefnuvotti eða kynntur með öðrum sannanlegum hætti.

J. Stjórnsýslukæra.


74. gr.

    Kæra má úrskurð sýslumanns til dómsmálaráðuneytisins innan tveggja mánaða frá dag setningu hans. Kæra frestar ekki réttaráhrifum úrskurðar, nema sýslumaður ákveði annað.

X. KAFLI

Um framkvæmd forsjárákvarðana.

75. gr.

    Þegar ákvörðun er fengin um forsjá barns, og sá sem barn dvelst hjá, neitar að afhenda það réttum forsjáraðila, getur forsjáraðili beint til héraðsdómara beiðni um, að forsjá hans verði komið á með aðfarargerð.
     Ef sá sem barn dvelst hjá neitar þrátt fyrir úrskurð héraðsdómara að afhenda barn sam kvæmt framansögðu eða að veita upplýsingar þær sem sýslumaður telur óhjákvæmilegar til framgangs gerðinni, getur sýslumaður að kröfu gerðarbeiðanda ákvarðað honum dagsektir á grundvelli 38. gr. Skulu þær renna í ríkissjóð. Fullnægja má ákvörðun um dagsektir með fjár námi. Gerðarþoli verður ekki sviptur frelsi þrátt fyrir að hann fullnægi ekki upplýsingaskyldu sinni.
     Ef til aðfarar kemur að kröfu gerðarbeiðanda skal sýslumaður boða fulltrúa barnaverndar nefndar til að vera viðstaddan, svo og talsmann barnsins ef skipaður hefur verið, sbr. 34. gr. 5. mgr. Sýslumaður getur skipað barni talsmann, ef slíkt hefur ekki verið gert áður. Að svo miklu leyti sem lögreglumenn liðsinna við aðför skulu þeir að jafnaði vera óeinkennisklæddir. Reynt skal að haga framkvæmd aðfarar svo, að sem minnst álag verði fyrir barnið.

XI. KAFLI

Gildistaka og brottfelld lagaákvæði.

76. gr.

    Lög þessi taka gildi 1. júlí 1992.
    Við gildistöku laga þessara falla úr gildi barnalög, nr. 9/1981, ásamt breytingalögum nr. 44/1985. Enn fremur ákvæði 47., 48. og 53. gr. laga nr. 60/1972, um stofnun og slit hjúskapar.
     Dómsmálaráðuneytið skal kynna almenningi helstu nýmæli laganna.
     Dómsmálaráðuneytið setur reglugerð og önnur fyrirmæli um einstök atriði, er varða fram kvæmd laganna.

77. gr.

    Nú er forsjármál til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu við gildistöku laga þessara, og skal aðilum þá gerð grein fyrir heimild þeirra til að leita úrlausnar dómstóla um málið. Setja má aðilum frest til að ákveða, hvort óskað sé, að horfið verði frá meðferð málsins í ráðuneytinu.
    Mál út af umgengnisrétti og meðlagsmál, sem til meðferðar eru í dómsmálaráðuneytinu við gildistöku laga þessara, skulu send viðkomandi sýslumanni til úrlausnar, nema mál sé komið á lokastig að mati ráðuneytis.
    Ákvæðum 2. gr. 1. mgr. 2. málsl. og 55. gr. verður ekki beitt um börn, sem fædd eru fyrir gildistöku laga þessara.
    Ákvæði 32. gr. 2. mgr. 2. málsl. á ekki við um skilnað að borði og sæng, sem veittur er fyrir gildistöku laganna.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Sifjalaganefnd samdi ofangreint frumvarp. Í henni eiga nú sæti dr. Ármann Snævarr, fyrrv. hæstaréttardómari, formaður, Baldur Möller, fyrrv. ráðuneytisstjóri, Drífa Pálsdóttir deildar stjóri og Guðrún Erlendsdóttir, forseti Hæstaréttar. Ritari nefndarinnar er Anna Guðrún Björnsdóttir deildarstjóri.
    Frumvarp að barnalögum var flutt á Alþingi 1987, sbr. Alþt. 1987–88, þskj. 292, en hlaut þá ekki afgreiðslu. Það var flutt nokkuð breytt á Alþingi 1990, sbr. Alþt. 1989–90, þskj. 942, en dagaði uppi.
    Frumvarp til barnalaga, nr. 9/1981, var fyrst flutt á Alþingi vorið 1976, sbr. Alþt. 1976, þskj. 659, og samdi sifjalaganefnd það. Barnalögum hefur aðeins verið breytt að því er varðar 29. gr. 3. mgr., sbr. lög nr. 44/1985, 1. gr.
    Á síðustu árum hafa orðið ýmsar breytingar á viðhorfum til einstakra þátta í barnalögum og reynsla fengist af ákvæðum laganna, sem þörf er á að menn færi sér í nyt. Barnalöggjöf á Norðurlöndum hefur tekið nokkrum breytingum og löggjöf er henni tengist, sem ástæða er til að gefa gaum að. Er því vissulega tímabært að stofna til endurskoðunar laganna.
    Við samningu frumvarps þess er hér liggur fyrir hafa verið höfð samráð við marga þá sem fjalla um framkvæmd barnalaga eða málefni þeim skyld.
    Eftir að sifjalaganefnd hafði lokið við frumgerð að frumvarpi til barnalaga ásamt yfirlits greinargerð voru gögn þessi send 14 aðilum til umsagnar. Velflestir þeirra hafa sent nefndinni umsagnir, og eru það þessir: Barnaverndarráð Íslands, Bernskan – Íslandsdeild OMEP-sam takanna, Dómarafélag Íslands, félagsmálaráðuneytið, Jafnréttisráð, lagadeild Háskóla Ís lands, Lögmannafélag Islands, réttarfarsnefnd, Sálfræðingafélag Íslands, Stéttarfélag ís lenskra félagsráðgjafa og Sýslumannafélag Íslands.
    Umsagnir eru í heild sinni jákvæðar um efnisreglur frumvarpsins, en allmargar athuga semdir komu fram um réttarfarsákvæði þess frá Dómarafélagi Íslands og réttarfarsnefnd, þar á meðal vegna fyrirhugaðs frumvarps til laga um meðferð einkamála sem nefndinni var ekki tiltækt þegar frumgerð var samin. Margar ábendingar um réttarfarsákvæði hafa verið teknar til greina og einnig ýmsar aðrar, ýmist með breytingum á frumvarpstexta eða með ummælum í greinargerð í tilefni ábendinga.

I.


Almennar athugasemdir um efni frumvarpsins.


    Við samningu frumvarpsins hefur verið reynt að hrófla sem minnst við skipulagi barnalaga og kaflaskiptingu. Svo sem síðar greinir er ákvæðum II. og III. kafla barnalaga skipað saman í einn kafla í frumvarpinu, II. kafla, en 4.–6. gr. og 10. og 12. gr. laganna sem eru í II. og III. kafla barnalaga eru fluttar í VII. kafla frumvarpsins um réttarfar. Þá er VII. kafli barnalaga felldur niður. Annars er ekki haggað við kaflaskiptingu laganna.
    Á nokkrum stöðum í barnalögum er vitnað til einstakra ákvæða annarra laga, einkum al mannatryggingalaga. Nokkur þeirra hafa breyst síðar og eru tilvitnanir til sérgreindra ákvæða felldar niður. Þykir fara betur á því, þar sem lög eins og almannatryggingalög breytast ört.
    Í frumvarpinu er allmikið gert að því að setja inn í kafla undirfyrirsagnir og þykir það hafa leiðsögugildi fyrir þá sem við lögin eiga að búa.
    Lög um vernd barna og ungmenna tengjast barnalögum á ýmsan hátt. Þarf að gæta þeirra, þegar einstök ákvæði barnalaga eru lögfest og svo við lagaframkvæmdina. Að sínu leyti verður svo barnaverndarlögum ekki beitt án tillits til ákvæða barnalaga. Við samningu frumvarps þessa hefur verið höfð hliðsjón af frumvarpi til laga um vernd barna og ungmenna, sem flutt var á Alþingi 1990.
    Sérstök ástæða er til að benda á, að umboð nefndarinnar hefur ekki tekið til að semja frum varp til laga um tæknifrjóvgun og þau vandamál sifjaréttareðlis sem því tengjast. Athuganir á því máli eru nú hafnar. Við endurskoðun ákvæða um feðrunarreglur og vefengingarmál þótti þó ástæða til að stíla ákvæði er þetta varðar, sbr. 3. og 55. gr.
    Sifjalaganefnd hefur ekki að svo stöddu endurskoðað ættleiðingarlög, nr. 15/1978.
    Í sambandi við barnalög er ástæða til að gefa gaum að ákvæðum hegningarlaga sem ætlað er að vernda börn og ungmenni, sbr. einkum XXI. og XXII. kafla almennra hegningarlaga. Umboð nefndarinnar nær ekki til endurskoðunar á þeim ákvæðum og hefur því ekki verið um þau fjallað.
    Þegar frumvarp til barnalaga 1981 var samið benti sifjalaganefnd á þörfina á því, að athug að yrði hvort skipa ætti sérstakan umboðsmann barna. Setti nefndin fram hugmyndir sínar um slíkan umboðsmann í fylgiskjali með frumvarpinu. Nefndin var þeirrar skoðunar að hentast væri að sérlög yrðu sett um umboðsmanninn og þyrfti að gæta þar vel tengsla við barnavernd arlög og barnalög og þau úrræði til verndar börnum er fælust í þeim lögum. Eftir að frumvarp til barnalaga var samþykkt hefur verið komið á fót embætti umboðsmanns Alþingis sem var mikil réttarbót. Á síðustu þingum hafa verið flutt frumvörp til laga um umboðsmann barna og er þar gert ráð fyrir sérlögum um það efni og eigi að þau tengist efnislega við barnalög. Sifja laganefnd er enn þá þeirrar skoðunar, að best fari á að skipa þessu máli með sérlögum. Hefur nefndin því ekki fjallað um frumvarp um þetta efni, enda þess ekki sérstaklega óskað. Eins og fram kemur í greinargerð með frumvarpi til barnalaga 1981 telur sifjalaganefnd þetta mál mik ilvægt.

II.


Helstu nýmæli frumvarpsins.


A.


Hugtökin skilgetin börn og óskilgetin.


    Í frumvarpinu er lagt til, að afnumin verði hugtökin skilgetið barn og óskilgetið í barnalög um og að í þeim lögum verði kveðið á um réttarstöðu barna samfellt og án tillits til þessara grunnhugtaka. Ákvæði um faðerni og feðrun barna og svo að sínu leyti um forsjá barna, þar sem einkum reynir á þennan mun í gildandi barnalögum eru stíluð án þess að nefnd hugtök séu lögð til grundvallar. Telur sifjalaganefnd, að þetta ætti ekki að valda vandkvæðum við lög skýringu. Þessi hugtök eru vissulega notuð í ýmsum lögum án þess að við þeim sé haggað með þessu frumvarpi, og verða þau þá skýrð í samræmi við mótaða löggjafarstefnu er að baki þeim býr og samkvæmt almennum lögskýringarviðhorfum. Með barnalögum, nr. 9/1981, var börn um sambúðarforeldra búin í reynd sama réttarstaða sem börnum giftra foreldra, enda þótt haldið væri í hina fornu tvígreiningu milli skilgetinna barna og óskilgetinna. Tillaga frum varpsins er eðlilegt framhald á þessari þróun.
    Í sambandi við breytingu þá sem að framan greinir er haganlegt að skipa ákvæðum um feðrun barna í einn kafla, II. kafla, er tekur þá bæði yfir ákvæði II. og III. kafla laga nr. 9/1981. Ákvæði 4.–6. gr. og 10. og 12. gr. barnalaga sem nánast varða réttarfar eru í VII. kafla um réttarfar.

B.


Feðrunarreglur.


    Nokkur nýmæli eru í II. kafla um faðerni barna.
     1.      Í 2. gr. 1. mgr. er það nýmæli að hin almenna, lögbundna feðrunarregla um barn giftra foreldra eigi ekki við, ef hjón voru skilin að borði og sæng, er barn var getið. Fer þá um feðrun barns samkvæmt því er segir í leiðsögureglu 4. gr. frumvarpsins.
     2.      Í 3. gr. er lagt til, að sú regla verði lögskráð, að eiginmaður eða sambúðarmaður sem samþykkt hefur skriflega og við votta, að tæknifrjóvgun fari fram á eiginkonu eða sam búðarkonu með sæði úr öðrum manni, teljist faðir barns sem þannig er getið. Hliðstætt ákvæði að sínu leyti er um vefengingu á faðerni slíks barns í 55. gr. frumvarpsins.
     3.      Um feðrun er að öðru leyti það nýmæli í 5. gr., að boðið er, að viðurkenning á faðerni fyrir sýslumanni eða presti verði bréfleg, eins og nú er áskilið um viðurkenningu endranær. Áður en til höfðunar faðernismáls kemur, fer mjög oft fram blóðrannsókn á móður barns, barni og lýstum barnsföður. Æskilegt er að sýslumaður veiti aðilum færi á blóðrannsókn, þegar lýstur barnsfaðir er ófús á að gangast við faðerni barnsins. Blóðrannsókn dregur oft úr því, að faðernismál verði höfðað og er a.m.k. heppilegur grundvöllur að mati á því hvort til slíks máls verði stofnað, en þau eru fátíð í seinni tíð.
     4.      Ákvæði 48. gr. barnalaga er flutt í 7. gr. frumvarpsins, þar sem það þykir eiga betur heima.

C.


Breytingar er varða IV. kafla barnalaga, sbr. III. kafla frumvarpsins.


    Í III. kafla um framfærslu barna eru lagðar til nokkrar breytingar sem einkum styðjast við reynslu manna af framkvæmd laganna. Um fósturbörn vísast til 9. gr. 3. mgr. Í 10. og 13. gr. er lagt til, að breytt verði ákvæðum um fresti í sambandi við kröfur um framfærslueyri. Í 11. gr. er lögð til breyting á persónunúmerum í meðlagsúrskurði. Í 13. gr. eru fyllri ákvæði en nú eru um það, hver aðild geti átt að kröfu um framlög vegna menntunar og starfsþjálfunar ung mennis allt til 20 ára aldurs. Í l8. gr. er enn fremur vísað til l6. gr. 2. mgr. um ákvörðun fram færslueyris.

D.


Breytingar er varða VI. og VII. kafla barnalaga, sbr. V. og VI. kafla frumvarpsins.


    Í 24. gr. er það nýmæli, að framlög sem úrskurðuð eru skv. 13. gr. frumvarpsins (17. gr. barnalaga) verði fjárnámskræf.
    Í 25. og 26. gr. frumvarpsins eru ákvæði um kröfur á hendur Tryggingastofnun ríkisins um ýmis framlög. Eru þar felldar niður nokkrar sérgreindar tilvitnanir til laga er breyta almanna tryggingalögum. Verða þær gagnslitlar vegna örra breytinga á lögunum. Er í stað þess lagt til, að vísað verði almennt til almannatryggingalaga án þess að sérgreina tiltekin ákvæði eða breytingalög. Þá eru nokkur atriði færð til samræmis við lagaframkvæmd. Í 26. gr. segir sér staklega, að ungmenni eigi aðgang að Tryggingastofnun ríkisins vegna úrskurðaðra framlaga samkvæmt 13. gr. frumvarpsins. Um flest þau atriði er greinir í 25. og 26. gr. frumvarpsins (29. og 30. gr. barnalaga) eru ákvæði í almannatryggingalögum, en það hefur verulegt leið sögugildi að greina í þessum ákvæðum barnalaga sem samfelldast stöðu aðila andspænis Tryggingastofnun ríkisins að því er varðar framlög sem barnalög kveða á um. Eðlilegt er, að nánari endurskoðun þessara ákvæða verði samstarfsverkefni ráðuneyta þeirra er hlut eiga að máli.
    Í frumvarpinu er lagt til að ákvæði VII. kafla barnalaga verði felld niður. Lögsöguregla 33. gr. þeirra laga er í upphafi VII. kafla frumvarpsins, en naumast er þörf á 34. gr. vegna víðtækra lögsögureglna frumvarpsins, sbr. og 12. gr. þess og 73. gr. laga um almannatryggingar.

E.


Breytingar á VIII. kafla barnalaga um forsjá barna


og umgengnisrétt, sbr. VI. kafla frumvarpsins.


    Í þessum kafla (29.–40. gr.) eru mikilvægar breytingar. Efnisskipun er nokkuð önnur en í VIII. kafla barnalaga.

1. Sameiginleg forsjá foreldra.


    Í 32. gr., er kemur í stað 38. gr. barnalaga, er lagt til, að lögfest verði ákvæði um að foreldr ar geti samið um sameiginlega forsjá vegna skilnaðar hjóna og sambúðarslita foreldra í óvígðri sambúð svo sem var samkvæmt frumvarpinu frá 1987. Þá er ógiftum foreldrum barns sem ekki búa saman, sbr. 2. gr., 3. mgr. frumvarpsins, heimilað að semja um slíka forsjá, sbr. 33. gr. l. mgr. Hún er lögmælt sem almenn forsjárskipan, ef sambúðarforeldrar búa saman, sbr. 36. gr. 1. mgr. barnalaga, og er það ákvæði endurtekið í 30. gr. 1. mgr. frumvarpsins.
    Forsjá felur í sér skv. 35. gr. barnalaga, sbr. 29. gr. frumvarpsins, rétt og skyldu foreldris til umönnunar og uppeldis barns og til að gegna lögráðum vegna barnsins, ráða persónuhögum og tíðast fjármálefnum þess auk þess sem á fleiri foreldraskyldur, þar á meðal framfærslu skyldur, reynir. Við skilnað foreldra hefur það verið grunnregla að forsjá barns skuli vera óskipt í höndum annars foreldris, en réttur og skylda til umgengni hjá hinu. Hvarvetna á Norð urlöndum nema hér á landi hefur verið lögfest heimild til að kveða á um eða semja um sameig inlega forsjá barna við skilnað og raunar sumpart ef ógiftir foreldrar eiga í hlut, þar á meðal ef þau eru ekki samvistum. Barnið dvelst þá jafnaðarlega aðallega hjá öðru foreldri, en hjá hinu á tilteknum tíma eða tímabilum. Lögráðin eru hins vegar í höndum beggja, þannig að þörf er á samþykki þeirra beggja og atbeina til allra meiri háttar ákvarðana er barnið varðar, um persónuhagi þess og fjármál. Með þessum hætti verða foreldraskyldur beggja virkari en ella væri og reynslan erlendis sýnir, að það foreldri sem barnið dvelst ekki aðallega hjá sættir sig betur við forsjárákvörðunina þegar tryggt er að það verður einnig eftirleiðis þátttakandi í lög ráðum vegna barnsins og fær að hafa barn hjá sér oft í ríkara mæli en vera mundi samkvæmt almennum umgengnisreglum.
    Við gerð samnings um sameiginlega forsjá skv. 33. gr. frumvarpsins er foreldrum skylt að taka ákvörðun um hjá hvoru þeirra barn skuli eiga lögheimili og þar með að jafnaði hafa bú setu. Það foreldri sem barn á lögheimili hjá hefur réttarstöðu einstæðs foreldris til að taka við meðlagsgreiðslum með barni úr hendi hins foreldrisins eða Tryggingastofnunar ríkisins, mæðra- eða feðralaunum og barnabótum og öðrum greiðslum frá hinu opinbera ef því er að skipta. Foreldrar geta síðan samið sín á milli um skiptingu greiðslna þessara ef svo býður við að horfa, enda er samkomulag foreldra um öll atriði er varða forsjána forsenda sameiginlegrar forsjár. Það foreldri sem barn á lögheimili hjá hefur einnig réttarstöðu einstæðs foreldris sam kvæmt skattalögum. Enn fremur nýtur það foreldri þeirra hlunninda sem ríki og sveitarfélag bjóða einstæðum foreldrum auk þess er að framan greinir. Dvelji barn um tíma hjá því foreldri sem það á ekki lögheimili hjá getur það þó notið þessara hlunninda um stundarsakir, t.d. rétt inda til dagvistar barns. Sýslumenn skulu leiðbeina foreldrum rækilega um skilyrði sameigin legrar forsjár og réttaráhrif er henni fylgja áður en þeir staðfesta samning foreldra þar að lút andi og enn fremur mun dómsmálaráðuneytið gefa út leiðbeiningar um sameiginlega forsjá.
    Tölfræðigögn sýna, að mjög margir foreldrar á Norðurlöndum kjósa þetta forsjárúrræði. Nefndarmenn hafa kynnt sér ýmis atriði, er varða framkvæmd þessarar forsjárskipunar á Norðurlöndum. Er almennt talið, að hún hafi gefist vel og ekki sýnast hafa verið vandkvæði á framkvæmd hennar, þar á meðal um skiptingu framfærslu, barnalífeyri, skattastöðu foreldra og um félagslega þjónustu o.fl. Í þessum löndum er talið, að minni andstöðu gæti nú í þjóðfé lagsumræðu gegn þessu úrræði en var þegar það var lögfest, sbr. t.d. í Danmörku.
    Þessari forsjárskipan verður ekki á komið samkvæmt frumvarpinu, nema með samþykki foreldra, sbr. 32. gr. 3. mgr. og 33. gr. 1. mgr., og er áskilin staðfesting sýslumanns, sbr. 33. gr. 4. mgr., sem leiðbeina skal um réttaráhrif samnings. Annað foreldra getur krafist þess, að hún verði niður felld, sbr. 35. gr. 2. mgr., og því fremur bæði. Hér er fyrir að fara nýju úrræði sem foreldrar eiga völ á er þau ráða forsjármáli til lykta með samningi. Benda má á, að foreldr ar geta breytt fyrri ákvörðun um forsjárskipun og m.a. samið svo um, að sameiginlega forsjá skuli taka upp.
    Foreldrar sem ekki hafa farið sameiginlega með forsjá barns geta samið um sameiginlega forsjá barns þeirra, sbr. 33. gr.1. mgr. Hér er átt við ógifta foreldra sem ekki búa saman. Enn fremur gifta foreldra eða sambúðarforeldra sem skilin eru eða slitið hafa samvistir, þegar ann að þeirra hefur haft óskipta forsjá barns um hríð.
    Í ágreiningsmáli út af forsjá barns er dómstóli eða dómsmálaráðuneyti ekki heimilt að mæla fyrir um sameiginlega forsjá nema foreldrar samþykki, sbr. 34. gr. 2. mgr.
    Enginn umsagnaraðili hefur mælt gegn því að sameiginleg forsjá verði lögmælt með þeim hætti er í frumvarpinu segir. Flestir þeirra lýsa beinlínis fylgi sínu við slíkar hugmyndir eða fagna þeim.

2. Úrlausn um ágreining vegna forsjár barna.


Tvíþætt úrlausnarkerfi.


    Í VI. kafla frumvarpsins um forsjá, er lagt til, að dómsmálaráðuneyti leysi aðeins úr ágrein ingi foreldra um forsjá barns, þegar foreldrar eru sammála um að leita úrlausnar ráðuneytisins, sbr. 34. gr. 1. mgr. Endranær leysir dómstóll úr máli. Hliðstæð regla um skilin milli dómstóls og ráðuneytis er um úrlausn um breytingu á forsjá, sbr. 35. gr.1. mgr. Dómstóll eða ráðuneyti geta kveðið á um forsjá til bráðabirgða, sbr. 36. gr., eftir því hvar forsjármálið er til meðferð ar.
    Samkvæmt 38. gr. barnalaga geta foreldrar hvort heldur sem er leitað úrlausnar dómstóls eða dómsmálaráðuneytis í forsjármáli. Í framkvæmd hefur það hins vegar verið mjög fátítt, að foreldrar hafi leitað úrlausnar dómstóls um ágreining um forsjá. Sifjalaganefnd telur rétt að beina forsjármálum í ríkari mæli en nú er til dómstóla og að ráðuneytið taki forsjármál ekki til úrlausnar, nema fram komi ósk foreldra þar að lútandi. Er þessi tilhögun svipuð því sem tíðkast í Noregi, en víðast hvar lúta þessi mál alfarið úrlausnarvaldi dómstóla. Ekki þykir rétt að svo stöddu að leggja það til. Þykir rétt að foreldrar eigi þess kost að leita úrlausnar dóms málaráðuneytis, enda löng hefð fyrir þeirri málsmeðferð hér á landi og ráðuneytið býr að mik illi reynslu í meðferð þessara mála. Gert er ráð fyrir, að foreldrum verði leiðbeint ítarlega um þessa tvo valkosti.
    Í 34. gr. 3. mgr. er mælt fyrir um umsagnir barnaverndarnefnda vegna forsjármála. Að sér fræðilegum álitsgerðum í dómsmálum er vikið í 60. gr. 2. og 3. mgr. og 69. gr. á við um öflun gagna í máli, sem dómsmálaráðuneytið hefur til úrlausnar.
    Í 34. gr. 4. mgr. er lagt til, að lögskráðar verði reglur um að veita skuli barni sem náð hefur 12 ára aldri kost á að tjá sig um forsjármál. Rétt er einnig að ræða við yngra barn, miðað víð aldur þess og þroska. Hægt er að fela sérfróðum manni eða mönnum að kynna sér viðhorf barns. Lögð er áhersla á, að aðgát skuli höfð þegar viðhorf barns er kannað og nærgætni við barn sitji þar í fyrirrúmi. Benda ber í þessu sambandi á hinn nýja samning Sameinuðu þjóð anna um réttindi barna.
    Í 34. gr. 5. mgr. er ákvæði um heimild til að skipa barni talsmann vegna úrlausnar forsjár máls á kostnað hins opinbera, og er hér um nýmæli í barnalögum að ræða.
    Í 34. gr. kveður mikið að nýmælum svo sem reifað hefur verið. Í þeirri grein er fjallað um frumúrlausnir um skipan forsjár og tengist 36. gr. um bráðabirgðaúrlausnir um forsjá því ákvæði, sbr. 38. gr. 2. mgr. barnalaga. Dómstóll eða ráðuneyti geta beitt því úrræði eftir því hvor aðilinn fer með úrlausn máls. Það er dómsmálaráðuneytið en ekki sýslumenn sem fjallar um forsjármálin. Stjórn Dómarafélags Íslands er eini umsagnaraðilinn, er gerir athugasemd við þá skipan frumvarpsins, en stjórnin telur eðlilegra að sýslumönnum verði falin stjórnsýslu meðferð forsjármála en ráðuneytinu og vísar m.a. til meginsjónarmiða laga nr. 92/1989.
    Í 35. gr. 1. mgr. er kveðið á um breytingu á samningi um forsjá barns eða á úrlausn dóm stóls eða ráðuneytis um forsjána. Um skilin milli ráðuneytis og dómstóls er hér sambærileg regla og í 34. gr.
    Í 35. gr. 2. mgr. er ákvæði um niðurfellingu á samkomulagi foreldra um sameiginlega forsjá barns, sbr. hér áður. Getur hvort þeirra um sig eða þau bæði krafist þessa. Sýslumaður fjallar um þetta mál ef samkomulag er milli foreldra um skipan forsjár en dómstóll eða dómsmála ráðuneytið leysa úr máli ef ágreiningur er milli foreldra, sbr. 33. gr. og 34. gr.
    Í 35. gr. 3. mgr. er ákvæði sem tengist hinni lögbundnu forsjárreglu 30. gr. 2. mgr. Í síðar nefndu greininni er mælt svo fyrir, að forsjá barns sé í höndum móður þegar foreldrar eru ógiftir og búa ekki saman við fæðingu barns. Heimilar 35. gr. 3. mgr. að föður sé falin forsjá barns að ósk hans, enda þyki sú skipan koma barni best, sbr. hér 37. gr. 4. mgr. barnalaga.
    Við allar úrlausnir samkvæmt ákvæðum frumvarpsins ber úrlausnaraðila að leggja til grundvallar hvað barni sé fyrir bestu.
    Í framangreindum ákvæðum felst, að úrlausnarkerfið út af ágreiningi um forsjá er tvíþætt, ýmist dómstóll eða ráðuneyti geta leyst úr málum. Eins og áður greinir svipar þessari tilhögun mjög til skipulags þessara mála í Noregi, en sú skipan þykir hafa gefist vel. Enginn umsagnar aðili hefur gert athugasemdir við þetta tvíþætta úrlausnarkerfi.
    Samkvæmt frumvarpinu leysir dómstóll ekki úr ágreiningi út af umgengnisrétti foreldra við barn. Við þau þarf oft á skjótum úrlausnum að halda og við eitt og sama málið getur vaknað ágreiningur hvað eftir annað. Dómstólaleiðin hentar ekki vel þegar svona stendur á. Umsagn araðilar gera ekki athugasemdir við þá skipan í frv.

3. Umgengnisréttur.


    Í ákvæðum 37. og 38. gr. frumvarpsins um umgengnisrétt felast ýmsar breytingar. Megin breytingin er sú, að lagt er til í 37. gr., að úrlausn um ágreining foreldra út af umgengnisrétti sé hjá sýslumönnum (orðalagið er miðað við aðstæður frá og með 1. júlí 1992). Aðilar geta skotið úrlausn sýslumanns til dómsmálaráðuneytis, sbr. 74. gr. frumvarpsins og leysir ráðu neytið þá úr máli til fullnaðar. Samkvæmt 40. gr. barnalaga leysir ráðuneytið hins vegar úr málum út af umgengnisrétti og sýslumenn fjalla ekki um það. Rök þykja standa til þess að fela sýslumönnum í héraði úrlausn þessara mála í fyrstu atrennu. Foreldrar eiga oft greiðari að gang að sýslumanni en ráðuneyti a.m.k. þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðis. Sýslumennirnir eru oft kunnugir högum aðila eða hafa eftir atvikum tök á að kynna sér hagi þeirra af eigin raun. Réttaröryggi er aukið með því að tvö stjórnsýslustig geta fjallað um málið. Ætla má, að úrlausnir ráðuneytis muni horfa til þess að skapa samræmda framkvæmd um umgengnisrétt inn. Umsagnaraðilar hafa ekki hreyft athugasemdum við ákvæðum 37. gr.
    Í 29. gr. 2. mgr. 3. málsl. er lagt til, að lögfest verði almennt ákvæði um skyldu foreldris sem fer eitt með forsjá barns til að stuðla að því, að hitt njóti umgengni við barnið, nema slíkt sé andstætt hag og þörfum barns að mati rétts stjórnvalds. Meginregla þessa ákvæðis tekur einnig til sameiginlegrar forsjár sem um hefur verið samið.
    Almenna ákvæðið í 40. gr. 1. mgr. barnalaga um umgengnisrétt og skyldu foreldra til að rækja hann er óbreytt í 37. gr. 1. mgr. frv.
    Í 2. mgr. 37. gr. er byggt á þeirri frumreglu, að foreldrar semji um umgengnisréttinn. Sýslu maður kannar, ef mál er lagt fyrir hann, hvort samkomulag foreldra sé andstætt hag og þörfum barnsins. Þegar sýslumaður leysir úr ágreiningi út af umgengnisrétti á hann ýmissa kosta völ skv. 3. mgr., en hún tekur einnig til breytinga og niðurfellingar á úrskurði eða samningi. Unnt er m.a. að kveða svo á, að umgengnisréttar njóti ekki við, ef telja verður umgengni barns við foreldri andstæða hag barns og þörfum, en slíkt er undantekningarregla. Sýslumaður getur einnig hafnað að fastsetja umgengni.
    Svo sem áður greinir hefur sifjalaganefnd að athuguðu máli gert tillögu um, að dómstólar fjalli ekki um þessi mál. Hins vegar er ljóst, að dómstólar eiga úrlausn, um hvort stjórnvöld hafi beitt réttum aðferðum við meðferð mála, þ.e. hvort lögmætar forsendur séu fyrir úrlausn, sbr. 60. gr. stjórnarskrárinnar.
    Við úrlausn um umgengnisrétt ber stjórnvöldum að gæta ákvæða í IX. kafla frumvarpsins, þar á meðal að veita aðilum kost á að kynna sér gögn málsins og tjá sig um málið. Veita skal barni færi á að tjá sig, sbr. 34. gr. 4. mgr. frumvarpsins.
    Í 38. gr. eru fyrirmæli um úrræði til framkvæmdar ákvörðunar um umgengnisrétt, ef for sjáraðili tálmar hinu að njóta umgengnisréttarins. Einu úrræðin eru þá eins og í gildandi lögum að leggja á dagsektir. Eru ákvæðin að mun fyllri um það efni en þau sem nú eru í 40. gr. barna laga. Ekki verður beitt aðför í þessu sambandi eins og er við framkvæmd ákvörðunar um for sjá, sbr. 75. gr.

4. Aðrar reglur er tengjast forsjá.


    Í 39. gr. er ákvæði um fyrirhugaðan flutning barns úr landi. Nokkrar breytingar eru þar á 41. gr. barnalaga. Mál skv. 1. mgr. getur ýmist komið til úrlausnar dómstóls eða dómsmála ráðuneytis samkvæmt meginreglunni í 34. gr. Er úrskurður héraðsdóms kæranlegur til Hæsta réttar.
    Samkvæmt 2. mgr. skal aðili sem á rétt á umgengni við barn eiga kost á að bera mál undir sýslumann, ef ætlunin er að flytja það úr landi. Úrlausn sýslumanns má kæra til dómsmála ráðuneytis skv. 74. gr. frumvarpsins.
    40. gr. er sama efnis og 42. gr. 1. mgr. barnalaga, en 2. og 3. mgr. hennar eru ekki í frv. Þykja þau eiga heima í lögum um vernd barna og ungbarna að breyttu breytanda.

F.


Stjórnvaldsúrlausnir samkvæmt frumvarpinu.


    Í frumvarpinu er víða gert ráð fyrir, að stjórnvöldum, þ.e. sýslumönnum og dómsmálaráðu neyti, sé falin úrlausn mála eða að atbeina þeirra njóti ella við. Minna má á 5. gr. þar sem við urkenning á faðerni barns getur farið fram fyrir sýslumanni, sbr. einnig staðfestingu sam komulags foreldra fyrir sýslumanni, sbr. 17. og 18., 24. gr. 2. mgr., 33. gr. 4. mgr., 35. gr. 2. mgr. og 37. gr. 2. mgr. Um úrskurði sýslumanns um ágreiningsefni skv. 37. og 38. gr. frum varpsins vísast til greinargerðar hér að framan. Um úrlausnir um réttarágreining vegna fram færslueyris vísast til III. kafla frumvarpsins.
    Í frumvarpinu er enn fremur kveðið á um verkefni dómsmálaráðuneytis í einstökum sam böndum. Hlutur ráðuneytisins breytist samkvæmt frumvarpinu bæði vegna þess að gert er ráð fyrir, að dómstólar fjalli í auknum mæli um ágreining foreldra út af forsjá barna, sbr. 34., 35. og 36. gr. frumvarpsins og svo sakir þess að ráðuneytið verður oft málskotsstig, en fjallar ekki um frumúrlausn máls, sbr. III. kafla frumvarpsins, 33., 37. og 38. gr., sbr. almenna ákvæðið í 74. gr. Um ýmsar ákvarðanir ráðuneytisins eru m.a ákvæði í 42., 57. og 76. gr. Dómsmála ráðuneytið leysir úr ágreiningi foreldra vegna forsjármála, ef dómstóll á ekki úrlausn þess, og ráðuneytið er þá eina stjórnvaldið sem um það fjallar, þ.e. málið er ekki í höndum sýslumanns að því er frumúrlausn varðar, sbr. hér 34., 35., 36. og 39 gr. 1. mgr.
    Í IX. kafla eru ákvæði um úrlausn og meðferð stjórnvalda á þeim málum, sem til þeirra kasta koma samkvæmt frumvarpinu. Þau eiga flest jafnt við um sýslumenn sem dómsmála ráðuneytið.

G.


Umsagnir og annar atbeini barnaverndarnefnda


samkvæmt frumvarpinu.


    Í frumvarpinu eru nokkur ákvæði um atbeina barnaverndarnefnda að málum er frumvarpið tekur til. Í 33. gr. 3. mgr. eru áskilin meðmæli barnaverndarnefndar vegna ákvörðunar um for sjá. Samkvæmt 34. gr. 3. mgr. skal dómsmálaráðuneytið að jafnaði leita umsagnar barna verndarnefndar áður en ágreiningi út af forsjá er ráðið til lykta. Dómari leitar umsagnar, ef hann telur þörf á því. Í 37. gr. lokamálsgrein er kveðið svo á, að leita skuli umsagnar barna verndarnefndar, ef ástæða þyki til þess vegna úrlausnar um umgengnisrétt. Sbr. og 40., 45. og 49. gr., svo og um liðsinni barnaverndarnefndar skv. 37. gr. við framkvæmd umgengnisréttar. Enn fremur er mælt svo fyrir í 75. gr., að boða skuli fulltrúa barnaverndarnefndar til að vera viðstaddan, ef til aðfarar kemur vegna framkvæmdar forsjárákvörðunar.
    Mikilvægt er, að við njóti liðsinnis barnaverndarnefnda við framkvæmd ýmissa mála sam kvæmt barnalögum. Miklu varðar að barnaverndarnefndir láti uppi umsagnir um þau mál er að framan greinir. Nefndirnar hafa oft fjallað um þessi mál, áður en þau koma til umfjöllunar og úrskurðar samkvæmt barnalögum og þær þekkja þá til aðila og málefnisins. Þær hafa og oft og einatt mikla reynslu af meðferð þessara mála almennt. Reynslan hefur sýnt, að oft er mikið gagn að þessum umsögnum einkum hjá þeim nefndum sem hafa sérmenntuðu starfsfólki á að skipa. Bent skal á, að í frumvarpi til laga um vernd barna og ungmenna sem flutt hefur verið á Alþingi er gert ráð fyrir að fækka barnaverndarnefndum og tryggja þeim jafnframt sér menntað starfslið í ríkara mæli en nú er.

H.


Réttarfarsákvæði.


    Þeim er skipað í VII. kafla A, B og í VIII. kafla frumvarpsins. Dómsmálin eru þrenns kon ar:
     1.      Feðrunarmál, sbr. VII. kafla, A (41.–5l. gr.).
     2.      Vefengingar- og ógildingarmál, sbr. VII. kafla, B (52.–55. gr.).
     3.      Forsjármál, sbr. VIII. kafla (56.–64. gr.).

1. Feðrunarmál.


    Sú breyting er gerð, að 12. gr. barnalaga er skipað í þennan réttarfarsþátt, sbr. 50. gr., og lögsögureglur 33. gr. barnalaga eru fluttar þangað, sbr. 41. gr. Samkvæmt 44. gr. frumvarps ins verða feðrunarmál rekin og dæmd í héraðsdómi og sæta almennri meðferð einkamála, sem verður þó afbrigðileg að nokkru vegna eðlis þessara mála. Í samræmi við umsagnir Dómarafé lags Íslands og réttarfarsnefndar hefur verið leitast við að fækka frávikum og sérákvæðum og láta sitja við almenn ákvæði einkamálaréttarfars í ríkum mæli. Felur þetta í sér umtalsverða einföldum ákvæðanna. Feðrunarmál eru fágæt hin síðustu ár, eins og áður greinir.

2. Vefengingar- og ógildingarmál.


    Vefengingarmál horfa að því að hnekkja faðerni barns sem brýn lagaákvæði mæla fyrir um. Ógildingarmál merkir mál, þar sem stefnt er að því að fella úr gildi faðernisviðurkenningu skv. 4.–6. gr. frumvarpsins.
    Ákvæðunum í 4.–6. og 10. gr. barnalaga er skipað í þennan réttarfarsþátt, þar sem þau þykja eiga betur heima en í II. kafla frumvarpsins. Ákvæði 4. gr. barnalaga um vefengingu er víðtækari í frv., sbr. 52. gr., þar sem sambúðarmaður móður getur samkvæmt því vefengt fað erni barns. Nýmæli eru í 54. gr. 2. mgr. og 55. gr. frumvarpsins. Í fyrri greininni er vikið að þeirri aðstöðu, þegar eiginmaður eða sambúðarmaður móður barns er talinn faðir þess sam kvæmt feðrunarreglum 2. og 3. gr. frv., en þriðji maður telur sig vera föður þess og móðirin og eiginmaður hennar eða sambúðarmaður eru á einu máli um, að svo sé. Aðstæður á getnað artíma barns kunna að draga mjög úr líkum á því eða jafnvel girða fyrir, að eiginmaður eða sambúðarmaður sé faðir barnsins, sbr. t.d. fjarvistir, svo og úrslit blóðrannsóknar. Ákvæði 54. gr. 2. mgr. heimilar að meðferð vefengingarmáls verði óbrotin, ef yfirlýsingar koma fram í dómþingi frá nefndum aðilum, staðfestar fyrir dómara, og studdar viðhlítandi gögnum. Óráð legt þykir að hverfa frá þeirri tilhögun, að dómari fjalli um slík mál.
    Í 3. gr. frumvarpsins er svo fyrir mælt, svo sem áður greinir, að eiginmaður eða sambúðar maður, sem samþykkt hefur tæknifrjóvgun á konu sinni með sæði úr öðrum manni verði talinn faðir barnsins. Í 55. gr. segir að dómkrafa eiginmanns eða sambúðarmanns, sem samþykkt hefur slíka tæknifrjóvgun, um að barnið verði ekki talið barn hans verði því aðeins tekin til greina, að ljóst sé, að barn sé ekki getið við tæknifrjóvgunina. Sönnunarbyrði er hér lögð á eiginmann eða sambúðarmann, og er krafist ótvíræðra sönnunargagna, sbr. orðalagið „ljóst sé“.

3. Forsjármál.


    Þessi kafli er nýr í barnalögum og stafar af ákvæðum VI. kafla, sem ætlað er að beina for sjármálum í ríkari mæli til dómstóla en nú er. Semjendur frumvarpsins hafa leitað ráða reyndra dómara og reynt að færa sér í nyt löggjöf annarra norrænna ríkja um réttarfar í þessum málum.
    Ekki leikur á tveim tungum, að dómsmál vegna forsjár barns sæta um margt almennri með ferð einkamála. Vegna séreðlis þessara mála hljóta þó frávik frá almennum reglum einkamála réttarfars að verða nokkur og málin því svokölluð „indispositiv“ mál. Hér er mikið í húfi fyrir barn, foreldra þess og þjóðfélagið, að sú lausn verði valin sem gagnar hag og velferð barnsins. Hlutverk dómara er að finna þá lausn máls sem barni er fyrir bestu. Til þess að svo megi verða er ljóst, að dómari má ekki vera til hlítar bundinn af málatilbúnaði aðila, kröfugerð, máls ástæðum, gagnaöflun, andmælum eða sammælum. Horfir hér gagngert annan veg við en um almenn einkamál, t.d. um fjármálaskipti. Ljóst má þó vera, að dómari mundi einungis í undan tekningartilvikum víkja frá þeirri meginreglu einkamálaréttarfars, að aðilar hafi frjálsar hend ur til samninga um forsjá barns síns, þ.e. þegar sú niðurstaða er að mati dómara andstæð hag og velferð barnsins. Er hér einnig rétt að vísa til 33. gr. 4. mgr. frumvarpsins. Í málum þessum verður að vanda allan grundvöll að úrlausn máls og dómari þarf að hafa meira svigrúm til að velja úrkosti en títt er í almennum einkamálum. Ákvæði frumvarpsins eru reist á virðingu á þessum atriðum öllum og ýmsu öðru er hér reynir á. Hafa ber ávallt í huga þá efnisreglu að velja ber þá lausn sem barni er fyrir bestu og verður þá að laga réttarfarsreglur að þeirri miklu meginreglu.
    Varðandi öflun sönnunargagna í forsjármálum fyrir dómi þykir rétt að leggja áherslu á, að dómari fylgist með öflun þeirra og gæti þess að þeirra gagna verði aflað er hann telur henta best í hverju máli. Hér á dómari þriggja kosta völ, hann getur lagt fyrir aðila eða lögmenn þeirra að afla skýrslna sérfróðra manna um hagi foreldra og barns, og fer þar um samkvæmt ákvæðum réttarfarslaga um dómkvadda matsmenn. Eru hér einkum hafðir í huga sálfræðingar eða eftir atvikum félagsráðgjafar. Ef aðilar eru mótfallnir dómkvaðningu sérfræðinga með þessum hætti getur dómari hvort heldur kallað eftir sérfræðilegri álitsgerð fagmanns, og leysir þá úr því í dómi hvort kostnaður vegna hennar verði greiddur úr ríkissjóði, eða leitað umsagn ar barnaverndarnefndar.
    Semjendur frumvarpsins telja eðlilegt, að ákvæði þessa kafla verði endurskoðuð að fáum árum liðnum í ljósi reynslu sem væntanlega fæst af þeim.

I.


Ákvæði IX. kafla um stjórnvaldsúrlausnir.


    Í þessum kafla frumvarpsins (65.–74. gr.) eru ákvæði um meðferð og úrlausnir stjórnvalda á málum þeim, sem í þeirra hlut koma samkvæmt frumvarpinu. Þessar reglur eru nýmæli að því er varðar lögskráðar reglur. Flestar þeirra hafa mótast í stjórnsýslunni og er nú fylgt í reynd við meðferð mála samkvæmt barnalögum í dómsmálaráðuneytinu. Lögskráning þeirra horfir til festu og öryggis í stjórnsýslu. Við mótun þessara ákvæða hefur verið höfð hliðsjón af lagaframkvæmd að undanförnu, norrænum stjórnsýslulögum, frumvörpum til slíkra laga sem flutt hafa verið á Alþingi og álitsgerðum umboðsmanns Alþingis, sem eru merkar heimild ir í þessu efni.
    Ákvæði IX. kafla varða m.a. lögsögu, leiðbeiningarskyldu, sættir, kröfur og gagnaöflun, rétt aðila til að kynna sér gögn máls og til að tjá sig um mál, svo og form og efni úrskurða. Þá er almennt ákvæði um stjórnsýslukæru í 74. gr. Eru úrlausnir sýslumanns kæranlegar sam kvæmt því ákvæði til dómsmálaráðuneytisins. Vegna þessa almenna ákvæðis er ekki þörf á að greina kæruheimild í hverri einstakri grein er víkur að úrlausn sýslumanna í frumvarpinu. Kærufrestur er tveir mánuðir og frestar kæra almennt ekki réttaráhrifum úrskurðar.

J.


Framkvæmd forsjárákvarðana.


    Í X. kafla, 75. gr. er ákvæði um þetta efni. Er það nýmæli. Kosta þarf kapps um að fram kvæmd þessara ákvarðana geti farið fram án átaka milli foreldra. Skipta leiðbeiningar- og sáttastarfsemi og liðsinni barnaverndarnefnda þar m.a. miklu máli. Í greininni er mælt fyrir um tvenns konar þvingunarúrræði, annars vegar dagsektir og hins vegar aðför. Ef til aðfarar kemur er mælt fyrir um það, að boða skuli fulltrúa barnaverndarnefndar til að vera viðstaddan. Barni má skipa talsmann, ef þörf krefur. Þá segir í ákvæðinu, að lögreglumenn sem liðsinna við aðför skuli að jafnaði vera óeinkennisklæddir.

III.


Nokkur grundvallaratriði.


A.


Hagur barns og þarfir og það sem barni er fyrir bestu.


    Með ofangreindu orðalagi er lýst undirstöðusjónarmiðum barnalaga og framkvæmdar þeirra. Við allar úrlausnir stjórnvalda og dómstóla á að hafa það sjónarmið að leiðarljósi hvað barni sé fyrir bestu. Þótt þetta sé ekki greint í lagaákvæði haggar það ekki því, að þessi grunn sjónarmið ber að virða.
    Bent skal á, að orðaval í þessu efni er nokkuð breytilegt í frumvarpinu með sama hætti og í barnalögum. Ber hér efnislega að sama brunni hvert sem orðalagið er. Fer yfirlit yfir þetta hér á eftir:
     1.      Þarfir barns.
        Það er einkum notað í sambandi við fjármálefni, sbr. 9., 10. og 18. gr.
     2.      Hagur og þarfir barns.
        29. gr. 1. og 2. mgr., 33. gr. 4. mgr., 35. gr. 1. mgr. og 37. gr. 2. mgr.
     3.      Hvað barni er fyrir bestu.
        31. gr., 34. gr. 2. mgr., 35. gr. 3. mgr., 36. gr., 37. gr. 3. og 5. mgr.

B.


Réttur barnsins.


    Öll undirstaða barnalaga, nr. 9/1981, er sú, að vernda eigi og virða rétt barnsins og tekur lagatextinn mið af þessu í ríkara mæli en barnalög í grannlöndum. Foreldraskyldur og réttur barnsins eru samhverf réttaratriði og vissulega hafa foreldrar rétt, þ.e. heimild, til að fjalla um málefni barnsins, þótt skyldan sé jafnaðarlega samofin réttinum og sé þyngri á metunum. Sifjalaganefnd telur, að þetta orðalag í barnalögum skipti miklu máli til rétts skilnings á stöðu barnsins að lögum, t.d. um forsjá og umgengnisrétt, og telur mikilvægt að þessu orðalagi sé haldið.

C.


Jafnrétti.


    Í 1. gr. 2. mgr. frumvarpsins er svofellt ákvæði: „Réttarstaða barns er í hvívetna hin sama nema lög mæli annan veg.“ Þessi mikilvæga jafnstöðuregla var lögfest með barnalögum 1981. Samkvæmt þeim lögum eru börn sambúðarforeldra jafnsett börnum giftra foreldra. Í þessu frumvarpi er gengið lengra, þar sem lagt er til, að hugtökunum skilgetið barn og óskilgetið verði varpað fyrir róða og réttarstöðu barna lýst án þess að byggja á þeim grunnhugtökum.

IV.


Tölfræðilegar upplýsingar.


Nokkrar tölfræðiupplýsingar um börn og fjölskyldur.


    Tölfræðigögn veita ýmsa fræðslu um börn og fjölskyldur er gildi hefur að gaumgæfa þegar barnalög eru úr garði gerð. Til grundvallar töflum þeim, er hér fara á eftir, eru prentaðar skýrslur Hagstofu Íslands.

A. Barnsfæðingar og fjöldi óskilgetinna barna hér á landi.



Árlegur fjöldi Á 1.000 íbúa Óskilgetin börn (%) Þar af börn
sambúðarforeldra
1961–65 4.721 25,4 25,7 13,4
1966–70 4.313 21,5 29,6 11,5
1971–75 4.442 20,9 32,8 12,0
1976–80 4.290 19,2 36,8 19,5
1981 4.345 18,8 41,2 25,5
1982 4.337 18,5 44,6 28,0
1983 4.371 18,4 45,0 28,8
1984 4.113 17,2 47,1 32,1
1985 3.856 16,0 48,0 32,2
1986 3.881 16,0 50,8 41,8
1987 4.193 17,0 50,1 42,1
1988 4.673 18,7 52,0 42,9
1989 4.560 18,0 52,9 43,0

    Barnsfæðingum hefur fækkað á tímabilinu 1961–1989 úr 25,4 á 1.000 íbúa í 18,0. Hlut fallstala óskilgetinna barna hefur tvöfaldast og stigið úr 25,7 í 52,9% (55,2% 1990). Börnum sambúðarforeldra hefur stórfjölgað hlutfallslega, og eru þau nú um eða yfir 80% af heildartölu óskilgetinna barna.

B. Hundraðstala óskilgetinna barna


á Norðurlöndum 1976–1988.



Danmörk Grænland Færeyjar Finnland Noregur Svíþjóð Ísland
1976–80 28,2 60,7 28,6 11,7 12,4 36,2 36,7
1981 35,7 65,4 30,8 13,3 16,1 41,2 41,2
1982 38,3 64,5 34,7 13,6 17,6 42,0 44,6
1983 40,6 66,8 32,9 14,0 19,3 43,6 45,0
1984 41,9 67,7 34,4 15,1 21,3 44,6 47,1
1985 43,0 71,2 35,4 16,4 20,0 46,4 48,0
1986 43,9 73,2 40,0 18,0 27,9 48,4 50,8
1987 44,5 70,6 36,7 19,2 30,9 49,9 50,1
1988 44,7 72,5 41,9 33,7 50,9 52,0
1989 36,4 51,8 52,9

    Þessi tala er langhæst í Grænlandi, en síðan koma Ísland, Svíþjóð og Danmörk í þessari röð.

C. Fjöldi ættleiðinga á Íslandi.



1961–65 74 1984 39
1966–70 72 1985 91
1971–75 76 1986 85
1976–80 67 1987 37
1981 63 1988 36
1982 87 1989 54
1983 87 1990 32

    Ættleiðingum hefur fækkað hér á landi hin síðari ár. Miklu meira kveður að ættleiðingum erlendra barna en var á árum áður (1982 voru þau 43 eða helmingur ættleiddra barna, en 1983 voru þau 31, 1984 6, 1985 43, 1986 49, 1987 12, 1988 6, 1989 24), en úr þeim hefur þó dregið upp á síðkastið.

D. Börn í hjónaböndum, sem lýkur fyrir skilnað (hundraðstölur).



Miðað er við árið 1989:
Barnlaus hjón
26,9
1 barn
34,3
2 börn
28,1
3 börn
9,0
4 börn eða fleiri
1,7

    Hlutfallstala barnlausra hjónabanda hefur verið sveiflukennd. Árlegt meðaltal barna frá skilinna foreldra var 1,17 árin 1976–1980 en var 1989 1,08.

E. Framfærsla (forsjá) barna fráskilinna foreldra


(árlegar hundraðstölur).



1976–80 1985 1986 1987 1988 1989
Hjá móður 91,2 87,2 89,6 88,5 90,4 87,4
Hjá föður 8,8 12,1 10,4 11,5 9,6 12,2
Hjá öðrum 0,8 0,0 0,0 0,0 0,4

    Langtíðast er að móðir fái forsjá barns.
    Vera má, að í reynd geti verið í ýmsum tilvikum um sameiginlega forsjá að ræða samkvæmt því er foreldrar verða ásáttir um.

F. Fjöldi ósjálfráða barna og ungmenna í árslok 1989.



Börn innan 15 ára
63.446
15 ára árgangur
4.081
Alls
67.527

Sjálfráða ungmenni, en ófjárráða.



16 ára árgangur
4.436
17 ára árgangur
4.526
Alls
8.962

    Ófjárráða börn og ungmenni eru því samtals 76.489.
    Barnalög taka fyrst og fremst til ósjálfráða barna, en þau ná einnig til ungmenna allt til 18 ára aldurs, sbr. framfærslureglur, og í tilteknu sambandi til ungmenna allt til 20 ára aldurs, sbr. 17. gr. barnalaga og 13. gr. frumvarpsins.

G. Fóstureyðingar hér á landi 1971–1990.



Fjöldi alls
(þar á meðal árleg meðaltöl)
Fjöldi á 100 lifandi fæddra barna
1971–75 203 4,6
1976–80 472 11,0
1981–85 670 16,0
1986 685 17,7
1987 695 16,6
1988 673 14,4
1989 670 14,7

    Fóstureyðingum fór stórfjölgandi eftir 1975, en fer nokkuð fækkandi hin allra síðustu ár. Fóstureyðingar námu 14,7% af tölu lifandi fæddra barna árið 1989 og yrði sú tala nálega hin sama, þótt miðað væri við fæðingar í heild sinni.

V.


Samningur Sameinuðu þjóðanna frá 1989 um réttindi barna.


    Samningurinn hefur verið undirritaður af hálfu Íslands og hefur sifjalaganefnd haft hlið sjón af honum við gerð frumvarpsins. Þykir rétt að gera grein fyrir helstu ákvæðum hans, sem snerta það.
    Með 2. gr. samningsins skuldbinda aðildarríki sig til að tryggja börnum þau réttindi, sem samningurinn kveður á um án mismununar af nokkru tagi, t.d. vegna félagslegrar stöðu, ætt ernis eða annarra aðstæðna barns eða foreldra þess. Telja verður, að frumvarpið fullnægi þessu ákvæði, sbr. 1. gr. 2. mgr. Í þessu sambandi er einnig bent á, að með frumvarpinu er end anlega horfið frá hinni fornu tvígreiningu milli skilgetinna og óskilgetinna barna.
    Í 3. gr. samningsins er kveðið á um, að það sem barni er fyrir bestu skuli ávallt hafa for gang, þegar stjórnvöld gera ráðstafanir sem varða börn. Eins og að framan greinir er þetta undirstöðusjónarmið barnalaga. Í frumvarpinu er það tryggt enn frekar, sbr. 34. gr. 2. mgr., þar sem segir, að kveða skuli á um hjá hvoru foreldri forsjá barns verði, eftir því sem barni er fyrir bestu, en samkvæmt hliðstæðu ákvæði 38. gr. barnalaga skal leysa úr máli eftir sanngirni og því sem best hentar hag og þörfum barnsins.
    Samkvæmt 5. gr. samningsins skuli aðildarríki virða réttindi og skyldur foreldra til að veita barni leiðsögn og handleiðslu í samræmi við þroska þess og er skilgreining frumvarpsins á inn taki forsjár, sbr. 29. gr., í samræmi við þessa grein.
    Samkvæmt 9. gr. 1. tölul. samningsins skuli aðildarríki tryggja, að barn sé ekki skilið frá foreldrum sínum gegn vilja þeirra, nema samkvæmt ákvörðun lögbærs stjórnvalds, enda sé sú ákvörðun háð endurmati dómstóla. Ákvæðið getur náð yfir úrlausnir um deilur foreldra um forsjá. Eins og áður hefur komið fram, er í frumvarpinu mörkuð sú stefna að beina deilum for eldra um forsjá í auknum mæli til dómstóla og er það í samræmi við þetta ákvæði samningsins. Hins vegar var það álit sifjalaganefndar, að ekki væri skynsamlegt að svo stöddu að stíga skrefið til fulls og fela dómstólum alfarið úrlausnarvald í forsjármálum og því var lagt til, að dómsmálaráðuneytið hafi úrskurðarvald, ef báðir foreldrar óska eftir ráðuneytismeðferð. Ákvörðun ráðuneytis er ekki hægt að skjóta til dómstóla, nema innan marka 60. gr. stjórnar skrár og velta má fyrir sér, hvort það sé fullnægjandi samkvæmt þessu ákvæði samningsins. Hér þykir þó skipta máli, að ráðuneytið tekur forsjármál ekki til úrlausnar, nema að ósk aðil anna sjálfra. Bent skal á, að dómsmálaráðuneytið hefur lagt til að gerður verði fyrirvari við þessa grein samningsins við fullgildingu hans, enda nær hún líka til ákvarðana barnaverndaryfirvalda um sviptingu forsjár og gildir það sama um þær hvað snertir endurmat dómstóla og úrskurði ráðuneytisins.
    Í samningnum, sbr. 9. gr. 3. tölul., er ákvæði um rétt barns til að viðhalda tengslum við for eldri, sem það býr ekki hjá og eru 37.–38. gr. frumvarpsins í samræmi við þetta ákvæði.
    Í frumvarpinu er börnum tryggður séstakur réttur til að tjá sig, þegar foreldrar deila um for sjá og umgengni, sbr. 34. gr. 4. mgr. og 37. gr. 6. mgr. Þessi ákvæði eru nýmæli og í samræmi við ákvæði samnings Sameinuðu þjóðanna frá 1989, sbr. 12. gr. hans.
    Samkvæmt 18. gr. samningsins skulu aðildarríki gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að sú meginregla sé virt, að báðir foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á að ala upp barn og koma því til þroska. Samkvæmt núgildandi barnalögum er foreldrum ekki heimilt að semja um sameiginlega forsjá eftir skilnað eða samvistaslit. Telja verður að það geti stangast á við þetta ákvæði samningsins og að ákvæði frumvarpsins um sameiginlega forsjá færi íslenska löggjöf nær samningnum hvað þetta varðar.
    Ákvæði frumvarpsins um framfærsluskyldu foreldra eru í samræmi við hliðstæð ákvæði í 27. gr. samningsins.

Athugasemdir við einstaka kafla og greinar frumvarpsins.


Um I. kafla.


    Þessi kafli er ein grein, 1. gr., og afmarkar hún gildissvið laganna. Í 1. gr. frumvarpsins er sleppt 1. gr. 3. mgr. barnalaga, nr. 9/1981, en í því felst ekki efnisbreyting. Um fósturbörn er m.a. vísað til 9. og 29. gr. frumvarpsins og um stjúpbörn til 9., 29., 30. og 31. gr.
    Lög um vernd barna og ungmenna eru um margt af sömu rót runnin sem barnalög. Grunn sjónarmiðin eru hin sömu, heill barna, hagur þeirra, þarfir og vernd. Hið mikla leiðarljós um það, hvað barni er fyrir bestu er í fyrirrúmi í báðum lögunum. Er ástæða til að benda á, að við framkvæmd barnalaga er rétt að hafa hliðsjón af ákvæðum laga um vernd barna og ungmenna og gagnkvæmt.
    Sifjalaganefnd telur þörf á, að lögskrá fyllri reglur en nú eru í löggjöfinni um fósturbörn og fósturforeldra, en vegna fyrirhugaðra breytinga á barnaverndarlögum, hefur nefndin ekki að svo stöddu lagt fram tillögur þar að lútandi, enda þarf að gæta vel að tengslum barnalaga og barnaverndarlaga hvað þetta snertir.

Um II. kafla.


A.


    Í greinargerð með frumvarpi til barnalaga frá 1981 er þess getið, að semjendur frumvarps ins hefðu helst kosið að afnumin yrðu með öllu hugtökin skilgetin börn og óskilgetin í barna lögum. Ekki þótti þó gerlegt að hverfa að því ráði við þá endurskoðun. Minnt var m.a. á, að norræn barnalög hefðu yfirleitt ekki afnumið þennan mun og víða í lögum væri enn á honum byggt.
    Ýmis ákvæði barnalaga fólu þó í sér breytingu á fyrri reglum um þetta efni.
     1.      Barnalögin breyttu reglum um faðerni barna að því er tekur til barna sambúðarfólks, sbr. 8. gr. 2. og 3. mgr. Jókst þannig til mikilla muna fjöldi þeirra barna sem feðruð eru með brýnu lagaákvæði án þess að þörf sé á sérstökum feðrunaraðgerðum, faðernisviðurkenn ingu eða dómi. Hér var óvígð sambúð að þessu leyti lögð á borð við hjúskap og var lengra gengið í því efni en í nokkrum norrænum barnalögum á þessum tíma.
     2.      Ákvæði IV. kafla barnalaga um framfærslu barna fjalla samfellt um öll börn og gera ekki mun á skilgetnum börnum og óskilgetnum.
     3.      Í 1. gr. 2. mgr. barnalaga var lögfest það mikilvæga ákvæði, að réttarstaða barna væri í hvívetna hin sama nema lög kvæðu annan veg á. Í þessu fólst bæði lögskýringarregla og eins stefnumið fyrir löggjöf og lagasetningu almennt.
     4.      Í forsjárreglum VIII. kafla barnalaga er að vísu gerður munur á forsjá eftir því hvort barn er skilgetið eða óskilgetið, en börn sambúðarfólks hlíta sömu reglum og skilgetin börn. Þetta varðar þó aðeins hverjir séu forsjáraðilar, en inntak forsjár og foreldraskyldur horfa lagalega við á sama hátt um öll börn.
     5.      Feðrunarreglur eru hins vegar mismunandi eftir því hvort móðir barns er gift eða í sambúð, þegar barn fæðist, eða giftist síðar eða stofnar til sambúðar við lýstan barnsföður, eða hins vegar að hvorugu þessu sé til að dreifa, sbr. II., III. og IX. kafla, og mismuninn á barnsfaðernismáli og vefengingarmáli.

B.


    Réttarþróun hér á landi og annars staðar á Norðurlöndunum hefur æ meir færst í þá átt að draga úr mismuninum á skilgetnum börnum og óskilgetnum. Raunar má segja, að barnalögin íslensku hafi myndað þriðja flokkinn, börn sambúðarforeldra. Hin gamalgróna tvígreining er því ekki lengur fullnægjandi lagalegt greinimark. Réttarstaða barna samkvæmt barnalögum veltur ekki gagngert á því hvort barn er skilgetið eða óskilgetið heldur miklu fremur á því hvort barn sé feðrað eða ekki. Þessi hugtök gegna því takmörkuðu hlutverki svo sem nú er komið þróun á vettvangi barnaréttar. Naumast verður hjá því komist að feðrunarreglur verði aðrar um börn giftra foreldra og sambúðarforeldra en annarra foreldra. Unnt er að skrá þær reglur án þess að nota hugtökin skilgetin börn og óskilgetin. Sama er að sínu leyti um forsjárreglur.
    Hugtökin skilgetin (skírgetin) börn og óskilgetin (óskírgetin) eru forn í íslensku lagamáli. Þeim tengjast lagaviðhorf og lagareglur liðins tíma. Afnám þeirra í barnalögum áréttar þá fé lagslegu viðhorfsbreytingu sem orðin er og lögfesting reglna í barnalögum verður markvísari og meir í samræmi við nútímann ef þessum hugtökum er varpað fyrir róða. Með því er mörkuð sú lagastefna að þessi greinimunur verði einnig afnuminn í öðrum lögum.

C.


    Af þeim ástæðum er nú hafa verið greindar er hér lagt til, að hugtökin skilgetin börn og óskilgetin börn verði eigi lögð til grundvallar í ákvæðum barnalaga. Þar sem hugtök þessi eru notuð í öðrum lögum verða þau samkvæmt lögskýringarviðhorfum skýrð með sama hætti og var er viðkomandi lög voru sett, þar á meðal með hliðsjón af 2. og 7. gr. barnalaga 1981.
    Faðerni barns ákvarðast ýmist af beinum lagaákvæðum án sérstakrar yfirlýsingar föður eða á hinn veg með viðurkenningu hans eða dómi. Grundvöllur beins lagaákvæðis er ýmist samkvæmt barnalögum hjúskapur foreldra, sbr. 2. gr., eða óvígð sambúð þeirra, sbr. 8. gr. Hér er við hlutlægt greinimark að styðjast að því er varðar hjúskap og óvígða sambúð.
    Ef þessu er ekki til að dreifa skortir þá vísbendingu sem hjúskapur eða óvígð sambúð veita almennt um faðerni barnsins og verður þá að koma til feðrunaraðgerða. Barn verður þá sam kvæmt barnalögum ýmist feðrað með viðurkenningu föður, sbr. 8. gr. 1. mgr. og 9.–11. gr. eða dómi, sbr. 12. gr. og IX. kafla.
    Frumvarpið er einnig reist á þessum grunni, sbr. 2. gr. þess annars vegar, sem miðar feðr unarreglur við hjúskap eða óvígða sambúð, sbr. og 3. gr., og hins vegar 4.–6. gr. og VII. kafla A.

Um 2. gr.


    Greinin geymir feðrunarreglur um börn giftra foreldra og foreldra sem í sambúð eru. Fjall ar hún um sama efni og 2. og 8. gr. barnalaga, en felur í sér mikilvægar breytingar. Hér eru ákvæðin stíluð án þess að greinarmunur sé gerður á hugtökunum skilgetið barn og óskilgetið. Til viðbótar feðrunarreglum 2. gr. er svo ákvæði 3. gr. um barn sem getið er við tæknifrjóvgun.
    2. gr. 1. mgr. 1. málsl. er hliðstæð 2. gr. 1. mgr. og 3. gr. laganna, en 2. mgr. er sama efnis og 2. gr. 2. mgr. Er þar miðað við hjúskap foreldra sem lögmæltan grundvöll að faðerni barns.
    Í 2. gr. 1. mgr. 2. málsl. er það nýmæli, að feðrunarregla 1. málsl. á ekki við um foreldra sem skildir voru að borði og sæng á getnaðartíma barnsins. Feðrunarregla upphafsákvæðis 2. gr. byggist á löglíkum, en úr þeim líkum dregur, ef komið hefur til skilnaðar þegar barn var getið. Þegar svona hagar til verður barn feðrað samkvæmt almennum ákvæðum í 4.–6. gr. frumvarpsins. Ákvæðið er bundið við að formlegur skilnaður að borði og sæng sé fenginn og á ekki við, þótt hjón hafi slitið samvistir þegar barn var getið.
    Samkvæmt 3. mgr. er maður sem bjó með móður á þeim tíma er barn fæddist talinn faðir þess, enda hafi hún lýst hann föður barnsins. Feðrunarregla 1. mgr. á hér efnislega við, og um vefengingu á faðerni fer skv. 52. gr. Þetta er breyting frá því sem greinir í 8. gr. 2. og 3. mgr. barnalaga, en samkvæmt þeim ákvæðum jafngildir sambúðin á þessu tímamarki faðernisviður kenningu. Réttmætt þykir, að óvígð sambúð verði hér lögð á borð við hjúskap og er það í sam ræmi við réttarþróun og barni fyrir bestu. Óvígð sambúð móður síðar við mann er hún lýsir föður þess hefur sömu réttaráhrif, enda sé barnið ófeðrað.
    Um óvígða sambúð er áskilið, að hennar sé getið í þjóðskrá eða ótvíræð gögn séu að öðru leyti um, að foreldrar búi saman. Þetta greinimark 8. gr. barnalaga hefur ekki valdið vand kvæðum í framkvæmd, svo að kunnugt sé, og er endurtekið hér.
    Ekki þykir þörf á ákvæði 2. gr. 3. mgr. barnalaga um að ógilding hjúskapar raski ekki rétt arstöðu barns, enda er það nánast sjálfsögð regla.

Um 3. gr.


    Þess er getið í almennu athugasemdunum, að umboð sifjalaganefndar tók ekki til að semja frumvarp til laga um tæknifrjóvgun. Nefndin taldi þó brýna nauðsyn bera til þess nú þegar að kveða svo á í lögum, að barn sem getið er með tæknifrjóvgun á eiginkonu manns með sam þykki hans, en með sæði úr öðrum manni, hljóti réttarstöðu barns hans. Enn fremur girðir ákvæðið í 55. gr. frumvarpsins fyrir, að eiginmaðurinn geti vefengt faðerni barnsins á öðrum grundvelli en þeim, að barnið sé ekki getið við tæknifrjóvgunina. Ber hann sönnunarbyrði um þá staðhæfingu. Tillit til barns og móður og þjóðfélagssjónarmið búa að baki þessum ákvæð um. Er auðsætt, að hag barns og móður yrði stefnt í hættu, ef eiginmaður móður gæti almennt vefengt faðerni barns þegar svona hagar til. Ef tæknifrjóvgun fer fram með sæði úr eiginmann inum á 2. gr. beint við.

Um 4. gr.


    Greinin er eins konar inngangsákvæði að þeim reglum um feðrun barna sem greinir í 5. og 6. gr. og á að gegna leiðsöguhlutverki. Í fyrirsögn kemur fram, að hér er talað um börn sem 2. gr og 3. gr. taka ekki til og eru ákvæði 5. og 6. gr. einskorðuð við þau.

Um 5. gr.


    1. og 2. mgr. er sama efnis og 8. gr. 1. mgr. barnalaga, en 3. og 4. mgr. samsvara 9. gr. lag anna.
    Í 8. gr. barnalaga er greint milli faðernisviðurkenningar fyrir presti eða valdsmanni annars vegar og hins vegar yfirlýsingar um þetta efni endranær. Í síðara tilviki er áskilið, að viður kenning sé bréfleg og við votta. Hér er lagt til, að viðurkenning fyrir presti eða sýslumanni skuli vera skrifleg. Er þar notað orðalagið skriflegur í stað bréflegur í hinu tilvikinu. Stafar það af því, að byggt er á því, að faðernisyfirlýsing manns sem staðfest er fyrir presti eða sýslu manni verði færð til bókar eða varðveitt með öðrum embættisgögnum. Til greina kemur hér að áskilja, að viðurkenning fari ávallt fram fyrir opinberum starfsmanni. Hér er þó um svo per sónulegt málefni að ræða, að ýmsir velja fremur þann hátt að viðurkenna faðerni bréflega og vottfast.
    Æskilegt er, að menn njóti leiðbeininga um réttaráhrif faðernisviðurkenningar sem fram fer fyrir presti eða sýslumanni. Í því sambandi kemur til greina, að dómsmálaráðuneyti mæli svo fyrir, að sérstök eyðublöð verði notuð við þessar yfirlýsingar. Ekki þykir þörf á sérstöku ákvæði í lagatexta um það efni.
    Löggerningur þessi er mjög mikilvægur og miklu skiptir, að réttilega sé frá honum gengið og hann tryggilega varðveittur. Breyting sú sem hér er lögð til er í samræmi við norrænu barnalögin.
    Um dómsvald til ógildingar faðernisviðurkenningar er ákvæði í 53. gr. frumvarpsins. Tekur hún að efni til m.a. til þess, er yfirlýsing er haldin annmörkum þeim, er greinir í 10. gr. barna laga. Er ákvæði hliðstætt 10. gr. því ekki í II. kafla frumvarpsins.

Um 6. gr.


    Greinin er óbreytt 11. gr. barnalaga.

Um 7. gr.


    Greinin samsvarar 48. gr. barnalaga, en betur þykir fara á að skipa henni í II. kafla frum varpsins. Orðalag er fært til samræmis við framkvæmd þessara mála nú.
    Í 2. málsl. felst m.a., að ekki má skrá mann föður barns, nema lögmælt viðurkenning hans liggi fyrir eða önnur úrlausn um faðerni. Er því óheimilt að skrá mann föður barns samkvæmt einhliða skýrslu barnsmóður. Er að slíku fundið í ýmsum dómum Hæstaréttar, sbr. t.d. dóma söfn 1970:787, 1974:1154, 1975:435, 1976:955, 1977:1163 og 1983:415.
    Benda má hér einnig á hrd. 1968:422, þar sem stúlka var skráð dóttir stjúpföður síns, en slíkt stóðst ekki þar sem móðirin ól barnið áður en slitið var hjúskap hennar og fyrri eigin manns hennar.
    Örugg skráning á þeim atriðum, er greinir í ákvæðinu er mikilvæg, m.a. vegna ákvörðunar á faðerni síðar meir.

Um 8. gr.


    Í 12. gr. barnalaga eru ákvæði um úrslit barnsfaðernismáls og m.a. mat á sönnunargögnum. Heppilegra þykir að skipa því ákvæði í VII. kafla, þar sem fjallað er um réttarfar í þessum málum, sbr. 50. gr. Hér er því eingöngu vísað til VII. kafla A um dómsmál til feðrunar barns.
    Í 4.–6. gr. barnalaga eru ákvæði um vefengingarmál. Heppilegra þykir, að þau ákvæði séu í VII. kafla B frumvarpsins sem fjallar um réttarfar í slíkum málum. Í 8. gr. frumvarpsins er samkvæmt þessu eingöngu vísað til VII. kafla B um dómsmál þessi.

Um III. kafla.


    Samkvæmt IV. kafla barnalaga fjallar valdsmaður um málefni er þar greinir. Þessu er breytt í ákvæðum III. kafla frumvarpsins og víðar, og kemur sýslumaður í stað valdsmanns. Er hér miðað við skipulag laga nr. 92/1989, um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði, enda er gert ráð fyrir því í 76. gr. þessa frumvarps, að lögin, ef samþykkt verða, taki gildi 1. júlí 1992, svo sem einnig er um lög nr. 92/1989.
    Í þessum kafla og víðar í frumvarpinu eru tilvitnanir til laga almenns efnis, sbr. t.d. al mannatryggingalaga, lögræðislaga, laga um meðferð einkamála o.fl., án þess að sérstakar greinar séu tilgreindar. Stafar það af örum breytingum á löggjöf er valda því að sérgreindar tilvitnanir úreldast fljótt.

Um 9. gr.


    1. og 2. mgr. eru óbreyttar 1. og 2. mgr. 14. gr. barnalaga.
    Í 3. mgr. er breyting á því er varðar skyldu fósturforeldra til að framfæra fósturbarn. Er framfærsluskylda lögð á fósturforeldra. Vafalaust telja þeir sem taka að sér barn til umönnun ar í skamman tíma sig að jafnaði framfærsluskylda við barnið. Tilvikin eru hér margvísleg og ekki auðvelt að fá yfirsýn yfir þau. Er því erfitt að lögskrá framfærslureglur varðandi þau börn er svo stendur á um. Það bíður einnig nýrra barnaverndarlaga að skilgreina grundvallaratriði í fóstursamningi er varðar mjög réttarstöðu barna. Tekið skal fram, að framfærsluskylda kyn foreldra helst þótt barni sé ráðstafað til fósturs. Ákvæðið á ekki við um aðila, sem taka að sér börn um takmarkaðan tíma, t.d. til sumardvalar, samkvæmt ósk foreldra og gegn þóknun.

Um 10. gr.


    Greinin er að mestu sama efnis og 15. gr. barnalaga.
    Í 1. mgr. 2. málsl. er lagt til, að settar verði skorður við því, hversu langt aftur í tímann framlög samkvæmt upphafsákvæði greinarinnar verði ákvörðuð. Er mikilvægt að stuðla að því, að kröfur um framfærslueyri komi fram hið fyrsta. Þykir eitt ár hæfilegur tími einkum vegna hagsmuna hins framfærsluskylda.

Um 11. gr.


    Greinin er óbreytt 16. gr. barnalaga. nema hér er lagt til, að orðinu „nafnnúmer“ verði breytt í „kennitölu“ í samræmi við hið nýja kerfi Hagstofu Íslands um tölugreiningu manna.
    Enn fremur fellur 16. gr. 3. mgr. niður, sbr. 74. gr. frv.

Um 12. gr.


    Sú grein heimilar sýslumanni samkvæmt kröfu rétts aðila að kveða upp bráðabirgðaúr skurð um framfærslueyri með barni á hendur Tryggingastofnun ríkisins. Heimildin er bundin við það, er foreldri sem krafan beinist gegn er búsett erlendis eða sérstökum örðugleikum er bundið að ná til þess. Ríkissjóður endurgreiðir þær fjárhæðir sem greiddar verða samkvæmt þessu, en Innheimtustofnun sveitarfélaga innheimtir þær hjá hinum meðlagsskylda, þegar meðlagsúrskurður á hendur honum liggur fyrir. Ákvæðið kemur að nokkru leyti í stað 34. gr. barnalaga sem ekki er tekið með í frumvarp þetta, en er öðrum þræði víðtækara. Þess er vænst, að lögfesting 12. gr. skerði í engu rétt barns og foreldris, svo sem hann er greindur í 34. gr. Bent er á rýmkaðar lögsögureglur samkvæmt frv. í þessu sambandi.
    Bráðabirgðaúrskurður skv. 12. gr. gildir uns endanlegur úrskurður er kveðinn upp á hendur hinu meðlagsskylda foreldri. Gengið er út frá því, að forsjárforeldri setji fram kröfu á hendur hinu meðlagsskylda foreldri áður eða samtímis því, að krafa er uppi höfð samkvæmt þessari grein og að hún sé að efni til miðuð við sama upphafstíma.

Um 13. gr.


    Greinin samsvarar 17. gr. barnalaga. Sú breyting er gerð á ákvæðinu, að í lok 1. mgr. er vísað til tímamarka skv. 10. gr. 1. mgr. 2. málsl.
    Vafi hefur leikið á um það, hver eigi aðild að kröfugerð skv. 17. gr. 1. mgr. barnalaga að því er varðar framlög til menntunar eða starfsþjálfunar. Ætlunin var, að ungmenni það, sem í hlut ætti gerði kröfuna, og er hér lagt til, að þetta verði lögfest. Ef unglingurinn er sviptur fjárræði, gerir lögráðamaður kröfuna. Kröfu gagnvart Tryggingastofnun getur viðkomandi ungmenni haft uppi, svo sem lagt er til í 26. gr. 2. mgr. frumvarpsins.

Um 14. og 15. gr.


    Greinarnar eru efnislegar óbreyttar 18. og 19. gr. barnalaga.
    Lokaákvæði 15. gr. á einkum við greiðslu vegna þjónustu er tekur yfir alllangan tíma, svo sem tannréttingar, en gert er ráð fyrir, að því verði þó einungis beitt í undantekningartilvikum.

Um 16. gr.


    Greinin er efnislega óbreytt 20. gr. barnalaga, nema lagt er til, að í 2. mgr. verði fellt niður ákvæði um hve langt aftur í tímann breyta megi ákvörðun um eindagaðan framfærslueyri. Á sýslumaður að meta það. Er um að ræða þrengri heimild til að breyta ákvörðun en skv. 20. gr. 2. mgr. barnalaga. Aðilar að kröfu samkvæmt þessari grein eru meðlagsgreiðandi og meðlags viðtakandi.

Um 17. gr.


    Greinin er efnislega óbreytt 21. gr. barnalaga.

Um 18. gr.


    Greinin samsvarar 22. gr. barnalaga.
    Hér er lagt til, að sömu takmarkanir verði lögmæltar um kröfu samkvæmt þessu ákvæði sem skv. 2. mgr. 16. gr. Aðilar samnings geta sett fram kröfu samkvæmt þessari grein.

Um 19. gr.


    Greinin er hliðstæð 23. gr. barnalaga.
    1. mgr. er óbreytt 23. gr. 1. mgr.
    Samkvæmt 2. mgr. er meginreglan sú, að sá sem hefur forsjá barns getur krafist þess, að framfærslueyrir sé ákveðinn og innheimtur, enda standi hann straum af útgjöldum vegna fram færslu barns. Í öðru lagi getur sá sem barn býr hjá samkvæmt lögmætri skipan gert kröfu um framfærslueyri með sama fyrirvara, að hann standi straum af útgjöldum vegna framfærslunn ar. Með lögmætri skipan er átt við, að barn búi hjá hlutaðeigandi aðila með samþykki forsjár aðila, eftir atvikum barnaverndaryfirvalda. Ungmenni 16–18 ára ráða sjálf dvalarstað sínum og yrði því ákvörðun ungmennis um búsetu, lögð til grundvallar við mat á því, hvort sá sem barn býr hjá eigi aðild að kröfu. Áskilin væri föst búseta barns og að fyrir liggi að viðkomandi standi raunverulega straum af útgjöldum vegna framfærslunnar.

Um 20. gr.


    Greinin fjallar um staðfestingu samkomulags foreldra um framfærslueyri með börnum við skilnað, og getur þá ýmist sýslumaður eða dómstóll staðfest samkomulagið. Ef dómstóll fjall ar um skilnaðarmálið getur það verið til hagræðis fyrir aðila að dómari staðfesti samkomulag ið, og sparað þeim fyrirhöfn við að leita sérstaklega til sýslumanns út af því. Greinin á ein göngu við, ef samkomulag er milli aðila.

Um IV. kafla.


    Ákvæði þessa kafla, 21.–23. gr., eru efnislega óbreyttar 25.–27. gr. barnalaga.

Um V. kafla.


    Ákvæði þessa kafla, 24.–28. gr., eru að mestu óbreyttar 28.–32. gr. barnalaga.

Um 24. gr.


    Greinin samsvarar 28. gr. barnalaga.
    Hér er lagt til, að úrskurðuð framlög skv. 13. gr. frumvarpsins verði fjárnámskræf, svo sem er um ýmis önnur úrskurðuð framlög samkvæmt barnalögum. Er það nýmæli.

Um 25. gr.


    Í 29. gr. barnalaga er allvíða vísað til einstakra ákvæða í lögum um almannatryggingar. Hér er hins vegar vísað til laganna í heild sinni, sbr. athugasemd hér fyrr.
    2. og 3. málsl. 2. mgr. 29. gr. barnalaga hafa verið felldir niður. Þeir fela í sér tilvísun til almannatryggingalaga og hafa því ekki sjálfstætt gildi.
    Breyting er fyrirhuguð á 73. gr. almannatryggingalaga, þannig að barnsmóðir geti fengið meðlag með barni eftir að hún hefur snúið sér til sýslumanns með beiðni um öflun faðernisvið urkenningar. Með hliðsjón af því þykir rétt að fella ákvæðin niður, svo ekki sé hætta á ósam ræmi milli barnalaga og almannatryggingalaga hvað þetta varðar.
    Ákvæði 3. mgr. 29. gr. var bætt við greinina með lögum nr. 44/1985. Ákvæðið er einskorð að við það tilvik er því foreldri, sem ekki hefur forsjá barns, hefur ekki verið gert að greiða meðlag með því, t.d. vegna fjárhagsörðugleika. Nú ber við, að í erlendum meðlagsúrskurðum sé því að vísu ekki hafnað að gera meðlagsskyldum að greiða nokkurt meðlag, en fjárhæð þess er lægri en nemur barnalífeyri almannatrygginga. Í 3. mgr. 25. gr. er lagt til, að einnig í því til viki geti sýslumaður úrskurðað meðlag til forsjárforeldra á hendur Tryggingastofnun ríkisins. Að öðru leyti felst ekki efnisbreyting í þessari málsgrein.

Um 26. gr.


    Í 1. mgr. er lagt til, að sams konar breyting verði gerð að því er varðar tilvísun til almanna tryggingalaga eins og greinir í athugasemdum við 25. gr.
    Í 2. mgr. er einnig um hið sama að tefla, en þar er enn fremur ákvæði um aðgang að Trygg ingastofnun ríkisins vegna úrskurðaðra framlaga skv. 13. gr. frumvarpsins. Um kröfur með stoð í 17. gr. barnalaga (hliðstætt 13. gr. frumvarpsins) vísast sérstaklega til laga nr. 23/1987.
    Í 3. mgr. er lagt til, að þargreind reglugerð verði sett af heilbrigðis- og tryggingamálaráðu neytinu.

Um 27. og 28. gr.


    Greinarnar eru efnislega óbreyttar 31. og 32. gr. barnalaga.
    Svo sem áður greinir, er VII. kafli barnalaga ekki tekinn með í frumvarpið. 41. gr. þess fjallar um sama efni og 33. gr. hans, og að því er 34. gr. hans varðar er vísað til 12. gr. frum varpsins og athugasemda við hana.

Um VI. kafla.


    Í þessum kafla eru fólgnar meginbreytingar frumvarpsins, og vísast um þær til almennra athugasemda í upphafi greinargerðar. Nokkur meginatriði skulu áréttuð:
     1.      Í fyrsta lagi er að geta ákvæða frumvarpsins um samninga foreldra um sameiginlega forsjá, sbr. 32. gr. 3. mgr. um gifta foreldra eða foreldra sem í sambúð hafa verið og slíta samvistir, og 33. gr. 1. mgr. um samninga ógiftra foreldra sem ekki fara sameiginlega með forsjá barns.
     2.      Í öðru lagi eru lagðar til breytingar á úrlausnarvaldi í forsjármálum. Eins og áður greinir segir í frumvarpinu, að aðilar geti lagt ágreining annaðhvort fyrir dómstól eða dómsmála ráðuneytið, þó svo að ráðuneytisleiðin verði ekki farin, nema aðilar séu á einu máli um það, sem er breyting frá núgildandi barnalögum. Þetta á bæði við um frumúrlausnir for sjármáls og breytingu á forsjá. Bráðabirgðaákvörðun um forsjá er í höndum þess er fer með frumúrlausn máls. Réttarfarsákvæði um þessi mál eru í VIII. kafla frumvarpsins.
     3.      Þá er lögð til breyting á úrlausnum um ágreining út af umgengni við barn, þannig að frumúrlausn verði hjá sýslumanni, en aðilar geti skotið úrlausn hans til dómsmálaráðuneytis til fullnaðarákvörðunar. Er þá unnt að fjalla um mál á tveimur stjórnvaldsstigum í stað eins nú. Horfir það til réttaröryggis og auk þess má benda á, að sýslumenn búa oft yfir staðarþekkingu og þekkingu á högum manna sem hér getur komið að haldi. Ekki er unnt að leggja efnislegan ágreining út af þessum málum til dómstóla, nema innan marka 60. gr. stjórnarskrár, og er áður vikið að því.

Um 29. gr.


    Greinin er sama efnis og 35. gr. barnalaga og lítið breytt. Í 2. mgr. er nýmæli, þar sem lagt er til, að foreldri, sem fer með forsjá barns, sé skylt að stuðla að því, að barn njóti umgengni við hitt foreldri sitt, nema umgengni sé andstæð hag og þörfum barns að mati stjórnvalds. Samkvæmt 37. gr. 1. mgr. á barn rétt á að njóta umgengni við það foreldri sem hefur ekki for sjá þess, og felur 2. mgr. 29. gr. í sér hliðstæða foreldraskyldu, þ.e. að stuðla að því að um gengni megi takast. Varðar miklu, að foreldri virði hana og hafi skilning á gildi umgengninnar fyrir barnið.
    Um 6. mgr. skal bent á, að hún er óbreytt 35. gr. 6. mgr. barnalaga. Fyllri ákvæða er þörf um fósturbörn og fósturforeldra, en rétt hefur þótt að bíða með breytingartillögur í því efni eft ir nýjum lögum um vernd barna og ungmenna, sbr. það sem fram kom hér að ofan undir athuga semdum við I. kafla og 9. gr. 3. mgr.

Um 30. gr.


    1. mgr. er sama efnis og 36. gr. 1. mgr. og 37. gr. 1. mgr. barnalaga. Eru forsjárreglur greindar hér samfellt um ósjálfráða börn. Ekki felur þessi málsgrein í sér efnisbreytingar.
    2. mgr. samsvarar að nokkru 37. gr. 2. mgr. barnalaga. Mælir hún fyrir um forsjá móður, ef foreldrar barns voru hvorki í hjúskap né bjuggu saman við fæðingu barnsins.
    3. mgr. kveður á um forsjá stjúpforeldris og sambúðarforeldris, sbr. 37. gr. 2. mgr. barna laga. Ógift foreldri tekur m.a. til fráskilins foreldris sem ekki hefur gengið í hjúskap að nýju.
    Bent er á, að skv. 33. gr. 1. mgr. geta foreldrar sem ekki fara sameiginlega með forsjá barns, samið um, að forsjá verði sameiginleg. Þá er einnig bent á ákvæði 35. gr. 3. mgr.

Um 31. gr.


    Greinin fjallar um skipan forsjár við andlát forsjárforeldris. Þykir gleggra að kveða á um það í sérstakri grein, en um þetta er mælt í ýmsum greinum barnalaga.
    1. mgr. á við þá aðstöðu, er foreldrar hafa farið sameiginlega með forsjá barns og annað þeirra andast. Um skipan forsjár eru þá svipuð ákvæði og í 36. gr. 4. mgr. barnalaga. Af ákvæðinu leiðir, að hafi foreldrar samið um sameiginlega forsjá, fer eftirlifandi kynforeldri áfram með forsjána eftir andlátið, en hins vegar ekki eftirlifandi maki eða sambúðaraðili hins látna foreldris.
    2. mgr. fjallar um þau tilvik er kynforeldrar hafa ekki farið með sameiginlega forsjá, þegar annað þeirra andast, sbr. hér 36. gr. 4. mgr. barnalaga. Fer þá stjúpforeldri eða sambúðarfor eldri, sem einnig hefur farið með forsjá barnsins, áfram með forsjá þess eftir lát kynforeldris. Fela má hinu kynforeldrinu að kröfu þess forsjána, ef það er talið barninu fyrir bestu. Um úr lausn ágreinings af þessum sökum fer skv. 34. og 36. gr.
    Í 3. mgr. er kveðið á um forsjárskipan, þegar annað foreldrið andast, sem hefur farið eitt með forsjá barns, sbr. 30. gr. 2. mgr., 32. gr. 1. mgr. og 34. frv. Hér er hvorki stjúpforeldri né sambúðarforeldri til að dreifa, svo sem er skv. 2. mgr. Hverfur þá forsjá til hins foreldrisins (kynforeldrisins), en fela má þó öðrum forsjána, ef ósk kemur fram um það og slíkt verður tal ið barninu fyrir bestu. Hér gætu komið greina vandamenn barnsins eða fólk sem hefði annast um barnið og látið sér annt um það. Við þessar aðstæður gæti einnig reynt á afskipti barna verndarnefndar.
    Í 4. mgr. segir, að um skipan mála skv. 1.–3. mgr. fari eftir 33. gr. um samninga og 34. gr. og 36. gr. um úrlausn ágreiningsmála.
    Í 5. mgr. segir að lokum, að verði barn forsjárlaust vegna andláts forsjárforeldris, hverfi forsjá þess til barnaverndarnefndar samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga.

Um 32. gr.


    Þessi grein samsvarar 38. gr. 1. og 2. mgr. barnalaga og 47. og 48. gr. laga nr. 60/1972, en felur í sér mörg nýmæli. Telja má, að veigamestu breytingar frumvarpsins séu fólgnar í þessari grein.

Um 1. mgr.


    Þegar foreldrar, sem giftir eru, slíta samvistir, getur verið heppilegt að þeir semji um forsjá barna þegar á því stigi. Í 1. mgr. er kveðið á um þetta efni, sbr. hér upphaf 38. gr. barnalaga. Sá samningur verður þó jafnaðarlega til bráðabirgða, þ.e. uns fullnaðarskipun er á gerð. Dæmi eru þess samt, að slík skipan verði viðvarandi og foreldrar leiti ekki eftir formlegum skilnaði. Samningurinn er háður staðfestingu sýslumanns skv. 33. gr. 4. mgr. frumvarpsins. Ef ágrein ingur verður, er unnt að ráða málinu til lykta skv. 34. gr., sbr. 32. gr. 4. mgr.
    Tekið skal fram, að forsjá giftra foreldra sem slíta samvistir, er sameiginleg uns forsjár skipan vegna skilnaðar er á gerð nema samningur sé gerður samkvæmt framansögðu eða úr lausn fengin skv. 32. gr. 4. mgr. Ákvæði 1. mgr. er bundið við samvistaslit. Foreldrar geta ekki samið um forsjárskipun meðan sambúð varir. Forsjá er þá lögmælt til hlítar.

Um 2. mgr.


    2. mgr. er hliðstæð 38. gr. 2. mgr. barnalaga. Hér er þó svo fyrir mælt, að sú skipan forsjár sem á hefur komist við skilnað að borði og sæng skuli haldast óbreytt við lögskilnað. Breyting getur samt orðið á henni skv. 35. gr. 1. mgr. frv. Meginregla 2. mgr. tekur mið af því, að það sé barni fyrir bestu að stöðugleiki ríki um forsjárskipan þess. Heppilegast sé fyrir það, að eigi sé hróflað við forsjárskipaninni, sem mótuð var við skilnað að borði og sæng, nema að upp fylltum skilyrðum 35. gr. 1. mgr.

Um 3. mgr.


    Hér eru tekin upp nýmæli sem fólgin voru í frumvarpinu 1987 um, að foreldrum verði heim ilað að semja um sameiginlega forsjá barna sinna við skilnað og sambúðarslit. Enn fremur er á það bent, að skv. 33. gr. 1. mgr., er ógiftum foreldrum barns, sem ekki eru samvistum, einnig heimilað að semja um slíka forsjá og skv. 2. mgr. hennar geta foreldrar samið um breytta for sjárskipan síðar. Samkvæmt 35. gr. 2. mgr. getur hvort foreldri um sig krafist niðurfellingar á samkomulagi um sameiginlega forsjá og er það almennt ákvæði. Allir samningar um forsjá barna eru háðir staðfestingu sýslumanns, sbr. 33. gr. 4. mgr. Sýslumaður skal leiðbeina aðil um um réttaráhrif samnings. Hann getur leitað umsagnar barnaverndarnefndar, ef hann telur ástæðu til þess, áður en hann staðfestir samning. Við mat á því, hvort samningur verði stað festur, ber að hafa það að leiðarljósi, að samningur sé ekki andstæður hag og þörfum barnsins. Úrlausn sýslumanns má skjóta til dómsmálaráðuneytisins innan tveggja mánaða frá dagsetn ingu hennar, sbr. meginreglu 74. gr. frumvarpsins.
    Sameiginleg forsjá verður ekki viðhöfð skv. 32. gr. 3. mgr., nema foreldrar séu sammála um þá skipan að öllu leyti. Vísast um rök í því efni til almennu greinargerðarinnar um þessa forsjárskipan. Ef foreldrar geta ekki komið sér saman um sameiginlega forsjá og ekki heldur um, að forsjá verði í höndum annars þeirra óskipt, þá verður dómstóll eða dómsmálaráðuneyti að leysa úr ágreiningnum, sbr. 32. gr. 4. mgr. og 34. gr. Ráðuneytið þó því aðeins að foreldrar séu á eitt sátt um það. Við þá úrlausn er aðeins hægt að kveða svo á um, að forsjá verði í hönd um annars foreldris óskipt, þannig að hvorki dómstóll né dómsmálaráðuneytið geta mælt fyrir um sameiginlega forsjá, en foreldrar geta hins vegar orðið á eitt sáttir um það meðan á meðferð eða rekstri máls stendur (þar á meðal með réttarsátt). Til þess getur komið að skipa þurfi forsjá til bráðabirgða, og eru það sömu aðilar, sem það geta gert, sem þeir, er áður greinir, sbr. 36. gr.
    Með sameiginlegri forsjá er foreldrum boðið upp á sérstakan úrkost til viðbótar við þá for sjárhætti sem nú eru lögmæltir, en skv. 38. gr. barnalaga á forsjá að vera óskipt hjá öðru for eldri eftir skilnað eða samvistaslit. Ef ákvæðið verður lögfest, verður forsjárskipanin ekki ein skorðuð, þannig að valið standi milli þess hvort foreldrið fái forsjá heldur valkvætt þannig að foreldrar eigi þess úrkosti að semja um sameiginlega forsjá.
    Sameiginleg forsjá er úrræði sem lögfest hefur verið hvarvetna á Norðurlöndum, síðast í Danmörku 1985. Tilhögunin er þó nokkuð mismunandi eftir löndum. Sums staðar geta dóm stólar eða stjórnvöld ákveðið sameiginlega forsjá þótt foreldrar eða a.m.k. annað þeirra séu andvíg þessari forsjárskipan eins og á stendur. Þá er til, að sameiginleg forsjá sé meginreglan sem búa skal við, nema um annað sé samið eða úrlausnaraðili ákveði annað. Ákvæði þessa frumvarps felur það eitt í sér, að foreldrum er heimilað að semja svo um, að þau hafi sameigin lega forsjá barns. Dómstóll eða dómsmálaráðuneyti geta ekki mælt fyrir um hana í andstöðu við foreldri. Er tilhögunin svipuð því sem hún er í Danmörku.
    Samkvæmt upplýsingum frá Norðurlöndum er þessi forsjárskipan algeng. Í Danmörku má ætla, að a.m.k. 1/ 3 hluti foreldra kjósi hana. Í Svíþjóð er hlutfallið nokkru hærra eða um 44%. Hæstar eru tölurnar frá Noregi, en þar er talið, að í allt að 60% tilvika sé þessi forsjárskipun á höfð, og eru þetta þó tölur frá Ósló og nágrannabyggðarlögum. Tölurnar eru flestar frá 1987. Ekki eru tiltæk tölfræðigögn um það, hve haldbær þessi skipan hefur reynst, þ.e. hve títt sé, að forsjárskipun þessi sé felld niður áður en barn nær sjálfræðisaldri. Upplýsingar, sem sifja laganefnd hefur fengið frá dómurum og stjórnvöldum í Danmörku, benda þó til þess, að fremur fátítt sé að foreldrar óski eftir breytingu á samningi um sameiginlega forsjá.
    Af hálfu sifjalaganefndar hafa átt sér stað viðræður við starfsmenn fjölskyldudeildar danska dómsmálaráðuneytisins og tveggja amtsskrifstofa í Danmörku í því skyni að fá nokkra mynd af reynslu Dana af þessari forsjárskipan. Svo sem greint var er sýnilegt, að verulegur hluti foreldra óskar eftir sameiginlegri forsjá og þykir hún hafa reynst vel. Hér ber að benda á, að við amtsskrifstofurnar hefur frá 1. jan. 1986 verið komið á fót sérstakri ráðgjöf fyrir fólk sem hyggst skilja, þar á meðal um skipan forsjármála. Ekki er skylt að leita ráðgjafar heldur eiga hjón eða sambúðarfólk þessa kost. Við ráðgjöfina starfa sérmenntaðir menn úr ýmsum greinum, sem hafa mikla reynslu af meðferð og úrlausn þessara mála. Reynslan af þessari ráð gjöf er talin góð og leita mjög margir til hennar, þar á meðal vegna forsjármála. Athyglisvert var í ofangreindum viðræðum, að talið var, að þeirrar andstöðu, sem verið hafði í upphafi gegn lögfestingu reglna um sameiginlega forsjá gætti nú mjög lítið í almennum umræðum og fólk virðist yfirleitt ánægt með, að þetta forsjárúrræði skuli hafa verið leitt í lög. Upplýsingar um afstöðu fólks í Noregi og Svíþjóð sýnast einnig benda til svipaðra viðhorfa og veita raunar töl ur frá þessum löndum um tíðni þessarar forsjárskipunar þeim skoðunum stoð.
    Hér á landi nýtur ekki við neinna skoðanakannana um þetta efni, svo kunnugt sé. Hins veg ar er það mat þeirra, sem mesta hafa reynslu af úrlausn forsjármála við skilnaði, að þetta for sjárúrræði hefði greitt fyrir samkomulagi foreldra í einstökum tilvikum og stuðlað að friði og ró um þessi viðkvæmu mál. Í þessu sambandi er einnig bent á ítarlega grein eftir Guðrúnu Er lendsdóttur hæstaréttardómara, sem birtist í Úlfljóti, tímariti laganema, árið 1982, bls. 122–145, undir heitinu „Sameiginleg forsjá og önnur nýmæli í barnarétti“.
    Þeirri skipan að viðhafa sameiginlega forsjá foreldra getur lokið með ýmsum hætti. Hugs anlegt er, að annað foreldra andist, og hverfur þá forsjá barns jafnaðarlega til hins, sbr. 31. gr. 1. mgr. frumvarpsins. Þá er til, að foreldrar sem skildir eru að borði og sæng, taki upp sam vistir að nýju. Falla þá niður réttaráhrif skilnaðarins, sbr. 33. gr. laga nr. 60/1972, og verður forsjá þá sameiginleg samkvæmt brýnu ákvæði 1. mgr. 30. gr. frumvarpsins, en samningurinn sem slíkur fellur niður. Sambúðarforeldrar, er gert hafa slíkan samning, kunna og að taka upp samvistir að nýju, og er forsjá barns þá í höndum þeirra beggja samkvæmt fyrirmælum 1. mgr. 30. gr. frumvarpsins, en samningurinn sjálfur er þá hruninn. Að sínu leyti fer svo með sama hætti, er ógiftir foreldrar barns, sem ekki hafa verið í sambúð, gera slíkan samning, sbr. 33. gr. 1. mgr. frumvarpsins. Ef þau taka upp óvígða sambúð, þá verður forsjá sameiginleg í þeirra höndum skv. 30. gr. 1. mgr. frumvarpsins og samningurinn er þar með úr sögunni. Að lokum er svo það tilvik, að annað foreldri (eða bæði) krefjist þess, að samningur um sameiginlega forsjá falli niður, sbr. 35. gr. 2. mgr. Samkvæmt þeim grunnhugmyndum, sem búa að baki regl um 32. og 33. gr. frumvarpsins er þá hruninn grundvöllur undan frambúðargildi samningsins. Verður þá að hefjast handa um að skipa forsjármálum. Vera má, að foreldrar séu sammála um, að annað þeirra fái forsjá barns óskipta, og ber þá sýslumanni almennt að staðfesta það sam komulag. Ef ekki er samkomulagi að fagna, fer málið til úrlausnar dómstóls eða dómsmála ráðuneytisins, og er þá unnt að krefjast úrskurðar um bráðabirgðaforsjá, sbr. 36. gr.
    Á eitt tilvik í þessu sambandi er vert að benda. Hugsanlegt er, að eftir að samningur er gerður um sameiginlega forsjá milli foreldra vegna lögskilnaðar, gangi t.d. konan í hjúskap. Stjúpforeldri er ásamt kynforeldri forsjármaður barns, sbr. 30. gr. frumvarpsins. Hér er því forsjá í höndum þriggja, kynföður og kynmóður samkvæmt staðfestum samningi um sameigin lega forsjá og svo stjúpforeldris. Við þessa mynd má svo bæta því tilviki, að maðurinn giftist einnig, og geta þá fjórir haft á hendi forsjána. Athugað hefur verið, hvort ástæða þyki til að lögfesta ákvæði, er lúti að þessu, t.d. svo að stjúpforeldri eða sambúðarforeldri hafi ekki for sjá, er svona hagar til eða ekki nema sérstakt leyfi komi til. Hvort kynforeldra um sig getur krafist niðurfellingar samningsins, og verður þá forsjármálum skipað að nýju, sbr. 35. gr. 2. mgr., eftir atvikum með bráðabirgðaskipan skv. 36. gr. Þykir þetta úrræði duga, en frumvarpið er byggt á því, að grundvöllur hrynji út af fyrir sig ekki undan samningi um sameiginlega for sjá, þótt annað kynforeldra (eða bæði) gangi í hjúskap eða taki upp sambúð að nýju.
    Vanda ber til samningsgerðar milli foreldra um sameiginlega forsjá. Skylt er að taka ákvörðun um hvar barn eigi að hafa lögheimili og þar með að jafnaði búsetu og er nauðsynlegt, að það komi fram í samningi. Aðilar njóta hér leiðbeininga sýslumanns, sbr. 33. gr. 4. mgr., og hugsanlega fjölskylduráðgjafar. Gengið er út frá, að gerð verði sérstök eyðublöð fyrir sam komulagið með upplýsingum um réttaráhrif slíks samnings og að sérstakur bæklingur verði gefinn út um þessi efni og aðra mikilvæga þætti barnalaga.
    Það foreldra, sem barn á lögheimili hjá, hefur réttarstöðu einstæðs foreldris til að taka við meðlagsgreiðslum með barni úr hendi hins foreldrisins eða Tryggingastofnunar ríkisins, mæðra- eða feðralaunum og barnabótum og öðrum greiðslum frá hinu opinbera ef því er að skipta. Foreldrar geta síðan samið sín á milli um skiptingu greiðslna þessara, ef því er að skipta. Í athugasemdum hér að framan um helstu nýmæli frumvarpsins í VIII. kafla, sbr. E-lið 1, er gerð nánari grein fyrir þessum atriðum og vísast til þess sem þar segir.
    Komi upp ágreiningur milli foreldra, sem fara með sameiginlega forsjá samkvæmt samn ingi, um meðlagsgreiðslur, sem þeir geta ekki leyst, er hruninn grundvöllur fyrir sameiginlegri forsjá, enda ekki unnt að krefjast meðlagsúrskurðar, þar sem samkomulag milli foreldra um öll atriði, er snerta barnið, er ávallt forsenda sameiginlegrar forsjár. Á sama hátt getur foreldri hvorki krafist afhendingar barns með stoð í 75. gr. né fengið lagðar á dagsektir skv. 38. gr., ef hitt foreldrið neitar því um að fá barnið í samræmi við samkomulag þeirra. Þegar svona stendur á, getur annað foreldra eða þau bæði krafist þess, að sameiginlega forsjáin verði felld niður, sbr. 35. gr. 2. mgr., og eftir atvikum sett fram kröfu um bráðabirgðaforsjá, sbr. 36. gr.
    Um framkvæmd mála vegna samninga um sameiginlega forsjá er fengin mikil reynsla á Norðurlöndum sem heppilegt er að menn færi sér í nyt. Er full ástæða til að ætla, að þessi for sjárskipan geti í ýmsum tilvikum leyst úr vandamálum foreldra með viðhlítandi hætti og um fram allt orðið barni fyrir bestu.
    Umsagnaraðilar hafa yfirleitt lýst fylgi sínu við þá hugmynd að lögfesta reglur frumvarps ins um sameiginlega forsjá, og enginn mælt því í gegn.

Um 33. gr.


    Greinin fjallar um samninga foreldra um forsjá og staðfestingu þeirra. 1. og 2. mgr. varða samninga milli foreldra, en 3. mgr. samninga við þriðja mann. Vænta má, að öllum þorra mála verði ráðið til lykta með samkomulagi foreldra, enda er það farsælast. Af tölfræðiupplýsingum í IV í almennu athugasemdunum hér að framan má ráða, að forsjá barns við skilnað er oftar hjá móður en föður. Tölurnar gefa fyrst og fremst til kynna hvernig hin samningsbundna for sjárskipan horfir við og verður þó að virða þær tölur með mikilli varúð. Vænta má þess að á þessu verði allróttæk breyting, ef reglur um sameiginlega forsjá verða lögfestar.
    Í 1. mgr. er það nýmæli, að ógiftir foreldrar barns er búa ekki saman, sbr. 2. gr. 3. mgr. frumvarpsins, geti samið um sameiginlega forsjá barnsins. Slíkur samningur er háður staðfest ingu sýslumanns, sbr. 4. mgr. 33. gr. Um þessa forsjárgerð vísast til athugasemda við 32. gr. Sameiginleg forsjá getur átt mikinn rétt á sér einnig við þessar aðstæður, en jafnaðarlega er forsendan sú, að tengsl séu veruleg milli barns og þess foreldris sem ekki fer að fyrra bragði með forsjá barnsins og gott samkomulag milli foreldra og skilningur á gildi sameiginlegra ákvarðana er barn varða.
    Í 2. mgr. segir, að foreldrar geti samið um breytingu á forsjá barns, þannig að forsjá flytjist frá öðru foreldri til hins eða að sameiginleg forsjá falli niður og forsjá verði framvegis í hönd um annars foreldris. Staðfestingar sýslumanns er þörf, sbr. 33. gr. 4. mgr. Forsjá er breyta á getur verið samningsbundin eða ákveðin af dómstóli eða ráðuneyti. Samningur skv. 2. mgr. getur lotið að því að forsjá verði óskipt í höndum annars eða sameiginleg.
    Samkvæmt ákvæði 33. gr. 3. mgr. geta foreldrar falið þriðja manni forsjá barns síns með samningi. Barnaverndarnefnd verður að mæla með þeirri skipan. Einnig ber að leita umsagnar þess foreldris sem hefur ekki forsjá barnsins. Samningurinn öðlast ekki gildi, fyrr en sýslu maður staðfestir hann. Í þessu felast verulegar breytingar á 42. gr. 1. mgr. barnalaga. Ekki er heimilt að tímabinda samninga samkvæmt þessu ákvæði, frekar en aðra forsjársamninga. Um breytingu á samningi, fer eftir almennum ákvæðum kaflans, sbr. 33. gr. 2. mgr. og 35. gr. 1. mgr.
    Í 4. mgr. er það almenna ákvæði, að samningur um forsjá barns sé háður staðfestingu sýslu manns, er synjar staðfestingar, ef hann er andstæður hag og þörfum barnsins að mati sýslu manns. Mikils er um vert, að vandað sé til kannana af hendi sýslumanns og aðilum leiðbeint um réttaráhrif samnings og efni hans, þar á meðal um ákvæði sem æskilegt er að greina í honum. Á þetta sérstaklega við um samninga um sameiginlega forsjá. Ástæða getur verið til að veita barni færi á að tjá sig, sbr. 34. gr. 4. mgr., og einnig að leita umsagnar barnaverndar nefndar.

Um 34. gr.


Um 1. mgr.


    Í þessari málsgrein er mælt fyrir um úrlausn ágreinings milli foreldra út af forsjá barna. Eru það viðkvæm og vandasöm mál sem torleyst eru oft og einatt. Í 1. mgr. er kveðið á um hverjir leysi úr slíkum málum og í því sambandi sett fram skil milli heimildar dómstóla og dóms málaráðuneytis til meðferðar mála og úrlausnar þeirra. Hér er lagt til, að dómstóll greiði úr ágreiningi um forsjá barna nema foreldrar séu á einu máli um að dómsmálaráðuneyti ráði máli til lykta og er það svipuð skipan og í norsku barnalögunum. Ákvæðið tekur afstöðu til grund vallaratriðis um tengsl stjórnvalda og dómstóla á þessu sviði. Ákvæðin um skilnaði og úr lausnir út af kröfum um þá eru í lögum um stofnun og slit hjúskapar, en ákvæðin um forsjár skipun í tilefni skilnaðar eru í barnalögum.
    Ákvæði 1. mgr. er reist á því, að aðilar eigi ávallt að geta lagt ágreining um jafn mikilvæg málefni sem forsjá undir úrlausn dómstóla. Hins vegar beri ekki að skjóta loku fyrir, að mál verði leyst af stjórnvöldum, ef foreldrar eru á eitt sáttir um það. Annað foreldra getur sam kvæmt þessu skotið ágreiningnum til dómstóls. Ef dómsmál er höfðað vegna skilnaðarins sem slíks mundi mál sæta meðferð hjúskaparmála samkvæmt hjúskaparlögum, þótt krafa út af forsjá væri meðal dómkrafna. Oft gætu foreldrar út af fyrir sig verið sammála um skilnaðinn, er lyti þá úrlausn sýslumanns. Hins vegar væri ekki samkomulag um að ráðuneytið leysti úr forsjármálinu er sætir þá úrlausn dómstóls.
    Miklar athuganir hafa farið fram á því hjá sifjalaganefnd, hverjir ættu að leysa úr ágrein ingi í forsjármálum. Til greina kom að leggja úrlausn þessara mála gagngert í hendur dóm stóla, svo sem er víða um lönd, og er sennilegt, að sú verði þróun þessara mála síðar meir hér á landi. Slík tilhögun hefði falið í sér mikið álag fyrir dómstóla. Er þess m.a. að gæta, að vita skuld er ekki við reynslu að styðjast hjá íslenskum dómstólum um meðferð þessara mála. Einn ig hefur reynslan leitt í ljós, að aðilar hafa til þessa fremur kosið að leita úrlausnar ráðuneytis, en fara hina formfastari dómstólaleið til lausnar þessara viðkvæmu mála. Rök þykja standa til þess að hafa hér að svo stöddu tvíþætt úrlausnarkerfi og veita aðilum færi á að leggja mál fyrir stjórnvald ef þeir óska eftir því, en ella fjalli dómstóll um ágreiningsmálið. Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel í Noregi. Um það hvaða stjórnvald skuli fara með úrlausn mála kom tvennt til greina. Annars vegar að sýslumenn leystu úr málum með málskotsrétti til dómsmálaráðuneytis. Hins vegar að dómsmálaráðuneytið eigi gagngert stjórnsýslulega úr lausn máls. Síðari kosturinn var valinn. Í ráðuneytinu búa starfsmenn yfir mikilli reynslu af meðferð þessara mála, en slíku er ekki til að dreifa hjá sýslumönnum. Úrlausnir ráðuneytis fela í sér samræmda framkvæmd þessara mála, en nokkur hætta er á, að framkvæmdin yrði mismunandi hjá sýslumönnum. Hér kemur það einnig til, að hið nýja skipulag er hugsað til reynslu. Frá því sjónarmiði þykir heppilegt að hrófla sem minnst á þessu stigi við stjórnsýslu meðferð þessara mála.
    Samkvæmt 1. mgr. verður unnt að veita lögskilnaðarleyfi, þótt forsjármáli hafi ekki verið ráðið til lykta. Felur þetta í sér breytingu frá því sem nú er, sbr. 47. gr. laga nr. 60/1972, en gert er ráð fyrir, að hún verði afnumin með 76. gr. frumvarpsins. Hér er þess að gæta, að úr lausn forsjármáls getur tekið langan tíma. Sýnist þá ekki ástæða til að girða fyrir, að lögskiln aður fáist, þótt ágreiningur út af forsjá barns hafi enn ekki verið útkljáður.
    Þörf er á sérstökum réttarfarsreglum er varða meðferð dómstóla á málum þessum, og eru þær stílaðar í VIII. kafla. Er æskilegt að fjalla samfellt um endurskoðun réttarfarsreglna um öll dómsmál er varða sifjarétt. Er það gert í tengslum við endurskoðun laga um stofnun og slit hjúskapar.
    Þá þykir einnig eðlilegt að ýmsar reglur verði lögskráðar um meðferð þessara mála hjá stjórnvöldum, sbr. IX. kafla frumvarpsins.

Um 2. mgr.


    Í þessari málsgrein er áréttuð sú grunnregla barnaréttar, að þá forsjárskipan skuli upp taka sem best hentar hag barnsins, og á það vitaskuld við hvort sem dómstóll eða dómsmálaráðu neyti ræður máli til lykta. Mörg atriði koma til skoðunar og er hér drepið á nokkur þeirra sem minnisgreinar án skýringa.
     1.      Tengsl barns við hvort foreldri um sig, þar á meðal hjá hvoru barn hefur dvalist og hvort það hefur umgengist mest, m.a. eftir samvistaslit.
     2.      Persónulegir eiginleikar og hagir hvors foreldris um sig og svo barnsins. Má hér nefna m.a. geðræna heilsu foreldra og heilsufar almennt, reglusemi, og ekki síst hvort foreldra telst hæfara til að sinna uppeldi barns og hver skilningur þess á þörfum barnsins er. Hér koma einnig til atvinnuhagir og heimilisaðstæður, þar á meðal ef foreldri hefur stofnað nýtt heimili og gengið í hjúskap eða hafið óvígða sambúð o.fl.
     3.      Óskir barns. Mikilvægt er að barni sé veittur kostur á að tjá sig um forsjármálið, og er lagt til, að það verði lögfest með 34. gr. 4. mgr. frumvarpsins. Oft er sagt, að þegar barn sé orðið 9–10 ára hljóti úrlausnaraðili að taka mikið tillit til afstöðu þess en engin skýr viðmiðun er um aldursmörk jafnmikið og þetta hlýtur að velta á atvikum hvers máls. Vægi þessa vex með aldrinum, t.d. er oft rætt um 12 ár í þessu efni, sbr. hliðstætt ákvæði í danskri löggjöf og 12 ára reglu ættleiðingarlaga o.fl. Í norrænum dómum hefur þessa gætt mjög mikið og sagt var í norskum hæstaréttardómi, að 14 ára barn verði ekki dæmt í forsjá þess foreldris sem það gat ekki hugsað sér að búa hjá, miðað við óvilhalla könnun máls.
     4.      Breyting á umhverfi. Oft er bent á áhættu við að hrífa barn úr kæru umhverfi, frá skólafélögum og vinum og flytja það í óþekkt umhverfi og verða aðlögunarörðugleikar þá oft miklir. Sérstaklega á þetta við, ef barni er ætlað að flytjast til annars lands. Hér skiptir aldur barns og margvísleg einstaklingsbundin atriði máli.
     5.      Systkinahópur. Oft er vikið að því, að áhættusamt sé og varhugavert að sundra systkinahópi, en ýmis sjónarmið eru þar uppi og misjafnt m.a. á hvaða aldri börn eru og hversu samrýmd þau eru o.fl. Þetta viðhorf hefur öllu minna vægi í dómsúrlausnum nú en áður var að því er virðist, enda ber við úrlausn forsjármáls að meta hvað hverju einstöku barni kemur best.
     6.      Dagleg umönnun og umsjá. Þar kemur m.a. til, að ungt barn þarf sérstakrar umönnunar sem móðir er oft talin hæfari til að veita en faðir. Einnig er hér að líta á börn með sérþarf ir vegna heilsuhaga o.fl.
     7.      Húsnæðismál. Athuga þarf húsnæði sem hvort um sig getur boðið upp á og uppeldiskosti hvors um sig, skóla og barnaheimiliskost og umhverfi allt.
     8.      Liðsinni vandamanna hvors um sig, þar á meðal nágrenni foreldra og annarra vandamanna hvors um sig við það heimili sem boðið er upp á, og svo athugun á því, hvernig nýr maki eða sambúðaraðili muni bregðast við barni er á heimili kemur.
     9.      Kyn og aldur. Sú meginregla, að ung börn fylgi móður, og eftir atvikum drengir feðrum en stúlkur mæðrum, ef systkinahópi er dreift, hefur ekki jafnmikið vægi í norrænum dóm um eins og áður var. Matið á að vera sem sjálfstæðast og einstaklingsbundið án tillits til slíkra meginreglna með þarfir barns að hinu mikla leiðarljósi.
     10.      Umgengni barns og forsjárlauss foreldris. Vaxandi áhersla hefur verið lögð á rétt og þörf barns til að viðhalda tengslum við það foreldra sinna, sem ekki fer með forsjá þess. Hefur það vægi við úrlausn slíks máls, hvort foreldra er líklegra til að viðhalda eðlilegri um gengni barns við hitt foreldra sinna til frambúðar og rétt að kanna sérstaklega afstöðu foreldra til þessa atriðis.
     11.      Ekki þarf að taka fram, að sök foreldra á skilnaði skiptir hér ekki máli. Ólögmæt sjálftaka foreldris á barni getur skapað því lakari stöðu en ella, en einnig í því tilviki er það reglan um þarfir barnsins sem sitja á í fyrirrúmi.
    Í 2. mgr. 34. gr. er það áréttað, að hvorki dómstóll né dómsmálaráðuneyti geti mælt fyrir um sameiginlega forsjá barns. Hins vegar gæti orðið sátt um sameiginlega forsjá milli aðila. Úrlausnaraðilar hljóta að meta, miðað við hagi barnsins, hvoru foreldra verði falin forsjáin, sbr. hér að framan. Niðurstaðan getur orðið sú, að hvorugt foreldra sé að mati úrlausnaraðila hæft til að annast forsjá barns. Tekur barnaverndarnefnd þá við forsjá þess samkvæmt ákvæð um barnaverndarlaga, sbr. 34. gr. 2. mgr. 3. málsl. frumvarpsins, og hefst handa um ráðstafan ir sem þörf er á og best samrýmast hag barnsins. Hvílir þá skylda á dómstóli og ráðuneyti að skýra barnaverndarnefnd tafarlaust frá slíkum málalokum. Hvorki ráðuneyti né dómstóll hafa samkvæmt þessu heimild til að ráðstafa barni til tiltekins þriðja manns eða stofnunar, barnið verður hér forsjárlaust við úrlausnina og hverfur forsjá þess þá til barnaverndarnefndar. Samkvæmt sænskum lögum getur dómstóll mælt fyrir um, að nafngreindur þriðji maður öðlist forsjá barnsins. Óvissa gæti skapast við síðarnefndu leiðina og töf á úrlausn máls. Með þeim hætti er frumvarpið kveður á um verða skil úrlausnaraðila um forsjármálið og barnavernd arnefnda skýr.

Um 3. mgr.


    Í 3. mgr. segir, að dómari leiti umsagnar barnaverndarnefndar áður en forsjármáli er ráðið til lykta, ef hann telur þess þörf. Dómsmálaráðuneytið skal hins vegar samkvæmt sömu grein að jafnaði leita umsagnar barnaverndarnefndar. Í 38. gr. 1. mgr. barnalaga er gert ráð fyrir því, að ráðuneyti sé skylt að leita umsagnar. Í dómsmálum mundu sérfróðir menn oft verða kvaddir til að kanna hagi foreldra og barna þegar ástæða þykir til og setja fram álitsgerð um það, auk þess sem hægt er að kveðja sérfróða menn til dómsetu í forsjármálum. Kann þá að verða minni þörf á umsögn barnaverndarnefndar. Auk þess kynni að verða varhugaverð töf á málsmeðferð vegna slíkrar umleitunar. Er því lagt til, að dómstóll meti það hverju sinni, hvort umsagnar verði leitað. Ákvæðið felur ekki í sér, að ráðuneytið geti ekki kallað eftir um sögn sérfræðinga, ef ráðuneytið telur það æskilegra við úrlausn máls, en að leita umsagnar barnaverndarnefndar. Umsagnar barnaverndarráðs verður einnig leitað samkvæmt þessu ákvæði svo sem verið hefur, a.m.k. að óbreyttum barnaverndarlögum. Að öðru leyti er vísað til almennra athugasemda hér að framan.

Um 4. mgr.


    Í 4. mgr. er einnig nýmæli. Hér er mælt fyrir um að gefa skuli barni 12 ára eða eldra kost á að tjá sig í forsjármáli, þ.e. gera grein fyrir afstöðu sinni til forsjárskipunar eða atriða sem þar skipta máli. Skal þetta gert, nema það þyki varhugavert fyrir heill barnsins, eins og á stendur, eða þýðingarlaust, t.d. þegar barn er andlega fatlað eða annað foreldra augljóslega vanhæft til að fara með forsjá barns. Er þetta mikilvægt grundvallaratriði um rétt og stöðu barnsins, og er hér m.a. höfð hliðsjón af 6. gr. ættleiðingarlaga, nr. 15/1978. Jafnframt er tekið fram í ákvæðinu, að heimilt sé að ræða við yngri börn, ef slíkt þykir réttmætt, miðað við aldur þeirra og þroska, og á hér ekki síður við sá fyrirvari, að þetta skuli ekki gert ef það telst skað vænlegt fyrir heilsu barnsins og heill. Er við talsvert mikla reynslu að styðjast í þessu efni hér á landi. Er m.a. leitað eftir viðhorfi ungra barna með tengslaprófum sem sálfræðingar leggja fyrir börn. Gert er ráð fyrir, að viðtöl við börn samkvæmt þessu ákvæði fari fram á vegum barnaverndarnefnda eða að sérstaklega tilkvaddir kunnáttumenn annist þau eftir nánari ákvörðun dómstóls eða stjórnvalds, en dómari eða handhafi stjórnvalds geta vissulega einnig rætt við barnið. Almennt verður það ekki gert á dómþingi.
    Segja má, að með 4. mgr. sé til þess stofnað að lögskrá reglur sem nú er yfirleitt beitt í laga framkvæmd. Er sú lögskráning mikilvæg.

Um 5. mgr.


    Í 5. mgr. er enn það nýmæli, að skipa megi barni talsmann á kostnað hins opinbera til að gæta hagsmuna þess við úrlausn forsjármáls. Með talsmanni er hér t.d. átt við fagmann á sviði sálfræði, barnageðlækninga eða félagsráðgjafar, sem hefði það hlutverk að veita barni, er verður bitbein foreldra í sérstaklega erfiðum forsjárdeilum, liðsinni sitt ef úrlausnaraðili telur barninu brýna þörf á stuðningi vegna málarekstursins. Er ráð fyrir gert að heimild þessi verði tiltölulega sjaldan nýtt en einnig kæmi til greina að dómari eða dómsmálaráðuneyti leitaði eft ir liðsinni barnaverndarnefndar til stuðnings barni, einkum ef umsagnar nefndarinnar í forsjár málinu hefur ekki verið beiðst. Ákvæðið á við hvort sem dómstóll eða stjórnvald leysir úr máli. Hér er gripið á mikilvægu máli sem til umræðu er víða um lönd. Hafa komið fram ýmsar hugmyndir um að stuðla að hagsmunum barnsins og er sú leið sem hér er brotið upp á meðal þeirra. Hún dregur ekki út af fyrir sig úr þörf á öðrum úrræðum, m.a. að koma við umboðs manni er sérstaklega fjallar um málefni þeirra. Um það efni má m.a. minna á fylgiskjal með frumvarpi til barnalaga 1981 og frumvörpum er flutt hafa verið nýverið á Alþingi. Um þetta nýmæli er vísað til almennra athugasemda hér að framan.

Um 35. gr.


    Í 1. mgr. er kveðið á um það, er annað foreldra óskar breytingar á forsjárskipun. Leysir dómstóll eða dómsmálaráðuneytið þá úr kröfu, ráðuneytið þó því aðeins að bæði séu á eitt sátt um það. Eru þetta hliðstæðar reglur og um frumúrlausn um forsjána. Breyting verður ekki ákveðin, nema vegna breyttra aðstæðna og með tilliti til hags barns. Liggja auðsæ rök til þess að varlega verður að fara í breytingar með því að barni er jafnaðarlega fyrir bestu að sem minnstar breytingar séu gerðar á högum þess, dvalarstað og félagslegu umhverfi.
    Í 2. mgr. er greint það meginatriði í tilhöguninni um sameiginlega forsjá skv. 32. gr., að hvort foreldra um sig geti krafist þess, að samningur verði niður felldur. Vísast um það til at hugasemda við 32. gr. 3. mgr. Segir síðan í 2. mgr. hvernig bregðast skuli við. Hugsanlegt er, að samkomulag verði um aðra forsjárskipan, sem háð er staðfestingu sýslumanns eða jafnvel að haldið sé áfram sameiginlegri forsjá með breyttu efnisinntaki. Ef samningur tekst ekki, fer ágreiningur til dómstóls eða dómsmálaráðuneytis til úrlausnar samkvæmt meginreglu 34. gr.
    3. mgr. svarar til 37. gr. 4. mgr. barnalaga. Samkvæmt því má fela föður að ósk hans forsjá barns, þegar móðir hefur hana á hendi skv. 30. gr. 2. mgr. Móðirin er hér lögmælt forsjárfor eldri. Tekur ákvæðið mið af því. Ef föður hefur verið falin forsjá, getur móðir krafist breyting ar á forsjárskipan skv. 35. gr. 1. mgr. Úr kröfu föður er leyst skv. 34. gr. 1. mgr. og er bent á að taka skuli tillit til tengsla barns við föður. Í reynd kynni barn að hafa dvalist mestmegnis hjá föður. Vera má að móður sé ekki treystandi fyrir uppeldi og umönnun barns eða henni sé torvelt að rækja það sakir heilsuhaga, fjarvista o.fl.
    Í 37. gr. 4. mgr. barnalaga er vikið að því tilviki, að forsjárforeldri hafi samþykkt, að barn verði ættleitt. Þetta greinir ekki sérstaklega í 35. gr. 3. mgr. frumvarpsins, en getur þó vafa laust orðið grundvöllur að kröfu um breytta forsjárskipan.

Um 36. gr.


    Í henni er kveðið á um skipan forsjár til bráðabirgða af hálfu þess, er leysir úr máli, dóm stóls eða dómsmálaráðuneytis. Svarar ákvæðið til 38. gr. 2. mgr. barnalaga. Endanleg úrlausn forsjármáls getur tekið alllangan tíma, þótt hraða beri úrlausn eftir föngum. Getur því borið brýna nauðsyn til að skipa máli til bráðabirgða með ákvörðun þess, er fer með úrlausn máls ins. Vitaskuld ber hér að bregðast við eftir því sem barni er fyrir bestu og breyta má bráða birgðaskipan vegna verulega breyttra aðstæðna. Tekið er fram svo sem gert er í 38. gr. 2. mgr. barnalaga, að ákvörðun um skipan til bráðabirgða bindi ekki hendur úrskurðarvalds, þegar skipa á forsjá til frambúðar. Enn fremur segir að sá aðili, sem mælir fyrir um bráðabirgðaskip an, verði ekki vanhæfur vegna þessa til að leysa úr forsjármálinu að öðru leyti. Með ákvæði þessu sem er nýmæli er lagt til, að regla er nú gildir verði lögskráð.

Um 37. gr.


    Þetta ákvæði fjallar um rétt barnsins til að njóta umgengni við það foreldri sem hefur ekki forsjá þess og um hliðstæðan rétt foreldris og svo skyldu til að rækja umgengni og samneyti við barnið. Um þessa foreldraskyldu er mælt almennt í 29. gr. 2. mgr. Greininni er ætlað að leysa af hólmi 40. gr. l., 2., 4. og 5. mgr. barnalaga, en um efni 3. mgr. er fjallað í 38. gr.
    Svo sem fyrr greinir, varðar meginbreytingin skv. 37. gr. flutning á úrlausn ágreiningsmála út af umgengnisrétti frá dómsmálaráðuneytinu, sem eitt leysir úr máli skv. 40. gr. barnalaga, til sýslumanna. Breytingin felur í sér, að frumúrlausn mála þessara færist heim í hérað. Ætti þetta að leiða til hagræðis fyrir þá sem óska úrlausnar um þessi mál, þar sem þeir geta leitað til sýslumanns í umdæmi því sem þeir eru búsettir í, ef barn býr einnig þar. Sáttaumleitan í málum þessum verður vafalítið auðveldari og vænlegri til árangurs í þeim málum þar sem að ilar eru búsettir á landsbyggðinni, en slík mál hafa iðulega verið rekin skriflega þegar menn hafa búið utan höfuðborgarsvæðis.
    Flutningur þessara mála til sýslumanna leiðir til samkvæmni í úrlausnum, því flest ágrein ingsmál lúta samkvæmt frumvarpinu úrlausn sýslumanns, ef undan eru skilin forsjármál. Með hinni breyttu skipan verða stjórnsýslustig tvö í þessum málum, því að lagt er til í 74. gr. að unnt sé að skjóta úrlausn sýslumanns til dómsmálaráðuneytis. Horfir það til réttaröryggis.
    Vísað er til greinargerðar hér að framan, þar sem sett eru fram sjónarmið um það, hvers vegna dómstólum er ekki ætluð úrlausn þessara mála.
    Mjög er mikilvægt, að foreldrar komi sér saman um umgengnisréttinn og hafi fullan skiln ing á því, að barnið þráir langoftast að hafa samband við báða foreldrana. Þeir þurfa að láta sér skiljast, að það er hagur og heill barnsins sem á að sitja hér í fyrirrúmi. Algengt mun vera að foreldrar kjósi að gera ekki skriflegan samning um umgengni barns við foreldri heldur haga umgengninni eins og best hentar hverju sinni og í samráði við barn. Ef togstreita er milli foreldra, án þess þó að úrskurðar sýslumanns sé talin þörf, er að jafnaði æskilegt að allrækileg ákvæði séu í samningi um umgengnina. Ekki er áskilið, að staðfesting sýslumanns þurfi al mennt til að koma, til að samningur foreldra um umgengni öðlist gildi. Þó munu slíkir samn ingar oft verða lagðir fyrir sýslumann í tengslum við skilnaðar- og samvistaslitamál og á þá ákvæði 37. gr. 2. mgr. við. Ef úrskurður er kveðinn upp um umgengnisréttinn og inntak hans, sbr. 3. mgr., ráða hagur og þarfir barns úrslitum. Vera má, að sýslumaður hafni að ákvarða inntak réttarins, t.d. ef stálpað barn er mótfallið því að umgengni þess við foreldri sé bundin ströngum tímamörkum eða þegar krafist er úrskurðar um umgengni við mjög ungt barn, sem ekki hefur áður haft tengsl við það foreldra er úrskurðar krefst, venjulega föður. Sýslumaður getur enn fremur kveðið svo á, að umgengnisréttar skuli ekki njóta við vegna hags barnsins. Hér gæti það borið við, að sá er krefst umgengnisréttar sé sálsjúkur, kunnur að ofbeldisverk um eða kynferðisbrotum gagnvart börnum eða sé haldinn öðrum þeim ágöllum, er geri það varhugavert, að hann hafi tengsl við barnið. Leita þarf eftir afstöðu barns, sbr. 34. gr. 4. mgr. Ef barn er 12–15 ára gamalt, verður umgengnisrétti sjaldnast komið á gegn andstöðu þess. Þótt foreldri sé svipt forsjá barns getur það átt rétt á umgengni við það. Meginreglan er sú, að umgengnisrétt skuli virða út frá þeim almennu lagarökum sem hér búa að baki.
    Í 4. mgr. er kveðið á um bráðabirgðaskipan umgengnisréttar þeim til handa sem barn býr ekki hjá, þ.e. uns forsjármáli er ráðið til lykta og eftir atvikum umgengnisskipan er komið á í kjölfar þess. Ákvæðið er nýmæli. Í 36. gr. er heimilað að koma við bráðabirgðaskipan um forsjá barns. Nauðsynlegt getur verið að mæla fyrir um skipan umgengnisréttar til bráða birgða. Verður sýslumaður ekki vanhæfur til að fjalla um endanlega skipan umgengnisréttar, þótt hann hafi ákvarðað réttinn til bráðabirgða, sbr. meginreglu 36. gr.
    Í 5. mgr. sem kemur í stað 4. mgr. 40. gr. barnalaga segir um umgengnisrétt, ef annað for eldra er látið eða bæði. Geta þá nánir vandamenn látins foreldris krafist þess, að sýslumaður mæli fyrir um umgengnisréttinn. Hér gætu bæði ættingjar og venslamenn komið til greina. Ákvæðið getur einnig átt við, þegar það foreldri, sem umgengnisrétt á, getur ekki rækt um gengni vegna vanhæfni eða langvarandi dvalar erlendis.
    6. mgr. um umsögn og atbeina barnaverndarnefndar er sama efnis og lok 40. gr. 2. mgr. barnalaga. Þetta ákvæði á aðeins við í ágreiningsmálum út af umgengnisrétti.
    Sýslumaður í umdæmi, þar sem barn býr, leysir úr máli út af umgengnisrétti. Sú regla er skýr og barni hagfelld. Um úrlausn ber að gæta ýmissa ákvæða IX. kafla, þar á meðal um leið beiningarskyldu og að veita skuli aðilum máls kost á að tjá sig um ágreiningsefni sem stjórn völd úrskurða og kanna viðhorf barns, sbr. vísan 6. mgr. til 34. gr. 4. mgr. Samkvæmt 74. gr. er aðila heimilt að skjóta úrlausn sýslumanns til dómsmálaráðuneytis. Kæra frestar almennt ekki réttaráhrifum úrskurðar, sbr. 74. gr. frumvarpsins.

Um 38. gr.


    Ef umgengnisrétti er tálmað, er kveðið svo á í greininni, að unnt sé að leggja dagsektir á það foreldri, er tálmuninni veldur. Kemur þetta ákvæði í stað 40. gr. 3. mgr. barnalaga en er til muna fyllra. Það er samið með hliðsjón af nýjum lögum um aðfarargerðir. Öðrum lagaúr ræðum en dagsektum verður ekki beitt. Mjög sjaldan hefur komið til greina að beita ákvæði 40. gr. 3. mgr. barnalaga. Verður sú raunin væntanlega einnig um 38. gr., en ákvæðið hefur þó varnaðargildi. Í 40. gr. 3. mgr. barnalaga er það orðalag notað, að foreldri sem hefur forsjá barns torveldi hinu að umgangast barn. Í 38. gr. er notað sagnorðið að tálma. Í þessu felst að öllu strangari kröfur verður að gera til þess að unnt sé að leggja á dagsektir en skv. 40. gr. 3. mgr. Atferli forsjárforeldris getur verið fólgið í því að koma allsendis í veg fyrir að barn fái að njóta umgengnisréttar við hitt foreldri, sem úrskurðaður hefur verið, t.d. með því að halda barni í læstri íbúð þegar sækja á það, eða fara á brott með barn af heimili sínu eða öðrum þeim stað er sækja skal barn á samkvæmt úrskurði. Forsjárforeldri kynni og að þverskallast við að koma með barn á stað, þar sem afhenda skyldi það eða valda því með öðrum hætti, að úrskurð ur yrði ekki framkvæmdur.
    Leggja verður áherslu á, að sátta verði leitað til þrautar, áður en til þess kemur að beita dagsektum.

Um 39. gr.


    Greinin er sama efnis og 41. gr. barnalaga en nokkuð breytt vegna nýskipunar frumvarpsins um úrlausn forsjár- og umgengnismála. Greinin varðar flutning barns úr landi. Á 1. mgr. við, þegar forsjármáli hefur ekki verið ráðið til lykta, er til greina kemur að flytja barn úr landi, en 2. mgr. varðar aðstöðuna, þegar forsjármál hefur verið leyst, og umgengnisréttur er fyrir hendi. Í fyrra tilviki eiga dómsmálaráðuneyti eða dómstóll úrlausn máls eftir því hvar forsjár málið er til úrlausnar, en í síðara tilviki á aðili rétt á að bera mál undir sýslumann. Þá er hér sú breyting gerð á 41. gr. 1. mgr., að ekki er lengur skilyrði að barn sé búsett hjá eða dveljist hjá því foreldri er kröfu er beint gegn, heldur getur hvort foreldri um sig sett fram kröfu sam kvæmt þessari málsgrein, óháð búsetu eða dvalarstað barnsins. Barnaverndarnefnd getur og gripið hér inn í á grundvelli barnaverndarlaga, ef talið er að flutningur barns úr landi sé barni skaðvænlegur.
    Þar sem talað er um í 2. mgr. að foreldri flytjist með barn úr landi, er átt við að fyrirhuguð dvöl erlendis sé ekki skammvinn, svo sem vera mundi, t.d. ef farið er með barni í stutta heim sókn eða sumarleyfisferð.

Um 40. gr.


    Þessari grein er ætlað að leysa af hólmi 42. gr. barnalaga.
    Ákvæði þetta tekur til þess, er foreldrar fela öðrum barn sitt til umönnunar og uppeldis, án þess að afsala sér forsjá barnsins, sbr. um það 33. gr. 3. mgr. Er hér í raun átt við fóstur barns hjá öðrum en foreldrum til lengri eða skemmri tíma og telur sifjalaganefnd rétt að ákvæði barnaverndarlaga gildi um fyrirkomulag samkvæmt þessari grein, en nánari skilgreining þessa bíður nýrra laga um vernd barna og ungmenna. Í reynd hljóta ákveðnar skyldur og réttindi er fylgja forsjá barns að verða að verulegu leyti í höndum þess eða þeirra sem annast uppeldi þess (fósturforeldra). Ekki þykir þörf á ákvæðum 2. og 3. mgr. 42. gr. barnalaga, miðað við þær víðtæku heimildir er barnaverndarlög hafa að geyma um slíkar aðgerðir, sbr. lög nr. 53/1966, 36. gr. 3. mgr.

Um VII. og VIII. kafla.


    Í þessum köflum eru réttarfarsákvæði um ferns konar dómsmál:
     1.      Mál til feðrunar barns, sem hvorki er feðrað samkvæmt lögmæltri feðrunarreglu. sbr. 2. og 3. gr. frumvarpsins, né með faðernisviðurkenningu, sbr. 4.–6. gr. Um þessi mál eru fyrirmæli í VII. kafla A.
     2.      Vefengingarmál, þegar freistað er að hnekkja feðrun barns samkvæmt lögmæltri feðrunarreglu, sbr. 2. og 3. gr. frumvarpsins. Um þessi mál eru fyrirmæli í VII. kafla B.
     3.      Ógildingarmál, þegar reynt er að hrinda faðernisviðurkenningu sem uppi hefur verið látin skv. 4.–6. gr. Um þessi mál eru fyrirmæli í VII. kafla B.
     4.      Mál vegna ágreinings um forsjárskipan, sbr. VIII. kafla. Vikið er að þessum málum að framan, en hér á eftir fara nokkrar almennar athugasemdir.
    Það er sameiginlegt dómsmálum er tengjast ákvæðum frumvarpsins, að þau varða stöðu barna og foreldra og fela í sér örlagaríkar ákvarðanir fyrir þau.
    Í málum til feðrunar barns, er ætlunin að leita sannleikans um það, hver sé faðir barns. Fyr ir barnið og móður þess og raunar fyrir þjóðfélagið skiptir miklu, að faðerni verði leitt í ljós og ákvarðað. Hér er það ekki síst hagur og heill barnsins sem í húfi er. Réttarfarsreglum verð ur að haga svo, að þær þjóni þeim tilgangi sem hér er að stefnt um könnun á faðerni barns. Svo sem nú er komið tækni og þekkingu í blóðvísindum eru rannsóknir á blóðsýnum mjög mikil vægar og svo rannsóknir mannerfðafræðilegs eðlis. Faðernislýsing móður verður að jafnaði tilefni til þess að blóðsýni sé tekið úr hinum lýsta barnsföður, sem ekki vill gangast við faðern inu, móður barns og barninu. Æskilegt er, að blóðsýni séu tekin og þau könnuð áður en fað ernismál er höfðað, og það verði skoðað sem undanfari máls. Kostnað af þessu ættu embætti sýslumanna þá að greiða í fyrstu, en endurkrefja hinn lýsta föður, ef hann gengst við faðerninu að fenginni niðurstöðu blóðrannsóknar. Niðurstöður blóðrannsókna eru núorðið yfirleitt svo afdráttarlausar, að lýstur faðir gengst við faðerninu, þegar niðurstöður þeirra liggja fyrir um að hann sé faðir barnsins. Eru mál til feðrunar barns í reynd orðin mjög fátíð hin síðustu ár.
    Í forsjármálum skiptir það sem barni er fyrir bestu meginmáli um efnislega úrlausn mála. Hér verður að laga réttarfarsákvæði að þessari miklu meginreglu. Hefur það áhrif á mat á því. hvernig haga eigi reglum um hlut dómara að öflun gagna og um að kröfur aðila og málsástæður megi ekki til þrautar binda hendur dómara við efnislega lausn máls. Verkefni dómstóla er hér mjög sérstætt. Þótt mál þessi séu einkamál á réttarfarsvísu verður að kanna vendilega, hvort allar reglur einkamálaréttarfarsins eigi við. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir frávikum frá því, en um margt hlíta mál þessi almennum reglum einkamálaréttarfars.
    Framangreindar athugasemdir eiga einnig að nokkru við um vefengingar- og ógildingar mál. Í þeim málum gætir þó síður afbrigða frá einkamálaréttarfari.
    Um dómsmál skv. VII. kafla A og B og VIII. kafla skal bent á, að lögsögureglur eru í upp hafi VII. kafla A (41. gr.) og VIII. kafla (56. gr.). Varnarþingsreglur eru bæði í VII. kafla A (42. gr.) og í VIII. kafla (57. gr.). Málsaðildarreglur eru í VII. kafla A (43. gr.) og í VII. kafla B (52. gr.og 53. gr.). Í öllum tilvikum eiga mál að sæta meðferð einkamála, sbr. 44. gr., 54. gr. og 58. gr., en frávik eru nokkur, einkum varðandi öflun sönnunargagna, sbr. 46.–48. gr. og 60. gr., og um það, að kröfur bindi ekki dómara, sbr. 50. gr. og 62. gr. Þá eru sérstök ákvæði af hlífð við aðila um þinghöld fyrir luktum dyrum, sbr. 49. gr., 54. gr. og 63. gr. Enn fremur eru reglur um liðsinni barnaverndarnefndar, sbr. 45. gr. Svo og að gæta skuli nafnleyndar við opinbera birtingu dóms, sbr. 51. gr., 54. gr. og 64. gr. Tilkynningar til þjóðskrár ættu eingöngu að lúta að málsúrslitum.
    Vakin er athygli á 5. gr. 3. og 4. mgr. frumvarpsins um nauðsyn á að dómur gangi um feðr un.
    Athugasemdir umsagnaraðila um réttarfarsákvæði hafa margar hverjar verið teknar til greina. Leitast hefur verið við að hafa sem fæst frávik frá einkamálaréttarfari. Athugasemdir, sem ekki hefur þótt fært að taka til greina, varða einkum hlut dómara um öflun gagna og um að hann sé ekki bundinn af kröfugerð og málsástæðum, sbr. 46., 50., 60. og 62. gr. frumvarps ins.

Um VII. kafla.


A. Feðrunarmál.


Um 41. gr.


    Greinin svarar til 33. gr. barnalaga. Með búsetu er hér átt við nokkuð föst tengsl aðila við Ísland, ekki stundardvöl, þ.e. þess er krafist, að aðili sé „domicileraður“ hér. Í 33. gr. er talað um lögheimili, en hér um búsetu.

Um 42. gr.


    Greinin svarar til 43. gr. barnalaga.
    Rétt þykir að hafa hér sérstök ákvæði um varnarþing. Semja mætti um varnarþing, ef því væri að skipta.

Um 43. gr.


    1. mgr. er í samræmi við 44. gr. 1. mgr. barnalaga
    2. mgr. er að mestu í samræmi við 44. gr. 2. mgr. barnalaga, en lokaákvæði hennar er þó sleppt. Eiga þar við almennar reglur um fyrirsvar dánarbúa.
    3. mgr. er óbreytt 44. gr. 3. mgr. barnalaga.
    4. mgr. barnalaga er sleppt, og eiga hér við almennar reglur einkamálaréttarfars um mál flutningshæfi og fyrirsvar fyrir ólögráða menn.

Um 44. gr.


    1. mgr. er stíluð í samræmi við fyrirhugaða breytingu á dómstólaskipan.
    2. mgr. er óbreytt 2. mgr. 46. gr. barnalaga.

Um 45. gr.


    Greinin er að mestu óbreytt 45. gr. 2. og 3. mgr. barnalaga. Ekki þykir þörf á fráviki frá al mennum reglum einkamálaréttarfars um höfðun máls og er því sambærilegt ákvæði og 45. gr. 1. mgr. ekki í frumvarpinu.
    Bent skal á, að 47. gr. barnalaga er ekki tekin í frumvarpið. Fer um þau efni er greinir í 47. gr. 1. og 2, mgr. samkvæmt almennum reglum einkamálaréttarfars. Um atbeina lögreglu manna, sbr. 47. gr. 3. mgr., fer eftir almennum reglum um störf þeirra, og verður mál leyst á grundvelli þeirra með sama hætti eftirleiðis og 47. gr. 3. mgr. mælir fyrir um.

Um 46. gr.


    Greinin kveður á um sama efni og 49. gr. barnalaga. Dregið er þó úr hlut dómara við gagnaöflun, og verður hún aðallega í höndum aðila, en sóknaraðili hefur gjafsókn skv. 45. gr. 2. mgr. og nýtur því atbeina lögmanns.
    Greinin er orðuð með svipuðum hætti og 60. gr. frumvarpsins um forsjármál. Eru áður greind rök fyrir því, að hlutur dómara er hér nokkuð aukinn frá því sem er samkvæmt almenn um reglum einkamálaréttarfars.

Um 47. gr.


    Greinin er sama efnis og 50. gr. 3. mgr. barnalaga. Ákvæði 1. og 2. mgr. 50. gr. eru ekki tekin í frumvarpið, og fer um þau atriði er þar greinir samkvæmt almennum reglum einkamála réttarfars. Dómari mundi kveðja lýstan barnsföður fyrir dóm til skýrslugjafar. Er honum skylt að hlíta kvaðningu dómara, er leitað getur liðsinnis lögreglumanna við framkvæmd hennar.

Um 48. gr.


    Greinin er sama efnis og 51. gr. barnalaga. Svo sem fyrr greinir er eðlilegt, að blóðrann sókn fari fram áður en feðrunarmál er höfðað. Gert er ráð fyrir því, að unnt sé að leita atbeina lögreglumanns, ef aðili sinnir ekki fyrirmælum dómara um að sæta blóðrannsókn.
    Ákvæði lokaákvæðis 48. gr. er óbreytt frá barnalögum. Var það orðað á sínum tíma fyrir ábendingu frá sérfróðum mönnum um blóðsýniskannanir og mannerfðafræðirannsóknir. Það ætti einkum við, ef foreldri barns er látið. Með rannsóknum á ættingjum er unnt að komast að niðurstöðu um faðerni barns, enda þótt foreldri sé ekki til staðar.

Um 49. gr.


    Hún er óbreytt 53. gr. 1. mgr. barnalaga.

Um 50. gr.


    1. mgr. er sama efnis og 52. gr. 1. mgr. barnalaga. Samkvæmt því er dómari ekki bundinn af kröfum aðila. Mál sætir því ekki til hlítar forræði málsaðila um kröfugerðina. Þetta er frávik frá hinu almenna einkamálaréttarfari, og er vikið að því áður. Sjaldan mundi þó á þetta reyna, þar sem sóknaraðili nýtur liðsinnis lögmanns.
    Í 2. og 3. mgr. eru tekin nær orðrétt ákvæði 12. gr. 1. og 2. mgr. barnalaga, en þau ákvæði voru á sínum tíma orðuð á grundvelli sameiginlegrar niðurstöðu norrænna samstarfsnefnda. Hér er kveðið á um efnisleg málalok og þykir heppilegra að ákvæði þessi séu í VII. kafla en í II. kafla frumvarpsins. Samkvæmt kv. þessum ákvæðum verða málalok ýmist þau, að varnar aðili er dæmdur faðir barns eða sýknaður af þeirri kröfu. Varnaraðili verður því ekki dæmdur meðlagsskyldur, ef sýknað er af kröfu um faðerni, sbr. 12. gr. 4. mgr. barnalaga. sem óþarft þótti að taka upp í 50. gr. Þar sagði einnig, að aðildareiður væri óheimill. Það ákvæði á efnis lega hér við, en þeim eiði verður væntanlega útrýmt í einkamálaréttarfari með nýjum lögum um það.

Um 51. gr.


    Greinin er óbreytt 53. gr. 2. mgr.
    Mikilvægt er að gætt sé nafnleyndar svo sem fyrir er mælt í greininni.
    Ýmis ákvæði í IX. kafla barnalaga eru ekki tekin í frumvarpið, svo sem greint hefur verið, sbr. 45. gr. 1. mgr. , 46. gr. 1. mgr. að nokkru, 47. gr., 49. gr. 2. og 4. mgr., 50. gr. 1. og 2. mgr., 54. gr. (um birtingu dóms) og 55. gr. (um endurupptöku faðernismáls). Frávik frá reglum almenna réttarfarsins eru því færri hér en þar og fela ákvæði frumvarpsins í sér verulega ein földun.

B. Mál til vefengingar á faðerni barns skv. 2. og 3. gr. og


ógildingar á faðernisviðurkenningu, sbr. 4.–6. gr.


Um 52. gr.


    Hér segir um málsaðild, sbr. 1. mgr., og um tímamörk vegna höfðunar máls, sbr. 2. mgr.
    1. mgr. samsvarar 4. gr. 1. mgr. barnalaga. Hér er sú mikilvæga breyting, að sambúðar maður getur verið aðili máls. Stafar það af þeirri tilhögun 2. gr. 3. mgr., að feðrunarregla 2. gr. 1. mgr. á við um mann er bjó með móður barns þegar barn fæddist, enda lýsi hún hann föð ur barnsins. Skv. 8. gr. 2. mgr. barnalaga jafngilti sambúðin faðernisviðurkenningu og reglur um vefengingarmál áttu því ekki við.
    2. mgr. samsvarar 4. gr. 2. mgr. barnalaga. Tímafrestir um höfðun máls eru hinir sömu og í 4. gr. 2. mgr. Sú breyting er lögð til, að tímafrestir eigi bæði við um móður og föður, en skv. 4. gr. 2. mgr. eiga þeir bara við um föður. Tímafrestir eiga ekki við, ef barn höfðar mál.

Um 53. gr.


    Greinin fjallar um dómsmál út af ógildingu á faðernisviðurkenningu skv. 4.–6. gr. frumvarpsins. Í 10. gr. barnalaga er ákvæði um annmarka á faðernisviðurkenningu og er hægt að fá henni hnekkt með dómi samkvæmt reglum einkamálaréttarfars. Í 53. gr. eru fyllri reglur um þetta, þar á meðal um málsaðild, sbr. 2. mgr., og um frest til höfðunar máls, sbr. 3. mgr. Um málsmeðferð segir í 54. gr.
    Efnislegar forsendur fyrir því að unnt sé að fá faðernisviðurkenningu hrundið eru þær, að fram komi nýjar upplýsingar um faðerni barns eða upplýsingar sem sýna að sá sem viðurkenn ir faðernið geti ekki verið faðir þess. Nýjar upplýsingar geta komið fram, t.d. í blóðrannsókn, sem ekki hafði verið framkvæmd, eða með endurtekinni blóðkönnun eða með mannerfðafræði legri rannsókn, sbr. einnig að upp komi, að fleiri menn hafi verið í tygjum við móðurina á getn aðartíma barns.

Um 54. gr.


    Hér segir samfellt í 1. mgr. um málsmeðferð skv. 52. og 53. gr. Mál hlítir í öllum meginatriðum meðferð einkamálaréttarfars og eru fá frávik frá því, en hið helsta er að dómari getur mælt fyrir um blóðrannsókn, sbr. 48. gr.
    Í 54. gr. 1. mgr. er ekki vitnað til 46. gr. og 50. gr.
    Ákvæði 2. mgr. er nýmæli. Í almennu athugasemdunum hér að framan er skýrt frá helstu breytingum sem fólgnar eru í því. Horfa þær til að einfalda réttarfar þegar svo er, að bæði móðir barns og eiginmaður eða sambúðarmaður hennar eru á einu máli um, að eiginmaður eða sambúðarmaður sé ekki faðir barns heldur annar nafngreindur maður sem gangast vill við fað erni þess. Oft hagar hér svo til, að nánast er útilokað að eiginmaðurinn eða sambúðarmaðurinn geti verið faðir barnsins, t.d. vegna fjarvistar frá barnsmóður á getnaðartíma barns. Þykir rétt mætt að heimila að kveða upp dóm á grundvelli framangreindra skýrslna, staðfestra fyrir dóm ara, án þess að frekari sönnunargagna sé aflað. Það er þó mat dómara hverju sinni sem ræður í þessu efni. Ef barn (ungmenni) er orðið sjálfráða þarf samþykki þess til breyttrar feðrunar á grundvelli þessa ákvæðis. Hliðstæðar reglur eru í norskum og sænskum rétti, og gengur sænskur réttur hér lengra en gert er í frumvarpinu til að leysa mál, þegar svona stendur á, þar sem ekki sýnist þörf á að dómstóll fjalli um það. Varhugavert þykir að rýmka þessar reglur með þeim hætti.

Um 55. gr.


    Greinin er nýmæli. Er lagt til, að girt verði fyrir það, að eiginmaður eða sambúðarmaður geti vefengt faðerni barns, sem getið er við tæknifrjóvgun móðurinnar með sæði frá öðrum manni en eiginmanni eða sambúðarmanni með samþykki hans. Hagur barns mælir með þessari reglu og einnig hagsmunir móðurinnar. Ef hér er ekki að gert, ætti eiginmaður eða sambúðar maður að geta vefengt faðerni barns, því að bein og ótvíræð sönnun liggur hér fyrir um, að hann sé ekki faðir barnsins, enda séu ekki bornar brigður á, að barnið sé getið við þessa til teknu aðferð. Í síðarnefnda tilvikinu er vefenging heimil samkvæmt því, er 55. gr. greinir.

Um VIII. kafla.


Um forsjármál almennt.


    Í VIII. kafla eru stílaðar tillögur um meðferð dómsmála vegna ágreinings foreldra um for sjá barns. Þessi ákvæði eiga einnig við ef aðilar máls eru ekki foreldrar, heldur aðrir eins og verið getur, einkum ef annað foreldra er látið. Þessar réttarfarsreglur eru nýjar að stofni til. Þær tengjast talsvert mikið réttarfarsreglum um hjúskaparmál, sbr. VII. kafla laga nr. 60/1972, um stofnun og slit hjúskapar. Þær reglur eru nú í endurskoðun ásamt öðrum ákvæðum laganna, enda æskilegt að hér fari fram samfelld endurskoðun. Við mótun réttarfarsreglna um forsjármál má ekki missa sjónar á séreðli sifjaréttarúrlausnanna sem eru persónulegar og varða oft miklu um hagi foreldra og barna. Af þeim sökum getur verið nauðsynlegt að mæla fyrir um afbrigði frá reglum hins almenna réttarfars.
    Um forsjármálin skiptir miklu, að grundvallargagna sé aflað um margvísleg efni, er varða hagi barns og foreldra (aðila). Hlýtur það þá að verða mikilvægt álitaefni, hvort aðilar hafi forræði máls, þar á meðal um gagnaöflun, eða hvort leggja eigi þá skyldu á dómara að hlutast til um, að gagna sé aflað eða jafnvel að afla gagna sjálfur. Rétt þykir að virða forræði foreldra (aðila máls) í allríkum mæli. Réttmætt þykir, að unnt sé að koma að nýjum málsástæðum og setja fram andmæli og kröfur allt til þess að mál er flutt, sbr. 62. gr. frumvarpsins. Hagir barns, sem hér hljóta að sitja í fyrirrúmi, gera slíka reglu nauðsynlega. Þá er enn fremur þörf á að leggja á dómara aukna skyldu til að fylgjast með rekstri máls, sem hraða skal eftir föngum, sbr. 34. gr. 1. mgr., og sérstaklega að beina því til aðila að sérfræðilegra gagna sé aflað um hagi barns og foreldra o. fl., svo sem segir í 60. gr. 2. mgr. Kosta verður kapps um, að grund völlur máls verði sem traustastur jafn mikilvægir hagsmunir og hér er fjallað um. Þykir því rétt að leggja til í 60. gr. 3. mgr., að dómari geti aflað gagna, „ef nauðsynlegt þykir“. Þetta er heimildarákvæði og reist á framangreindum rökum.
    Út frá grundvallarreglum barnaréttar um að leysa skuli mál eftir því sem barni komi best, þykir ekki verða hjá því komist að kveða svo á í 62. gr. 2. mgr., að dómari sé ekki bundinn af málsástæðum og kröfum aðila, þótt oftast muni dómari leysa mál á grundvelli kröfugerðar.
    Margar réttarfarsreglur í hinu almenna réttarfari í einkamálum eiga hér við, sbr. 58. gr., þótt nokkurra afbrigða gæti.
    Leggja ber áherslu á, að réttarfarsreglur þessa kafla eru hugsaðar sem reynslutilhögun, og er við það miðað, að þær verði endurskoðaðar ekki síðar en fimm árum eftir gildistöku laganna.

Um 56. gr.


    Greinin fjallar um það, hvenær unnt sé að höfða mál út af forsjármálum hér á landi, og er hér verulega tekið mið af norrænum lögum um þetta efni. Þess er vænst, að íslenskar dómsúr lausnir samkvæmt þessari grein verði virtar erlendis.
    Varðandi 2. mgr. er bent á Norðurlandasamning um hjúskap, ættleiðingu og lögráð, sbr. lög nr. 29/1931.
    Niðurlag ákvæðisins er hliðstætt ákvæði í norskum barnalögum. Því skal aðeins beitt í und antekningartilvikum. Einkum ætti það við, ef talið væri að velferð barnsins væri stefnt í voða, ef ekki væri unnt að leysa úr kröfu um forsjá þess hér á landi. Einungis er um að ræða úrskurð um forsjá til bráðabirgða.

Um 57. gr.


    Hér er kveðið á um varnarþing í þessum málum. Miðað er að höfuðstefnu til við heimilis varnarþing barns eins og er í norrænum lögum en að öðrum kosti heimilisvarnarþing stefnda. Ekki er þó skotið loku fyrir, að önnur varnarþingsákvæði einkamálalaga verði notuð, sbr. orðalag 2. mgr. greinarinnar. Næsta sjaldgæft mun þó vera að þau kæmu að haldi, helst samn ingsvarnarþing.

Um 58. gr.


    Í 1. mgr. segir almennt að um rekstur máls vegna forsjár barna fari að hætti einkamála. Al mennu ákvæðin í lögum um meðferð einkamála eiga því hér við, nema afbrigða sé getið. Að þessu er vikið hér að framan.
    Þess er vænst, að meðferð forsjármála verði hraðað eftir föngum, sbr. 34. gr. 1. mgr. Auð sæ rök eru fyrir því, að forsjármálum verði hraðað. Sú spenna, sem oft tengist deilum um for sjá, er háskaleg fyrir börn og mjög óheppileg fyrir foreldra. Að vísu er hægt að skipa forsjá til bráðabirgða, en slíkt lægir oft og einatt ekki öldurótið, miðað við reynslu af þessum málum. Hér er mikið í húfi fyrir aðila máls um alla persónuhagi þeirra og framtíð. Þá er þess að geta, að mál hefur oft verið lengi á döfinni ýmissa ástæðna vegna, þar á meðal sakir sáttatilrauna, áður en það kemur fyrir dómstól.

Um 59. gr.


    Um sáttir í einkamálum segir að vísu í lögum um meðferð einkamála, en vegna 2. mgr. þykir nauðsynlegt að hefja þessa grein á sáttastarfi dómara almennt.
    Samkvæmt 2. mgr. getur dómari ákveðið, að sáttatilraun í stofnun um fjölskylduráðgjöf komi í stað sátta skv. 1. mgr. að nokkru eða öllu. Er hér einkum átt við fjölskylduráðgjöf, sem veitt er af félagsmálayfirvöldum og fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Minna má hér á lokamáls grein 44. gr. laga nr. 60/1972, um stofnun og slit hjúskapar.

Um 60. gr.


    Þess er áður getið, hve miklu skiptir að öll gagnasöfnun í forsjármálum sé jafn víðtæk og vönduð og frekast eru föng á. Í 1. mgr. er dómara boðið að fylgjast með öflun sönnunargagna. Er það sérstaklega greint vegna framhaldsins, en vissulega er honum boðið þetta eftirlit al mennt í einkamálalögum.
    Í 2. mgr. segir, að dómari geti lagt fyrir aðila eða lögmenn þeirra að afla tilgreindra sönn unargagna, þar á meðal getur hann lagt fyrir þá, að aflað verði skýrslna sérfræðinga um hagi foreldra og barns, tengsl barns við foreldra sína o.fl. Um þetta fer samkvæmt ákvæðum réttar farslaga um dómkvadda matsmenn, sem felur m.a. í sér, að séu fleiri en einn sérfræðingur kall aðir til, þá vinna þeir sameiginlega að könnun máls og skýrslugerð og skila sameiginlegu áliti, Í þessu sambandi vísast til Hrd. 1958, bls. 195. Sérfræðinga þessa má kalla fyrir dóm til fyll ingar og skýringa á gefnum skýrslum samkvæmt reglum réttarfarslaga um dómkvadda mats menn. Annars staðar á Norðurlöndum er einkum leitað til sálfræðinga, og eftir atvikum félags ráðgjafa til könnunar máls og skýrslugerðar samkvæmt framansögðu.
    Bent er á, að varhugavert getur verið að byggja niðurstöðu máls á skýrslum sérfræðinga, sem aðilar sjálfir hafa fengið til verksins án samráðs við gagnaðila eða dómara.
    Kostnað vegna gagnöflunar skv. 2. mgr. greiða aðilar sjálfir samkvæmt reglum réttarfars laga um dómkvadda matsmenn, nema þeir hafi fengið leyfi til gjafsóknar eða gjafvarnar samkvæmt almennum reglum réttarfarslaga þar að lútandi.
    Ef gagna verður ekki aflað með þeim hætti, sem kveðið er á um í 2. mgr., getur dómari skv. 3. mgr., ef nauðsynlegt þykir, aflað sjálfur skýrslna sérfræðinga, eins eða tveggja. Þessa sér fræðinga má kalla fyrir dóm samkvæmt reglum réttarfarslaga um vitni. Réttmætt þykir, að dómari meti, hvort kostnaður vegna þessara skýrslna verði greiddur að einhverju leyti eða öllu úr ríkissjóði.
    Vikið er að aðilaskýrslum og vitnaskýrslum í 3. mgr.

Um 61. gr.


    Ef skýrsla er tekin af barni, þykir rétt að heimila dómara að kveða svo á, að aðili eða aðilar verði ekki viðstaddir, en skýra skal þeim frá því, sem fram hefur komið um afstöðu barns, áður en mál er flutt, nema slíkt þyki varhugavert vegna hagsmuna barnsins. Nærvera aðila gæti haft óheppileg áhrif á barnið og skýrslugjöf þess. Með barni er hér átt við barn eða ungmenni allt til 16 ára aldurs. Langtíðast er, að viðhorf barns sem ungt er, sé kannað utan dómþings, en þegar barn nálgast 16 ára aldur kann aðstaða að breytast. Lögmenn aðila eiga þó ávallt rétt á að kynna sér gögn þau sem aðilum er takmarkaður aðgangur að, enda gæti þeir trúnaðar við barn í hvívetna.

Um 62. gr.


    Hér er mælt fyrir um frávik frá almennum reglum einkamálaréttarfars.
    Vegna séreðlis mála þessara þykir réttmætt að heimila aðilum að gera nýjar dómkröfur og flytja fram andmæli og málsástæður allt til þess er mál er flutt, sbr. 1. mgr.
    Með tilliti til hagsmuna barns þykir enn fremur nauðsynlegt, að dómari sé ekki að öllu leyti bundinn af kröfugerð aðila og málsástæðum og málin séu því svokölluð „indispositiv“ mál, sbr. 2. mgr., sbr. hér einnig 60. gr. um sönnunargögn. Eru hagsmunir barns hér eins og ávallt í barnalögum ofar öllum öðrum sjónarmiðum. Sjá hér einnig 33. gr. 4. mgr., en samkvæmt þeirri grein getur sýslumaður synjað um staðfestingu á forsjársamningi, ef hann telur hann andstæðan högum og þörfum barnsins. Þessi sami fyrirvari á við um dómsátt aðila um forsjár skipan. Réttarsynjun dómara um skrásetningu réttarsáttar má skjóta til Hæstaréttar skv. al mennum reglum.

Um 63. gr.


    Ákvæði þessarar greinar stafa af því, að þessi dómsmál eru persónuleg og mjög viðkvæm og er ástæða til að lögfesta ákvæðin af hlífð við barnið, aðila og vandamenn þeirra, sbr. og 53. gr. barnalaga og 49. gr. frumvarpsins.

Um 64. gr.


    Í greininni er mælt fyrir um nafnleynd ef birta skal dóm svo og að eigi megi birta almenn ingi annað af því er gerst hefur í málinu en dóminn. 2. mgr. er sama efnis og 51. gr. frumvarps ins.

Um IX. kafla.


    Í kafla þessum er lagt til, að lögfestar verði reglur um meðferð stjórnvalda á málum sam kvæmt frumvarpi þessu. Hugtakið „stjórnvöld“ í frumvarpinu tekur bæði til sýslumanna og dómsmálaráðuneytisins.
    Reglur þessar eiga við meðferð ágreiningsmála sem til meðferðar eru hjá framangreindum stjórnvöldum, svo sem umgengnismála, meðlagsmála og forsjármála sem til meðferðar kunna að vera hjá dómsmálaráðuneyti. Er hér lagt til að lögfestar verði nokkrar grundvallarreglur um málsmeðferð, sem mótast hafa í dómsmálaráðuneytinu við meðferð þessara mála, og horfir lögskráning þeirra til réttaröryggis og festu í stjórnsýslu. Ber sérstaka nauðsyn til að lögfesta skýrar reglur um málsmeðferð við flutning þessara mála úr dómsmálaráðuneytinu til sýslumanna í tengslum við aðskilnað dómsvalds og framkvæmdarvalds. Enn fremur ber til þess að líta að almenn stjórnsýslulög hafa ekki verið sett hér á landi. Við samningu þessara ákvæða hefur verið höfð hliðsjón af frumvörpum til stjórnsýslulaga sem lögð hafa verið fram á Alþingi og enn fremur hefur verið tekið mið af álitsgerðum umboðsmanns Alþingis. Einnig hefur verið tekið tillit til séreðlis sifjaréttarmála og reynslu af meðferð þeirra.
    Þeir sem veitt hafa umsagnir um frumvarpið hafa yfirleitt lýst sig fylgjandi ákvæðum þessa kafla og einungis hefur komið fram athugasemd við eina grein frumvarpsins frá Dómarafélagi Íslands, sem varð tilefni til breytinga á upphaflegri gerð greinarinnar.

Um 65. gr.


    Í þessari grein eru fyrirmæli um heimild stjórnvalda til að fjalla um mál sem tengjast öðrum ríkjum. Er eðlilegt að um það gildi að mestu hliðstæðar reglur sem um dómstóla. Rétt þótti þó að heimildir stjórnvalda væru nokkru þrengri. Að öðru leyti vísast til athugasemda við 41. og 56. gr. frumvarpsins, er gilda að breyttu breytanda.

Um 66. gr.


    Þar eru fyrirmæli um hvaða sýslumaður leysi úr máli. Greinin skýrir sig að mestu leyti sjálf. Lagt er til að meginreglan verði sú, að búseta barns ráði úrskurðarumdæmi, en ætla má að þar sé hægast um vik að afla nauðsynlegra upplýsinga um hagi og þarfir barns og kanna af stöðu þess, ef því er að skipta.
    Í 3. mgr. er kveðið á um að séu samtímis rekin samkynja mál er varða systkin, sem ekki eru búsett í sama úrskurðarumdæmi, skuli sameina málin og leysa úr þeim í því umdæmi þar sem úrskurða átti um þá kröfu sem kom fyrr fram. Með samkynja málum er hér átt við mál sömu tegundar, t.d. umgengnismál eða meðlagsmál.
    Dæmi: Móðir hefur forsjá barnsins A og býr á Akureyri, faðir hefur forsjá barnsins B og býr í Reykjavík. Móðir setur fram kröfu um úrskurð sýslumanns í Reykjavík um umgengni hennar við barnið B, sbr. 1. mgr. ákvæðisins. Viðbrögð föður verða með þeim hætti að krefjast úrskurðar um umgengni hans við barnið A. Samkvæmt 1. mgr. þessarar greinar ætti þá að leysa úr kröfu föður hjá sýslumanni á Akureyri, en skv. 3. mgr. skal sameina þau og leysa úr þeim báðum hjá sýslumanni í Reykjavík. Hér er augljóst hagræði af því að taka kröfur beggja foreldra til úrlausnar í einu máli og jafnvel nauðsynlegt, þar sem úrlausnir tveggja sýslumanna gætu stangast á.

Um 67. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.

Um 68. gr.


    Samkvæmt 1. mgr. er gert ráð fyrir að sýslumaður leiti að jafnaði sátta samtímis með aðil um máls, séu þeir búsettir í umdæmi hans.
    Í 2. mgr. er kveðið á um, að sýslumaður þurfi ekki að leita sátta, hafi sáttaumleitan átt sér stað í stofnun um fjölskylduráðgjöf. Er hér einkum átt við fjölskylduráðgjöf sem veitt er af fé lagsmálayfirvöldum og fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Hlýtur sýslumaður að meta þörf frekari sáttatilrauna hverju sinni.

Um 69. gr.


    Í 1. mgr. er boðið, að aðilar skuli setja fram skýrar kröfur fyrir stjórnvaldi. Þá er kveðið á um gagnaöflun. Hér eiga við svipuð viðhorf sem um meðferð mála fyrir dómstólum, sbr. 60. gr. frumvarpsins. Hér er lagt til, að stjórnvöld geti lagt fyrir aðila að afla tiltekinna gagna, eða að stjórnvöld geti aflað þeirra að eigin frumkvæði, þar á meðal sérfræðilegra álitsgerða eða umsagna barnaverndaryfirvalda.
    2. og 3. mgr. greinarinnar þarfnast ekki skýringa.

Um 70. gr.


    Lagt er til í 1. mgr. að lögfest verði sú grundvallarregla, að aðilar máls eigi rétt á að kynna sér öll gögn máls, sem fyrir stjórnvaldi liggja, áður en því er ráðið til lykta, með þeim undan tekningum þó, er þar greinir. Til þess að réttur foreldris til að gæta hagsmuna barns og eigin réttar við úrlausn mála samkvæmt lögum þessum sé virtur, sbr. 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, verða foreldrar að eiga kost á að kynna sér þau gögn er máli skipta. Réttur aðila til að kynna sér gögn máls stuðlar almennt að vandaðri og öruggari málsmeðferð, þar sem aðilar ráða oft yfir þýðingarmiklum upplýsingum og með því að bera gögn málsins undir þá geta fengist upplýsingar til leiðréttingar eða fyllingar þeim upplýsingum, sem fyrir eru.
    Í 2. mgr. er gerð undantekning frá meginreglu 1. mgr., en þar er gert ráð fyrir að stjórnvaldi sé heimilt að takmarka aðgang aðila að þeim gögnum er fela í sér upplýsingar um afstöðu barns, t.d. í forsjár- eða umgengnismáli, ef hagsmunir barnsins krefjast þess. Nauðsyn þykir bera til, að heimilt sé að ákveða, ef þannig stendur á, að réttur foreldra víki fyrir brýnum hags munum barns, enda er skyldan til að láta velferð barns sitja í fyrirrúmi hin mikla meginregla barnaréttar. Lögmenn aðila eiga þó ávallt rétt á að kynna sér gögn þau sem aðilum er takmark aður aðgangur að, enda gæti þeir trúnaðar við barn í hvívetna.

Um 71. gr.


    Greinin skýrir sig að mestu leyti sjálf. Að sjálfsögðu ber að skýra hana í samhengi við 70. gr. Það felur í sér að aðila skal gefinn kostur á að tjá sig um mál þegar öll gögn málsins liggja fyrir, áður en úrlausn í því er veitt. Hugsanlegt er, að víkja megi frá þessu þegar krafa aðila er að öllu leyti tekin til greina, að því er þann aðila varðar.

Um 72. gr.


    Hér er lagt til, að lögfest verði hvaða lágmarkskröfur gera skuli til forms og efnis úrskurða stjórnvalda í málum samkvæmt frumvarpi þessu. Ætla má að réttaröryggi verði vel tryggt með þessum hætti. Í raun hefur framkvæmdin hjá dómsmálaráðuneyti og valdsmönnum undanfarin ár verið í samræmi við ákvæði þetta að mestu leyti. Fyrirmæli ákvæðisins, ef lögfest verður, hafa einnig þann ótvíræða kost í för með sér, að krafa um breytingu úrskurðar verður auðveld ari úrlausnar, t.d. þegar krafist er breytingar til hækkunar á fjárhæð meðlags, sem ákveðið hef ur verið með úrskurði. Þá verður hægara fyrir aðila að meta hvort grundvöllur sé til að kæra úrskurð sýslumanns til ráðuneytis. Einnig eru slíkir úrskurðir tryggari grundvöllur við mat dómsmálaráðuneytis á því, hvort ástæða sé til breytinga á úrskurði sýslumanns. Enn fremur má benda á, að líklegt er að úrskurðir ráðuneytis verði til samræmingar réttarframkvæmdinni og er því haganlegt að þeir verði skráðir, úrlausnarefni greint og niðurstaða rökstudd.

Um 73. gr.


    Lagt er til að ákvarðanir stjórnvalda verði kynntar aðilum máls með tryggilegum hætti. Er ekki síst þörf á því þegar litið er til þess, að kærufrestur er skammur.

Um 74. gr.


    Ákvæði þetta tekur til allra úrskurða sýslumanna í málum samkvæmt frumvarpi þessu. Þykir rétt að hafa sama frest í öllum tegundum mála. Rétt þykir að hafa kærufrestinn svo skamman sem kostur er, án þess þó að skerða réttaröryggi. Helgast það m.a. af því, að það þykir samræmast grunnreglum barnaréttarins best að búa svo um hnúta að endanleg úrlausn ágreiningsmála dragist ekki úr hömlu.
    Lagt er til að meginreglan verði sú, að kæra fresti ekki réttaráhrifum úrskurðar. Sýslumað ur getur þó ákveðið hið gagnstæða í frumúrskurði, að kröfu aðila eða af sjálfsdáðum, og einnig getur hann kveðið á um í sérstökum úrskurði, eftir að frumúrskurður hefur gengið, að kæra fresti réttaráhrifum hans, krefjist aðili þess.

Um X. kafla.


Um 75. gr.


    Það er dómhelguð regla, að unnt sé að framkvæma lögmæta forsjárákvörðun með aðför, þ.e. að forsjáraðili geti fengið atbeina fógeta til að taka barn frá þeim er það dvelst hjá og af henda sér samkvæmt kröfu. Vísast hér til dómasafna Hæstaréttar m.a. frá 1974, bls. 678, og 1985, bls. 1168.
    Nauðsynlegt þykir að lögskrá sérstakar reglur um þetta efni. Í greininni er gert ráð fyrir, að unnt sé að beita dagsektum til þess að hafa áhrif á þann sem barn dvelst hjá og neitar að af henda það réttum forsjáraðilum. Enn fremur má hafa þennan hátt á gagnvart aðila sem neitar að veita upplýsingar um dvalarstað barnsins. Búast má við að þessu úrræði yrði að jafnaði beitt áður en til aðfarar samkvæmt kröfu forsjáraðilans kæmi. Fulltrúa barnaverndarnefndar skal boða til að vera viðstaddan aðfarargerð, sbr. 3. mgr. Þar er einnig kveðið á um, að barni megi skipa talsmann, hafi það ekki verið gert áður. Þegar lögreglumenn liðsinna við slíka að farargerð, þykir rétt að kveða svo á, að þeir verði þar að jafnaði óeinkennisklæddir. Gæta ber þess, að framkvæmd aðfarar fari svo fram, að barni verði sem minnst þolraun og sálrænt álag. Ef mat sérfróðra manna er, að hætta sé á, að barn muni bíða heilsutjón af aðförinni, skal hún ekki fara fram að svo vöxnu.
    Sömu reglur eiga við um talsmann samkvæmt þessari grein og skv. 34. gr. 5. mgr.

Um XI. kafla.


    Hér eru fyrirmæli um gildistöku laganna og ákvæði, er tengjast framkvæmd þeirra.

Um 76. gr.


    Í 1. mgr. er gert ráð fyrir, að lögin taki gildi 1. júlí 1992. Eru ákvæði laganna sniðin með það fyrir augum, að lög um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði og um aðför taki gildi samtímis. Meðal annars er orðalaginu valdsmaður í barnalögum breytt í sýslumaður í frumvarpinu.
    Í 2. mgr. segir, að barnalög, nr. 9/1981, ásamt breytingalögum nr. 44/1985 falli úr gildi við gildistöku laga þessara, enda er frumvarpið svo úr garði gert, að það á að leysa barnalög 1981 af hólmi í heild sinni. Þá er lagt til, að þau ákvæði laga nr. 60/1972, er fjalla um forsjárskipan við skilnað falli úr gildi, þar sem ákvæðum þessa frumvarps er ætlað að skipa því til hlítar.
    Í 3. mgr. segir, að dómsmálaráðuneyti skuli kynna almenningi helstu nýmæli laganna, eink um varðandi sameiginlega forsjá og rýmkaða heimild foreldra til að leita úrlausnar dómstóla um forsjármál. Ber raunar ríka nauðsyn til að kynna fólki sifjalög í heild sinni. Þetta mætti gera bæði með upplýsingaritum, kynningu í fjölmiðlum og í skólum. Í athugasemdum hér fyrr í greinargerðinni er m.a. vikið að því, að æskilegt sé að eyðublöð séu gerð í sambandi við samninga um sameiginlega forsjá o.fl.

Um 77. gr.


    1. mgr. segir fyrir um forsjármál, sem eru til úrlausnar í dómsmálaráðuneyti, þegar lögin taka gildi. Skal aðilum bent á, að þeir geti leitað úrlausnar dómstóla um þau. Setja má þeim frest til að taka ákvörðun í því efni.
    Um mál út af umgengni við börn og meðlagsmál, sem til meðferðar eru í dómsmálaráðu neyti, segir í 2. mgr. að þeim skuli vikið til viðkomandi sýslumanns til úrlausnar, nema mál sé komið á lokastig að mati ráðuneytisins.
    Eru þetta hvort tveggja eðlilegar framkvæmdareglur.
    Í 3. mgr. er mælt svo fyrir, að 2. gr. 1. mgr. 2. málsl. (um áhrif skilnaðar að borði og sæng) og 55. gr. (vefenging á faðerni barns sem getið er við tæknifrjóvgun), verði ekki beitt um börn sem fædd eru fyrir gildistöku laganna.
    Í 4. mgr. segir, að ákvæði 32. gr. 2. mgr. 2. málsl. eigi ekki við um skilnað að borði og sæng sem veittur er fyrir gildistöku laganna.
    Með frumvarpinu er að öðru leyti byggt á, að álitamál um tengsl barnalaga og þessa frv. verði í ýmsum efnum leyst samkvæmt mótuðum lagasjónarmiðum um skil yngri laga og eldri. Lög þessi raska ekki ákvörðunum um faðerni eða meðlagsskyldu sem áttu sér stað fyrir gildistöku þeirra, sbr. t.d. um munnlega viðurkenningu fyrir presti eða sýslumanni sem fullnægjandi var skv. 8. gr. barnalaga, en nú er boðið að skuli vera skrifleg, sbr. 5. gr. 1. mgr. frumvarpsins. Ef frumvarp þetta verður að lögum verður faðerni barns sambúðarforeldra, sem fætt er fyrir 1. júlí 1992, ekki vefengt á grundvelli reglna um vefengingarmál skv. þeim, heldur gilda reglur barnalaga 1981, ef hnekkja á faðernisákvörðun skv. 8. gr. 2. mgr. þeirra. Á sama hátt munu dómsmál út af faðerni og forsjá barns, sem höfðuð eru fyrir gildistöku laganna, ekki hlíta reglum þeirra heldur eldri laga.
    Frestur skv. 52. gr. um höfðun vefengingarmáls af hálfu móður barns á aðeins við um þau börn sem fædd eru eftir gildistöku laganna, en sambærilegur frestur er ekki í 4 gr. 2. mgr. barnalaga.